Akranes - 01.09.1948, Page 20

Akranes - 01.09.1948, Page 20
Þarf ekki lengur að gæta hófs? I. Nú er öldin önnur. Aðeins áratugir, Síðan eitt eða örfá skip komu árlega til landsins með brýnustu nauðsynjar handa hungruðum landslýð. Þá voru engir vegir, nema troðnir slóðar hesthófsins eða gang- andi manna, sem vart ferðuðust á annan veg milli héraða á vetrum. Nú fara menn í lofti, á láði og á legi, allt eftir því sem hver kýs sér og þörfin kallar. Ekki aðeins innan lands, eða með ströndum fram, heldur og um heim allan. Fyrr var hér fárra frétta völ. Þá bárust hingað ársgamlar fréttir utan úr hinum fjarlæga heimi. Nú veit hver maður í hinni afskekktustu byggð landsins, svo að segja á samri stund hvað skeður, hvar sem er í veröldinni. Heimurinn hefur minnkað. Hin litla þjóð heyrir nú ekki lengur eftir á óminn af því sem er að gerast. Hún er nú farin að nálgast það að vera limur á sama líkama. Jafnvel heimsviðbm-ðirnir koma hér við og kveðja dyra, hjá kotbónd- anum á hinni afskekktu ey, sem áður var langt frá öðrum þjóðrnn en er nú í þjóð- braut. Hér er um mviklar breytingar að ræða. Breytingar, sem oss er nauðsyn að gera oss ljósar. Sem hafa opnað dyr á víða gátt og skapa oss ábyrgð og áhættu, sem hvor- ugt er oss enn nógu ljóst. Allir þessir miklu möguleikar eiga og þurfa að leiða þjóðina til meiri þroska, menningar og hagsældar. Það getur þó því aðeins orðið, að hún sýni framsýni, festu og fyrirhyggju, og kunni vel að velja milli hófsamra nautna og nytja á hinni miklu öld tækniþróunarinnar. Munurinn á lífi þjóðarinnar fyrr og nú, er sem dagur og nótt. Erum vér þá ekki ánægð? Er þá nokkuð að? Áður fyrr urðu íslendingar aðallega að bjargast af því, sem framleitt var í landinu sjálfu, og til viðbótar því, sem hingað flaut — seint og siðar meir — fyrir kóngs og kaupmanns náð. Kom — stundum skemmt, — tóbak og brennivín. Uú get- um við ekki lifað án stórfeldra stöðugra siglinga, með flestar þarfir vorar, æts og óæts til lífsins viðurhalds. Þetta sýnir ljós- lega hin breyttu viðhorf um lí'fsvenjur, sem aftur krefur aukinna afreka í tilsvar- andi mæli. Um sex ára skeið frá 1939, bjuggu margar þjóðir víðsvegar um heim við ótta, kvalir, hungur, klæðleysi og ótrúlegar hörmungar. Svo illkynjaðar og alvarlegar, að heimurinn er enn sem af hjörunum, með ógnum, áhættu og erfiðleikum, með- an vér enn vitum ekki hvað búsorgir eru, eða viljum ekki vita. Vér heyrum enn á- En vér heyrum líka breddim brýndar að nýju og næstum að >egja vopnagný standa fyrir dyrum, milli þeirra aðila, sem nýlega börðust gegn sameiginlegum óvini, þar sem stundum sást vart á milli hvorir sigra mundu. Imyndaðir hagsmunir og hættur, brýna nú á báða bóga hið deiga jám úr nýlokinni styrjöld. Hugsandi, að hafa nú enn nóg, fyrir herguðinn til að bíta og brenna, myrða og mylja. Þó ekki sé heima í hverju landi, — né að heiman, — hægt að miðla hungruðum fæði eða klæði til að geta hjarað. Er ekki allt þetta ihugunarefni fyrir þessa litlu þjóð, þótt hún geti litlu ráðið um afskipti þessara miklu risa af örlögum heimsins, framtíð mannanna og farsæld. 1 sjö aldir hefur oss verið stjórnað af stærri þjóð, sem vér færum fátt til gildis á þeim.langa reynslutima húsbóndavalds- ins. Nú erum vér lausir við þá ánauð, sem sú kúgarhendi skapaði. Vér höfum sjálfir tekið í hendur stjórn eigin mála. Er oss það yfirleitt nógu ljóst? Þjóðin var um margar aldir undirokuð og vamað að njóta sín. Það hefur nú vissulega sannast að svo var. En kann þjóðin nú að gæta hófs? Að gæta fengins fjár? Að takmarka kröfur sínar og þarfir, við það, sem hægt er og mögulegt að veita Hefur ekki hinn tiltölu- Iega fljótfengni, batnandi hagur, — sér- staklega fyrir tilverknað utanaðkomandi óheillaafla — svæft um of samvisku vora fjn-ir því, hvað em ósómasamleg takmörk fyrir eigin ávinning og hollt og heillavæn- legt með hliðsjón af heildarhag lítillar þjóðar, sem kemur sem dvergur úr álög- um sjÖ alda, og þykist þrátt fyrir allt vera maður með mönnum? Á vor eigin kynslóð t.d. nógan þátt í fengnu frelsi, — með óþreifanlegri fórn eða þegnskap, — til þess að oss geti skilist sú varðstaða, sem hún þarf að halda á, gegn hættum úr ýmsum áttum? Vér látum þar þegar lúður gjalla, að því er snertir utanaðkomandi hættur. En er oss eins ljós sú hætta, sem getur komið innan frá? Þarf einmitt ekki fyrst og varanlegast að fyrirbyggja þær hættur, til þess að varð- staðan sé „fullsterk“ gegn þeim, sem af hafi sækja? Vér emm enn — og viljxnn vera — á stríðstima siglingu undir fullum seglum hins gálausa manns, ef hreinskilnislega er talað. Þar á svo að segja öll þjóðin óskilið mál. Þar sem hver hefur magnað annan til margs þesS, sem leiðir til ófarnaðar, en ekki fyrirhyggju og aðgæzlu. Þjóðin er yfirleitt orðin gegnsýrð af gróðafíkn, án tillits til nægjanlegs hlutfalls milli afkasta arðs og áhættu, eða hafandi auga á nokkr- þetta er orðið megin sjónarmið heillar þjóðar, beygir hún fljótt á lið til grafar, svo í tímanlegum sem andlegmn efnum. Til skamms tima hefur það fremur þótt skammaryrði með þessari þjóð, að vera kaupmaður, enda oft ýmislegt gert af lítilli hófsemi til að ófrægja þá. Var og er við- brugðið ágirnd þeirra og illum hvötum. Jafnvel mannúð þeirra og manndómur ýmissa, hvarf í skuggann fyrir áróðurs of- stæki, sem lengi hefur verið reynt að rækta með þjóðinni í þeirra garð. Því er minnst á þetta hér, að mér virðist, þegar ég renni huganum til ýmissa þeirra kaup- manna gamalla, sem ég þekkti til af eigin raun eða annarra frásögn, að þeir hafi verið heilsteyptari, heiðarlegri menn i sínum verkahring, en mikill fjöldi fólks nú, sem ekki ber kaupmannsnafn, en eru þó mikið meiri kaupmenn og nota aðstöðu sína til kaupmennsku alls staðar, sem hægt er að koma henni við, í miklu ríkari og óskammfeilnari mæli en kaupmennirnir gerðu yfirleitt nokkru sinni. Þeir lögðu á vöruna eftir ákveðnum sanngjömum regl- um. Þeir töldu þetta sanngjarnar „leik- reglur,“ sem alltaf var miðað við, og þær hafðar i heiðri, án utanaðkomandi aðhalds eða þvingana. Ef satt skal segja, virðist mér nú sem flestir strákar og stelpur, fjáðir menn og fátækir, ungir menn og eldri, hafi sízt minni hyggju og útispjót en kaupmennirnir til að selja allt sem ha>gt er að selja og seðja gróðafíkn sína, sem aldrei verður södd. Heldur svengir því meir, sem í er látið. Þegar fólk er komið á það stig, að lifa fyrir fé, og miða allt við fjármuni eina, sem engan tilgang hafa annan en að vera gjaldmiðill milli manna og þjóða. Nú er því of mikill hluti þjóðar- innar, sem stundar kaupmennsku í vafa- samri og leiðri merkingu þess orðs. Ef einhver á gamlan hlut, sem einhver gæti nú notað í staðinn fyrir nýjan, dýran, þá þykir vel mega selja hann, jafnvel dýr- ari en þann nýja. Hann er þó engin stríðs- framleiðsla segja menn. Allt er nú notað, sem rök til svæfa vonda samvizku, okur og eigingirni, sem er að verða þjóðarlöstur. Þegar enginn nennir eða vill hreyfa hönd eða fót nokkrum manni til hægðar nema gegn margföldum tryggingum og gjaldi, sem er meira virði en sú aðstoð, sem látin er af hendi, oft utan garnar og út úr neyð. I þessu sambandi skal ekki dregin dul á, að ýmsir kaupmenn og „iðjuhöldar“ ■— ef hægt er að kalla nokkuð því nafni hér á landi, — hafa tekið sér vald fram vfir hóf, að okra á almenningi á síðustu striðs- timum. Þeir eru hvorki betri né verri en almenningur í þeim efnum, því að hver hefur gert þetta eftir „beztu getu“ á þess- um árum, og engan spurt, og engum taljð kall þessa þjakaða fólks, um brauð og frið. um sjónarmiðum, nema arðs von. Þegarsig þurfa að standa reikningsskap á þvi. 116 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.