Akranes - 01.09.1948, Qupperneq 12
sællega til þessa staðar, með því að þú
hefur líknað sjúkum og bágstöddum.“
Það var þegar liðið langt fram yfir mið-
nætti. Artaban reið af stað í skyndi og
Vasda, sem safnað hafði kröftum við hina
skammvinnu hvíld, skeiðaði áfergislega
yfir hina þögulu sléttu og synti yfir hina
djúpu ála. Hann tók á því, sem hann átti
til og þaut yfir grundimar eins og anti-
lópur.
Það var þegar farið að lýsa af degi og
fyrstu skuggar árröðulsins vörpuðu löng-
um skugga á undan Vasda um leið og
hann náði seinasta áfanganum á leiðinni,
en Artaban, sem horfði kvíðafullum aug-
um á hina miklu Nimroehæð og Sjöheima-
musterið, gat hvergi séð neitt til vina
sinna.
Hinir fjöllitu hjallar, er voru sprengdir
og simdurmolaðir bæði af náttúmnnar
völdum og ítrekuðum höggum og slögum
mannlegs ofbeldis, glitruðu í árdegisbirt-
unni í öllum regnbogans litum.
Artaban reið í flýti umhverfis hæðina.
Hann sté af baki og klifraði upp á hæstu
hjallana og horfði í vesturátt.
Uppi á hjallabrúninni kom hann auga
á dálitla vörðu, sem hlaðin hafði verið úr
brotnum múrsteinum, og á milli þeirra
sá hann dálítið papýrusblað. Hann tók
það og las eftirfarandi línur: „Við höfum
beðið fram yfir miðnætti, en getum ekki
beðið lengur. Við fömm að leita konungs
ins. Komdu á eftir okkur yfir eyðimörk-
ina.“
Artaban settist niður og fól andlitið í
höndum sér örvæntingarfullur.
„Hvernig á ég að geta riðið yfir eyði-
mörkina,“ mælti hann, „nestisiaus og á
dauðlúnum hesti? Eg verð nú að snúa
aftur til Babylonborgar, selja safírinn og
kaupa úlfalda og nesti til ferðarinnar. Eg
fæ ef til vill aldrei náð félögum mínum
og hinn miskunnsami Guð einn veit, hvort
mér auðnast nokkum tíma að líta auglit
konungsins, úr því að ég tafðist við að
auðsýna miskunnsemi.
III.
Það varð þögn í Draumahöllinni þar
sem ég hlustaði á söguna um fjórða vitr-
inginn. I gegnum þögnina sá ég hann ó-
ljóst á baki úlfalda sínum, vaggandi yfir
hinar ömurlegu sandöldur eyðimerkur-
innar eins og skip í sævaröldum.
Þetta land dauðans umlukti hann á
alla vegu. Þessi hrjóstruga auðn bar engan
ávöxt nema villirósir og þyrna. Dökkir
klettastallar stóðu upp úr jörðinni hingað
og þangað eins og bein úr löngu liðnum
furðudýmm. Skorpnir og óvingjarnlegir
fjallgarðar risu upp framundan honum,
gáróttir af uppþornuðum farvegum gam-
alla lækja, hvítum og draugslegum, eins
og væru þeir ófrýnileg ör á ásjónu náttúr-
unnar. Breytilegir sandhólar bám við
sjóndeildarhringinn eins og upphrúgaðar
grafir. Á daginn kom hinn steikjandi
sólarhiti og bætti sinni óþolandi byrði við
hið titrandi loft. Ekki nokkur lifandi
skepna hrærðist á þessu auða og hrjóstr-
uga svæði nema litlar stökkmýs, er bmgðu
sér inn í hina skorpnu runna, eða eðlur,
sem skutust inn á milli klettaskora. Á nótt-
inni reikuðu sjakalar um eftir bráð og
spangóluðu í f jarska, og hið kröftuga öskur
ljónsdns bergmálaði í dimmum kletta-
gljúfrum og napur hráslagakuldi tók við
eftir hitamollu dagsins. En vitringurinn
hélt ótrauður áfram gegnum hita og
kulda.
Svo sá ég blóm- og aldingarðana í
Damaskus, vökvaða af lækjarsprænum úr
Abana og Parpan, þar sem hinir hallandi
grasfletir stóðu í blóma og þéttir runnar
af rósum og mirru. Eg sá hinn langa og
snæþakta hrygg Hermonfjallsins, hina
dimmu sedmsviðarlundi, og Jordandal-
inn og hið bláléita Galileuvatn, hin frjó-
sömu valllendi í Esdraelon, Ephraimhæð-
imar og hálendi Júdeu. Ég fylgdist með
Artaban yfir öll þessi lönd, er hélt stöðugt
áfram ferð sinni, unz hann kom til Betle-
hem. Það var á þriðja degi eftir að vitr-
ingamir þrír höfðu komið þangað og hitt
Maríu og Jósep og Jesúbarnið og lagt gull,
reikelsi og mirm að fótum þess.
Og fjórði vitringurinn komst þangað
þrotinn að kröftum, en vongóður, með rú-
bíninn og perluna, er hann ætlaði konung-
inum. „Því nú mun ég að lokum,“ sagði
hann, „vissulega finna konunginn, enda
þótt ég sé einsamall og komi á eftir bræðr-
um mínum. Þetta er staðurinn, sem he-
breski flóttamaðurinn sagði mér, að spá-
mennirnir hefðu talað um, og hér mun ég
sjá upprisu hins mikla ljóss. En ég verð
að spyrjast fyrir um komu bræðra minna
og fá að vita til hvaða húss stjarnan vísaði
þeim og hverjum þeir veittu lotningu.“
Göturnar í þorpinu vom auðar og mann-
lausar og Artaban datt í hug, hvort allir
menn gætu verið að reka fé sitt úr haga.
I gegnum opnar dyr á litlu hreysi heyrði
hann óm af kvenrödd , er söng blíðlega.
Hann gekk þar inn og hitti þar fyrir unga
móður, sem var að svæfa barn sitt. Hún
sagði honum frá ókunnu mönnunum frá
Austurlöndum, er hefðu komið til þorps-
ins fyrir þrem dögum, og sem sögðu, að
stjaman hefði vísað þeim leið þangað,
sem Jósep var með konu sinni og hennar
nýfædda barni, og hvernig þeir hefðu veitt
því lotningu og gefið því dýrindis gjafir.
„En ferðamennirnir hurfu aftur,“ sagði
hún, „eins snögglega og þeir komu. Við
óttuðumst þeirra undarlegu komu. Við
gátum ekki skilið hana. Maðurinn frá
Nazaret tók barnið og móður þess og flúði
sömu nóttina, og það er mælt, að þau hafi
ætlað til Egyptalands. Ávallt síðan hefur
einhver mara hvílt yfir þorpinu, eitthvað
illt er í aðsigi. Það er sagt, að hermenn
Bómverja séu á leiðinni til Jerúsalem til
að heimta af okkur með valdi nýjan skatt,
en mennirnir hafa rekið hjarðir sínar
langt inn á milli hæðanna og falið sig til
að komast hjá því að greiða hann.“
Artaban hlustaði á hennar vingjamlegu
en feimnislega tal, og barnið við barm
hennar horfði framan í hann brosandi og
rétti út litlu rósrauðu hendumar sínar til
að ná í vængjaða gullhringinn á brjósti
hans. Snertingin vermdi hann um hjarta-
ræturnar. Það var líkt og einlæg ástar-
kveðja til manns, sem ferðast hefir óra-
leiðir einn síns liðs og í óvissu, átt í harðri
baráttu við ótta sjálfs sín og efa, og fylgt
ljósi, sem hulið var í skýjum.
„Því gat þetta barn ekki verið konung-
urinn?“ spurði hann sjálfan sig um leið
og hann klappaði barninu á mjúka kinn-
ina. „Konungar hafa fæðst í lægra hreysi
en þessu, og óskabam stjarnanna getur
jafnvel fæðst í hrörlegu koti. En Guð vizk-
unnar hefir ekki þóknazt að launa mér
leit mína svona fljótt og fyrirhafnarlítið.
Sá, sem ég leita að er farinn á undan
mér svo nú verð ég að fara á eftir honum
til Egyptalands.“
Konan lagði bamið í vöggu og stóð upp
til að veita þessum undarlega gesti beina,
sem örlögin höfðu leitt inn á heimili henn-
ar. Hún setti fyrir hann mat, einfalt sveita-
fæði, en það var á borð borið af ljúfu geði,
og þar af leiðandi eins hressandi fyrir
sálina og líkamann. Artaban þáði það
þakksamlega, en meðan hann var að
snæða, sofnaði bamið vært í vöggunni
sinni og umlaði værðarlega í draumum
sínum, og friður mikill fyllti herbergið.
En allt í einu heyrðust köll og hávaði
úti á götunni, óp og hveinstafir, bumbu-
sláttur og vopnabrak, og örvinglunaróp:
„Hermennimir! Það em hermenn Hero-
desar! Þeir em að myrða bömin okkar.“
Andlit hinnar ungu móður fölnaði af
skelfingu. Hún þrýsti barninu fast að
brjósti sér og hnipraði sig út í myrkvasta
skotið í herberginu, og huldi barnið í fell-
ingum skykkju sinnar svo að það skyldi
ekki vakna og fara að gráta.
Artaban flýtti sér út í dyrnar og stóð
þar grafkyrr. Breiðu axlirnar hans fylltu
út í dyrnar og hvíta húfan hans snerti
næstum dyratréð.
Hermennirnir komu æðandi niður göt-
una með blóðugar hendur og blóðdrifin
sverð. Þegar þeir komu auga á þennan
einkennilega klædda aðkomumann, stað-
næmdust þeir forviða. Liðsforinginn gekk
að dyrunum og ætlaði að stígja honum til
hliðar. En Artaban hreyfði sig hvergi.
Andlit hans var eins rólegt og hann væri
að horfa á stjörnurnar, en í augum hans
108
AKRANES