Akranes - 01.09.1948, Side 17
ágústsól og júnimjöll.
Hyljablámi heiðavatna
hjúpar augans leifturbál.
Knúinn var i kleifum fjalla
kjarkur þinn og viljastál."
Gagnort og markvisst er kvæði Jóns um
Snorra Sturluson; sérstaklega fagurt og
innilegt kvæðið um Baldur Sveinsson rit-
stjóra, og andríkt og tilhrifamikið minn-
ingarkvæðið um Einar Benediktsson skáld,
í alla staði sæmandi þeim arnfleyga kon-
ungi andans, enda að öllu samanlögðu,
svipmesta kvæðið í bókinni. Eftirfarandi
erindi gefa nokkra hugmynd um flug,
myndagnótt og málsnilld þess kvæðis:
„Þig hamdi ekkert vald við kotungskjör.
Til konungstignar var þinn andi gjör.
Á bergið laustu ljóðasprota þinum.
Allt líf og hel þér varð að töfrasýnum.
Um höf og álfur fórstu marga för.
En aftur skjótt frá brögðum heims og brýnum,
þú beittir undir Frón með hlaðinn knör.
Þú beygðir fyrir lifsins konung kné.
Þar kaustu þínum draumum hinztu vé
og friðarhöfn úr volki œviára.
1 ástarfaðminn hneig þin sorgarbára.
Án guðs er jörðin auð að frægð og fé.
Þú gerðist vigi hinum seka og sára
og sundurkrömdum anda stormahlé.
Þú beindir starfi og von í vorsins átt.
Þinn vængur kunni ei flugið nema hátt.
Þú gerðir vora þjóðarhugsjón hærri.
Vor heimur varð að ljóði þínu stærri.
Því geymdir Frón þinn helga hörpuslátt.
Þig, hvíti svanur, ber við framtíð fjærri.
Vér fylgjum þér í sumarheiðið blátt.“
En Jón kunni líka þá list að kveðja ást-
vini sína og aðra þá, er hann unni, í ljóð-
línum, sem í einfaldleik sínum og ein-
lægni, slá á næma hjartastrengi lesandans,
eins og í kvæðunum um Guðbjörgu systur
hans og séra Magnús Helgason.
Manndómur og hreystihugur voru
skáldinu að skapi um annað fram, og því
er hið hreimmikla kvæði hans um Jón
Ölafsson skipstjóra og „Sjómannaljóð1’
hans, er verðlaun hlaut, runnin heint
undan hjartarótum hans. Sama máli gegn-
ir um kvæðaflokkinn um Pál í Svinadal,
og er margt fagurra kvæða og myndauð-
ugra í þeim einyrkjaóði.
Kvæðið „Sofið laust“ ber því vitni, að
örlagaþrungnir atburðir aðdraganda ára
heimsstyrjaldarinnar hafa eigi látið Jón
ósnortinn, né heldur þung örlög frænd-
þjóðanna á Norðurlöndum, eftir að þau
soguðust inn í hringiðu styrjaldarinnar.
eins og hið kröftuga kvæði hans „Norð
menn“ sýnir ótvirætt. En þó að æðandi
stormur samtíðarinnar nístu hann inn i
hjartarætur, hélst framtíðartrú hans ó-
breytt:
„Vegna þess að heimi hærri
hugsjón lifir fegri, skærri
bak við alheims strið og strönd.“
Hann var einlægur trúmaður í víðtækri
og djúptækri merkingu orðsins, eins og
AKRANES
sjá má ljóslega víða í kvæðum hans, og þá
eigi síður í sálmunum þrem í þessu síðasta
kvæðasafni hans, en tveir þeirra, sjó-
mannasálmurinn „Líknargjafinn þjáðra
þjóða,“ og lofsöngurinn, „Göngum vér
fram,“ eru teknir upp i nýju sálmabókina
íslenzku. Þetta er niðurlagsvers hins síðar-
talda:
„Hefjum í dag til dýrðar þér,
drottinn vor, lofgerð nýja.
Gjörum það fyrr en ofseint er
undir þinn væng að flýja.
Gef að vor þjóð
ei missi móð,
mæti oss élið þunga.
Helgist vort ráð.
Um lög og láð
lofi þig sérhver tunga.“
Annars hefur Jón Magnússon lýst sjálf-
um sér og lífsskoðun sinni ágætlega í þessu
erindi úr minningarkvæðinu um Baldur
Sveinsson:
„Þú mætavel það vissir,
ef veröld bæta skyldi,
að óskavopnið eina,
er ást og bróðurmildi.
Og sannlega sá er mestur,
þótt sé af fáum kenndur,
sem geymir yl og geisla
og gefur á báðar hendur."
Þess vegna var hinum mörgu vinum
hans, eigi síður en íslenzkum ljóðavinum
almennt, svo mikill harmur kveðinn við
fráfall hans á bezta skeiði. Þeir hörmuðu
jöfnum trega hið ágæta skáld og göfug-
mennið.
Búnaðarbankinn
Framhald af bls. 103.
ar háar tölur í sambandi við svo mikla
byggingu. Þegar bankastjórinn sagði mér,
að allt þetta kostaði 41/2 miljón króna,
undraði mig stórlega, að upphæðin skyldi
ekki vera hærri. Miðað við allar aðstæður,
er þetta hlutfallslega svo lágt, að athyglis-
vert er og til eftirbreytni. Það er ljóst
vitni um, að með nákvæmni, hyggindum
og alúð hafi verið unnið, og óvenjulega
góðri samvinnu allra aðila.
Bændur landsins mega vera hreyknir
af þessari fyrstu bankabyggingu þeirra,
og vera þakklátir Hilmari Stefánssyni,
bankastjóra fyrir þann stórhug, fram-
sýni og myndarskap, sem húsið ber gott
vitni um. Einnig húsameistaranum, Gunn-
laugi Halldórssyni, fyrir þann mikla hlut,
sem hann á í þessu verki. Þetta hæfir
fullkomlega meira en þúsund ára gamalli
stétt og aðalatvinnuvegi landsins frá land-
námi þess til vorra daga.
Með þessari traustu byggingu hefur is-
lenzka þjóðin verið minnt á, að fylgja
hinum snjöllu vísdómsorðum meistarans,
Jónasar Hallgrímssonar:
AKRANF.S
Nú er bjart um Skipaskaga,
skín á nes og vör,
sendir honum ástarauga
aldin jökulskör.
Hillir uppi gömlu GarSa,
goSa kostajörS,
leikur mildur, austrœnn andi
yfir BorgarfjörS.
Fiskisœlir fjarSar álar
fáSma auSugt land,
brotnar faldhvít undiralda
inn viS Langasand.
HeiSin ber aS baki sveitar
bjartan hamrastall,
yfir bœ i bráSum vexti
brosir Akrafjall.
Er hér margt, sem augaS laSar:
önn i sveit og bœ,
vaskar hendur, vinnufúsar,
verk á landi og sœ,
már á báru, síld í sundum,
sílgrœnt hey á teig,
höfuSborgin handan flóans
heilsar gullineyg.
Úr faSmi hafnar hraustir sveinar
hrinda skeiS á mar,
hlýjar kveSjur hýrra meyja
heiman fylgja þar.
Flyij^ heim á kyrru kveldi
knerrir dýran feng.
Hafsins auSur hefir löngum
heilláS röskan dreng.
Heill þér, drottning flóans fagra,
fengsœlt Akranes,
meSan brag viS bakka þína
bylgja hvikul les.
AuS og giftu góSra vœtta
gríptu höndum tveim,
fylgi hún hverju fleyi þínu
farsœllega heim.
RAGNAR JÓHANNESSON.
„Traustir skulu homsteinar
hárra sala;
í kili skal kjörviður;
bóndi er bústólpi
— bú er landsstólpi —
því skal hann virður vel.“
Skáldið skildi til hlítar, að allt verður
að engu, ef ekki er á bjargi byggt.
Eg óska Búnaðarbanka íslands til ham-
ingju og heilla með þessi húsakynni, sem
á réttum tima eru hugsuð og fullgerð,
með svo mikilli festu, framsýni og traust-
leik, að óvenjulegt er og til mikillar fyrir-
myndar í bráð og lengd. Ó.B.B.
113