Akranes - 01.09.1948, Síða 26
BYLTING TIL BATNAÐAR
n. GREIN.
Á gömlu Grund.
1922—1930
Flestir kannast við, að þótt snúninga-
samt sé að stofna nýtt félag, eða fyrirtæki,
þá er oft sízt minni fyrirhöfn að sjá um,
að það blómgist og nái tilgangi sínum.
— Elliheimilið var engin undantekning í
þeim efnum.
Þótt samskotin gengju vel, voru útgjöld
meiri; og því erfitt að standa í skilum
framan af. Samt var ekki sótt um opin-
bera styrki.
Innheimta vistgjalda var stundum
fyrirhafnarsöm, einkum hjá utanbæjar-
mönnum. Vandfarið var með ýmsa tauga-
veiklaða einstæðinga, sem fluttust að
Grund. Starfsfólk og stjómarmenn voru
óvanir að umgangast svo mörg gamal-
menni. Aðsókn var svo mikil að oftast
sváfu fjórir í hverri stofu, — og var þó
mörgum vísað frá. En þrönghýli veldur
oftast ýmsum erfiðleikum.
Siðast en ekki sízt varð heimilisstjórnin
að hafa alla umsjón alveg í hjáverkum
vegna annara starfa.
Haraldur Sigurðsson fékk vandasamasta
hlutverkið. Hann var féhirðir fyrirtækis-
ins, og ráðsmaður heimilisins, þótt vér
hinir hefðum hönd í bagga með flestum
framkvæmdum. Kauplaust vann hann tvö
fyrstu árin meðan þröngt var i búi, en
eftir það voru „árslaun11 hans 200 krónur.
Þakklæti vistmanna var honum meira
virði en peningar, og það fékk hann i
ríkum mæli.
Sumu fólki var dálítið erfitt að trúa
því að stjórnendur heimilisins tækju ekkert
fyrir ómök sín og ótal heimsóknir að
Grund. Sjálfseignarstofnanir voru svo
fáar að sumir ókunnugir voru lengi að
átta sig á, að fjármál Elliheimilisins væru
alveg óviðkomandi eigmrm stofnend-
anna.
En þrátt fyrir öll þessi og fleiri vanda-
mál, sem úr varð að leysa, gekk bæði
heimilislíf og búskapur furðu vel.
Fólk kvartar um erfitt lundarfar ýmsra
gamalmenna. Oft er of mikið úr því gert.
Yngri kynslóðin er óþarflega óþolinmóð
við þá eldri. Mér hefur reynst hezta ráð
við þessari óþolinmæði að hlusta í næði
á æfisögur ýmsra aldraðra raunabarna, og
íhuga þá meðferð, sem margir munaðar-
leysingjar hlutu til skamms tíma. Eg
átti t.d. erfitt með að átta mig á því fyrst
í stað hvað sumir vistmenn á Grund urðu
gramir, ef sagt var við þá spaugsyrði. Eg
vildi venja fólkið við saklaust spaug, en
tókst það lítt í fyrstu. Man ég eftir að
Júlíus Árnason sagði oftar en einu sinni,
á eftir spaugsyrði mínu: „Hann segir
nú þetta i spaugi.“ Sú skýring kom mér
i rauninni vel.
Eg kann margar raunasögur aldraðra
manna, og hef tekið eftir því, að marg-
oft hafa þeir og þær, sem skapstyggð fylgir
í ellinni, átt mörg erfið æskuár.
Byrjar þá æfisagan oft þessu likt: „Þegar
ég var harn, hraktist ég frá móður minni.“
„Þegar eg var níu ára, varð ég að fara að
vinna fyrir mér.“ „Þegar eg var um ferm-
ingu, hafði ég verið á níu heimilum“
o.s.frv.
Hér eru fjórir smákaflar úr þessum
raunasögum, og ég bið unga fólkið, sem
óþolinmótt kann að vera við gamalmenni,
að íhuga þau sögubrot vandlega:
1. ) Á auða hásnum í fjósinu stalst ég til
að draga fyrst til stafs. Kálfsblóð, um-
búðarpappír og fjöðurstafur voru
„skriffærin." Þegar húsbóndi minn
komst að „þessu uppátæki,“ tróð hann
„skriffærin“ undir fótum sér, og gaf
mér utan undir.“ —
2. ) „Þegar ég var níu ára, lokaði hús-
móðir mín mig inni í baðstofu hjá
líki nýdáins manns, er ég hafði alltaf
verið hrædd við, meðan hann lifði.
Húsmóðirin fór út á engjar til að
sækja piltana, — en ég var svo lítil,
að ég gat skriðið út um baðstofuglugg-
ann, annars hefði ég brjálast af
hræðslu." „Oft var ég svo svöng, að
ég nagaði skóbætur, þegar ég var að
smala.“
3. ) „Þegar ég var 19 ára, var ég kaupa-
kona á ríkisheimili. Þegar ég var talin
ferðafær, var ég flutt um hávetur
hreppaflutningi yfir þvert ísland til
heimilis mins í öðrum landsfjórðungi.
Þess bíð ég aldrei bætur.“ —
4. ) „Eg stóð í fjörunni hjálparvana og
heyrði hljóð mannsins mins og tveggja
stjúpsona minna, er voru að drukkna
örskammt frá landi. Daginn eftir
jarðarförina, kom oddvitinn „að taka
upp heimilið“ og ráðstafa börnunum
minum.“ “
Þegar ég kom til að spyrja þessa konu,
hvort það væri að hennar vilja, að henni
væri ráðstafað að Grund, var svo mikill
reykur úr ofnkríli í herbergiskitrunni, að
ég ætlaði varla að sjá rúmið, þar sem
gamla konan lá.
Enn er eitt ótalið, sem mörgum svíður
i ellinni, og ekki bætir skapið, þótt um
það sé oftast fátt talað, og það er ónær-
gætin aðbúð yngri vandamanna. Eg tala
ekki um heimilis-illindi, um þau geta
allir dæmt, en hitt gleymist fremur, að
afskiptaleysi getur einnig valdið sársauka.
„Það má enginn vera að því að sinna
mér. — Það er eins og eg sé alls staðar
fyrir, — og þá er betra að fara á Elli-
heimilið" — hefi ég heyrt sagt, og séð,
að vandamennirnir koma mjög sjaldan að
heimsækja gamalmennið, sem þráir hlý-
legt handtak barna og barnabarna eða
annara, sem það kallaði ástvini. — Svo
kom likkistan seinna — og þá komu „ást-
vinimir,“ og þá komu blómin, sem betur
hefðu komið fyrri, komið á borðið hjá
þeim, sem nú var farinn.
Þetta eru undantekningar, sem betur
fer. En játa má ég, að ég hefi oftar en
einu sinni orðið að gæta mín, svo að ég
hreytti ekki ónotum að því „vandafólki.“
sem virðist ekki hafa haft áhuga á að sýna
gamalmenni alúð og umhyggjusemi fyrr
en líkkistan var komin.
Eg man eftir tveimur gömlum konum,
er grét.u, þegar þær minntust á að barna-
börnin „fengju ekki að koma til þeirra."
En oftar er hitt, að afi eða amma vilja
ekkert á það minnast, hvað þau séu ein-
mana. Þau eiga enn fórnfúsa kærleiks-
lund, sem forðast að láta nokkurn skugga
falla á gleymda vandamenn.
Þegar allt þetta er íhugað, þá ætti
enginn að furða sig á því, þótt taugar og
skapferli sé ólíkt hjá sjötugu til níræðu
fólki og hinu, sem er á bezta aldri.
Æskan „í gær“ og „í fyrradag“ áttu
bæði oft við erfiðari kjör að búa en æskan
„i dag.“
En æskan „í dag“ kann færri hænir
og sálma en flestir þeir, sem nú eru
gamlir, og er í raun og veru miklu lakar
undir þau ár búin, þegar vinnuorka er
horfin, og sjónin svo biluð að hækur verða
nærri til ama. Þegar ég sé hvað „gömlu
bænirnar" og „gömlu sálmarnir,“ og þá
fyrst og fremst Passiusálmarnir, sem æsk-
an lærði fyrrum, eru mikil blessunar-
uppspretta á löngum dögum hálfmyrkurs,
þá hugsa ég með meðaumkun til fátækrar
elli þeirra, sem fátt eða ekkert læra eða
muna nú af því, sem nokkurn elliforða
geymir. —
Fróðleikur alþýðu er meiri nú og marg-
brotnari en fyrrum, en „saltið" vantar,
og því bila taugar við fyrstu áföll og geð-
veiki ágerist að miklum mun.
Dæmum því vægt um þá, sem þreyttir
eru orðnir eftir æfilangan barning. —
Húsakynnin á gömlu Grund voru fá-
tækleg eins og þegar er sagt. Er mér
minnisstætt, er finnsk söngkona, sem
komin var til að syngja fyrir heimilis-
fólkið, spurði, er hún gekk um herbergin:
„Er þetta eina elliheimilið í Reykjavík?"
Eg varð að játa því, en um leið hugsaði
ég: „Kannske oss auðnist að koma upp
síðar elliheimili, sem Reykjavík getur
sýnt útlendingum kinnroðalaust."
Fáir vistmenn fundu samt til þessarar
fátæktar. Það var ekki úr háum söðli að
detta fyrir þá um húsakynnin.
122
AKRANES