Akranes - 01.09.1948, Side 32

Akranes - 01.09.1948, Side 32
Fyrsta bygging Jóns í Hákoti var torf- bær, en árið 1874 byggir hann þar hús með steinveggjum, en timburgöflum niður fyrir neðri glugga. Á húsinu var allmikið ris, og gluggar á því. Eldhús var í hinum gamla frambæ, en inngangsskúr úr timbri, milli húss og bæjar. Um svipað leyti byggir Jón og timburhjall, 6x5 al. Þetta þóttu veglegar byggingar í þá daga. Oft og lengi var fjölmennt í Hákoti, leigendur, vinnufólk og vermenn. Átti Jón gott með að umgangast fólk. Ákaflega kátur og léttlyndur, greiðvikinn og góður drengur. Til síðustu stundar hélt hann gáska sínum og gæskulausri glettni. Aldrei sleppti hann til dæmis tækifæri tl að grín- ast vð börn og leika við þau. Á yngri árum var Jón glæsilegur maður, geðgóður og kátur alla tíð. Snemma á árinu 191 <) afhenti hann dóttursyni sínum, Valdimar Jónssyni hús og lóð í Hákoti, samkv. samningi þar um. Eftir sem áður dvöldu þau hjón i Hákoti meðan Jón lifði, en hann andaðist 30. desember 1920, eins og áður segir. Eftir að Anna dóttir þeirra giftist, var Hróðný með henni og andaðist hjá þeim hjónum 4. september 1937. Valdimar var sonur Elísabetar Jóns- dóttur í Hákoti, eins og áður segir, og manns hennar Jóns Jónssonar frá Fosskoti í Miðfirði Valdimar var fæddur í Háu- hjáleigu hér á Nesinu, 24. desember 1891, en þar bjuggu þau hjón áður en þau flutt- ust hér i Skagann. Valdimar gerðist snemma sjómaður og stundaði hann meðan honum entist aldur til, um margra ára skeið vélamaður á mótorbátum. Kona Valdimars var Sveinbjörg Ey- vindsdóttir, sú er enn býr í Hákoti. Einka- sonur þeirra er fyrmeíndur Eyvindur Valdimarsson, stúdent, sem nú er um það •að ljúka verkfræðinámi við Stokkhólms- háskóla í Svíþjóð. Sveinbjörg er fædd í Galtarholti í Skil- mannahreppi 17. apríl 1902. Dóttir Ey- vindar Bjarnarsonar frá Vatnshorni i Skorradal, og konu hans Þórdisar Sigurðar- dóttur Halldórssonar, systur Kristjáns á Heynesi og þeirra systkina. Þegar Sveinbjörg tók við húsmóður- störfum í Hákoti, var hún aðeins 17 ára gömul. Fékk hún snemma að berjast við andóf og erfiðleika, því að hún missti mann sinn í sjóinn 1922, með m/b. Heru, en þar var Valdimar vélamaður. Hann var ákaflega prúður maður, stilltur og vand- aður til orðs og æðis. Sveinbjörg er afburða dugleg kona, hyggin og stjórnsöm, er ekkert fjær henni en gefast upp og hafast ekki að, og má sjá merki þess. Þegar hún var búin að vera ekkja í fjögur ár, jafnaði hún húsum í Há- koti við jörð, en byggði hið snotrasta timburhús, nr. 28 við núverandi Kirkju- braut. Hún kom syni þeirra til manns og mennta, eins og áður er sagt, algerlega hjálparlaust og af eigin rammleik. Má af því sjá að ekki er dagsverkið alllítið, auk þess að sjá fyrir móður sinni aldurhnig- inni. En þær hafa ávallt saman verið, og þolað súrt og sætt. Hinn 30 desember 1937, giftist Svein- björg í annað sinn, Sigurði Guðnasyni, frá Botni í Súgandafirði. Hann er nú vélvirkjanemi hjá vélsmiðjunni Logi hér í bæ. 50. Litlubrekka. Þetta býli er byggt árið 1865 af Ólafi Magnússyni. Hann var sonur Magnúsar Ólafssonar í Heimaskaga og Guðríðar Einarsdóttur, (síðari konu Magnúsar í Lambhúsum). Þessa fólks hefur oft verið getið hér áður í þessum þáttum. Kona Ólafs í Litlubrekku var Málfríður Ás- bjömsdóttur, Péturssonar frá Brekkubæ. Þau bjuggu fyrst í Krosshúsinu og á Grund, en í Litlubrekku eftir þetta. Böm þeirra voru þessi: Ásbjörn snikkari, (hjá Völundi í Beykjavik) Jón, síðar á Brnnna- stöðum, Magnús, í Ármóti og á Bjargar- steini, Ólafur og Guðríður, sem lengi bjuggu í Litlubrekku. Hvorugt þeirra gift- ist, en Guðríður átti son einn, Svein að nafni. Hann fórst ásamt fleiri Akumes- ingum árið 1912 á fiskiskipinu „Svanur- inn“ frá Beykjavík, og mun þá hafa verið 1 7 ára. Árið 1894 tekur Jón sonur þeirra hjóna við húsforráðum i Litlubrekku, en Ólafur og Guðríður árið 1902. Málfríður andaðist 23. íebrúar 1894, en Ólafur Magnússon 3. april 1914, og er þá talinn 80 ára gamall. Áður er minnst á Svein, son Guðríðar. Hann átti hún með Davíð nokkrum Jakobssyni, ættuðum úr Andakíl. Hann var bróðursonur Ingríðar í Norðtungu, seinni kona Jóns i Norð- tungu, var m.a. mörg ár vinnumaður á Steinum. Hann mun hafa átt þrjú böm, sitt með hverri konu. Son átti hann, — Valdimar að nafni, — með Guðbjörgu, Stefánsdóttur, systur Valda á Kringlu. Sá Valdimar býr nú á Guðnabakka. Davíð var hinn geðþekkasti maður og góður drengur. Eitthvert tryggða-samband hefur enn verið milli Guðríðar og Daviðs barnsföðurs hennar, því svo virðist, sem hann haíi flutt hingað alkominn sama árið sem Sveinn drukknar. Má telja þetta víst, því í október 1913 er á manntali í Litlubrekku Davið Jakobsson, 49 ára að alrdi. Hefi ég fyrir satt, að það hafi ekki verið minnst fyrir hans áeggjan og öflugan stuðning, sem ráðist var í að byggja 1912, steinhús það sem enn stendur í Litlubrekku. Mun Davíð sjálfur hafa mikio unnið að hús- byggingunni. Sumarið 1914 var Davíð í kaupavinnu á Steinum í Stafholtstungum, og þar muu hann hafa látist þetta sama sumar. Guðriður i Litlubrekku deyr 27. febr. 1923, en Ólafur 19. marz 1931. Hann var einn þeirra skipverja á Svaninum 1912, sem komst lífs af. Allir voru þeir bræður í Litlubrekku smiðir nema Ólafur. Enginn bræðranna áttu börn nema Ásbjörn. Hans og þeirra verður nánar getið síðar i þessum þáttum. Árið 1931 kaupir Guðrún Hallsteins- dóttir Litlubrekku og flytur þangað það sama ár, ásamt þremur börnmn sínum. Guðrún er ekkja eftir Tómas Ingimagns- son frá Lykkju. Þau bjuggu alllengi á eign- arjörð þeirra Læk í Leirársveit. Börn þeirra eru þessi: 1. Guðný, gift Sigurþór Narfasyni, ætt- uðum úr Hafnarfirði. Þau búa í næsta húsi við Litlubrekku. Þeirra börn eru: Tómas Júlíus og Narfi Jóhannes. 2. Steinunn, gift Guðna Ármanni Guðna- syni úr Reykjavík. Þau eru búsett i Reykjavík. Þeirra börn: Hugi, Steinar og Guðrún. 3. Hallsteinn, kvæntur Herdísi Ebenesers- dóttur. Búa þau í Litiubrekku og eiga einn son, er heitir Trausti Rúnar. Litlabrekka telst nú við Heiðarbraut, og er nr. 33. 51. Kirkjuvellir. Kirkuvellir er þriðji ba'rinn, sem reist- ur á kirkjulandinu, og er á mörkum kirkju- lands og Skagalóða. Fyrsta býlið (fyrir utan Brekkubæ) var Götuhús, en annað var Litlabrekka, og hefur þeirra beggja verið getið hér áður. Sá, sem fyrst byggir bæ á Kirkjuvöll- um, er Ari Jónsson, fyrr bóndi á Miðteig. Fyrri kona Ara, var Margrét Brynjólfs- dóttir, (systir Bjarna á Kjaransstöðum.) Hún andaðist 2. marz 1860. Síðari kona Ara var Ragnheiður Ingimundardóttir. Hefi ég heyrt, að hún hafi verið vel greind og haft góða söngrödd sem Guðmundur bróðir hennar. Þau Ari og Ragnheiður munu hafa átt saman 9 börn. Hún and- aðist 11. júlí 1890. Ragnheiður Ingimundardóttir var tvi- gift. Átti fyrr Nikulás Auðunsson frá Jafna-Skarði í Stafholtstungum. Munu þau hafa átt saman níu börn. (Bróðir Nikulásar var Guðmundur Auðunsson frá Jafna-Skarði. Hans sonur var Þorkell, síðar í Borgarnesi og Guðbjarni, bóndi á Jafna-Skarði. Þriðji bróðirinn, Nikulás, mun hafa farið til Ameríku). Hallgrímur hreppstjóri hefur sagt svo um Ara: „Þegar Jón Arason var dáinn, (þ.e. faðir Ara) bjó Ari sonur hans á Miðteigi, gerðist hann fyrirferðarmaður mikill, en var ekki nærri annar ein láns- 128 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.