Akranes - 01.09.1948, Qupperneq 24
LJOSMOÐIR
1 tilefni af áttatíu ára afmæli Guð-
rúnar Gísladóttur, ljósmóður á Söndum,
var hún hinn 9. október s.l. kjörinn heið-
ursborgari Akranesbæjar. Heiðursborgara-
skjalið var afhent Guðrúnu með hátíð-
legri athöfn í Akraneskirkju, í sambandi
við kirkjuhátíð ársins, sem nú var haldin
hinn 31. okt. s.l..
Kirkjan var fullskipuð fólki á öllum
aldri. Bæjarfulltrúar voru viðstaddir.
Yngstu Ijósu-börn Guðrúnar stóðu heið-
ursvörð um hana, og drengur og stúlka úr
þeirra hópi leiddu hana til sætis í sama
mund og afhending heiðursskjalsins skyldi
fara fram. Forseti hæjarstjómar, Ólaíur
B. Björnsson, afhenti henni skjalið með
ræðu þeirri, sem hér birtist á eftir. Þá
talaði bæjarstjóri, Guðlaugur Einarsson,
og form. Kvenfélagsins, frú Þóra Hjartar,
nokkur orð til hins nýkjörna heiðurs-
borgara. Að þvi loknu þakkaði Guðrún
með velvöldum, látlausum, auðmjúkum
orðum, þann sóma, er henni hafði verið
sýndur. Þá steig sóknarpresturinn, sr. .Tón
M. Guðjónsson í stólinn. Minntist hann
kirkjudagsins,og einnig Guðrúnar ljós-
móður, með hlýjum þakklætisorðum.
Kirkjukórinn söng, einnig flokkur skóla-
hama. öll athöfnin fór sérstaklega vel
fram og hátiðlega og verður vafalaust
mörgum minnistæð.
Guðrún hefur verið hér ljósmóðir í tugi
ára. Hún hefur ekki aðeins verið ljós-
móðir, heldur og hjúkmnarkona og hjáip-
arhella fjölda sjúklinga, meðan hér var
engin hjúkmnarkona.
Lífið nota margir misjafnlega. Sumir
synda áfram í sinnuleysi eins og rekald
allt sitt líf. Aðrir hugsa mest um að oln-
boga sig áfram, allt með eigin hagsmuni
og ávinning fyrir augum. Einn flokkur
manna, er heilsteypt, hugsandi fólk, það
byggir upp líf sitt og athafnir allar með
samtíð og framtíð fyrir augum. Svo em
enn aðrir, — sjálfsagt fánienriastir, —
Drottinn Paradísar hló, opnaði hlið
Paradisar upp á gátt og sagði:
„Ómar, þú sem ert einn af höfðingjum
jarðarinnar! Vegna þess, að þessi litli
tötrasnáði biður þér griða, skalt þú lika
vera velkominn í ríki mitt.“
Þegar sá litli heyrði þetta, várð hann
svo glaður, að hann þaut irin í Paradís á
undan hinum, hann var svo bráðlátur og
forvítinn.
En ef til vill var það Ómar, sem var
glaðastur, þegar hann gekk inn um hliðið
— álútur, áuðmjúkur og þakklátur, -—
síðastur þeirra allra.
ENDIR.
HEIÐRUÐ
GuSrún Gísladóttir, IjósmóSir.
óvenjulega göfugar sálir. Allt framyfir
naumustu éigin lífsþarfir sitja þeir skör
lægra en umhyggju og ávinning öðrum —
sem flestum —- til handa. Þar er um
ekkert manngreinarálit að ræða, því að
allir em þeirra náungar. Þeir telja það
hina sjálfsögðustu lífsnauðsyn að verða
öðrum að liði, og það hina mestu skyldu
við lífið og allt, sem þeim er lánað.
Svona hafa einstaklingamir verið á
öllum öldum og eru enn, en því aðeins
erum vér á réttri leið, að öfgamar, ein-
sýniri og sjálfshyggjan sé ekki það, sem
allt lífið snýst um. Því er það skylda vor
og sérstakur heiður að hylla þá, sem á
langri æyi sýna fagurt fordæmi í þessa
átt. Þeirra, sem með öllu lífi sínu auka
almenna heill og lífsfyllingu til handa
þeim, sem bágt eiga, eða ekki alltaf sitja
sólarmegin í lífinu. Þessi veigamikli þáttur
þyrfti að marka dýpri spor með hverri
samtíð en átt hefur sér stað hingað til.
Þar hefur Guðrún ljósmóðir gefið gott
fordæmi.
Hér fer á eftir ræða forseta bæjar-
stjómar við þetta tækifæri:
„Heiðurskona!
Háttvirti söfnuður!
Þar sem frelsi og farsæld er fullmelm,
er viðurkennt að kærleikurinn sé mestur.
Kærleikurinn er undraaflið, enda upp-
runnin þaðan, sem honum fylgja fyrir-
heit um eilífðar ávöxt. Kærleikurinn er
blysið og hin blíða hönd í lífi manna og
þjóða. Þar sem kærleikurinn drottnar, er
lífið leikur. Með honum fer engill lifsins,
og dregur úr sore og sárum, og þregður
birtu yfir það, sem áður var dimmt og
drungalegt.
Kærleikurinn lyftir og læknar, gefur
lífinu gildi fyrir eigin persónu, og stráir
blómum á lífsveg samferðamannanna.
Kærleikurinn gerir bæ byggilegan, og
þjóðina að hamingjuheimili. Hann einn
er og þess megnugur að friða heiminn
og forða honum frá eyðileggingu og ofur-
magni vonzkunnar.
Hvem þann, sem velur sér þessa liam-
ingjuleið, styður hulin hönd hvert fótmál.
Sú sál, sem hefur fastnað sér kærleikann,
verður aldrei viðskila við hann. 1 honum
er uppspretta þeirrar þjónustu, sem skapar
samferðamönnunum lífsfyllingu og marg-
faldan ávöxt alls þess, sem raunverulega
er eftirsóknarverðast í lífinu. Hann er í
ætt við himininn og ber þaðan á vængjum
sínum vissu mannanna um endanlegan
sigur yfir vonleysi þeirra og kvíða. 1
þessu alveldi kærleikans er mannanna
einasta von og fullkomna fyrirheit. Þeir,
sem hér em höndlaðir af kærleikanum,
em því sendiboðar Guðs á þessari jörð.
LjósmöSir.
Hvilíkt lausnarorð er þetta ekki á voru
hreimfagra meitlaða máli. Það lýsir af
því, og það kemur á móti oss, með faðminn
fullan af angandi blómum og ilminn legg-
in- fyrir vit vor. Þetta orð festist ekki við
aðra en þá, sem lúta leiðsögu kærleikans,
sem er faðir og móðir lífs og ljóss.
Kœra GuSrún IjósmóSir!
Þú hefur íastnað þér kærleikanum
fyrir fullt og allt. Hann segir ekki skilið
við þig, og þú ekki við hann. Hann hefur
verið ljós og aflgjafi í lífi þínu, til heiðurs
þér og blessunar þeim, sem þú helur
líknað á langri ævi. 1 þeirri þjónustu eru.
falin þau laun, sem mest eru virði og
duga þér lengst, um leið og það getur hafa
visað mörgum einstaklingum á hina sönnu
hamingjuleið, og þokar þeim meira en
nokkuð annað í rétta átt.
Að skilja þetta og meta rétt, er hin
mesta nauðsyn samfélagi voru og hefur
varanlegt gildi fyrir það í bráð og lengd.
Kærleikurinn fer aldrei í felur, þótt hann
auglýsi sig ekki á götum og gatriamótum.
Þótt þú hafir verið hlédræg, Guðrún, og
ekki auglýst kærleiksverk þín, hefur þjón-
usta þín verið svo einlæg og alger, að
hún hefur ekki farið fram hjá neinum
þeim, sem haft hefur opin augu og eyru
siðustu áratugi. Fyrir því vill þetta bæjar-
félag sýna þér lítinn vott þakklætis, með
því að sæma þig hinum mesta heiðri, er
það á yfir að ráða, og hefur því hinn 9.
október s.l. kjörið þig heiðursborgara sinn.
Þú .ert fyrsta konan hér, sem hlýtur
slíkan heiður. Eg vona, að margir muni á
eftir fara og hljóti slíkan heiður fyrir
þjónustu við kærleikann í sem flestum
myndum. Meðan sú röð heldur áfram með
A K R AjN E S
120