Akranes - 01.09.1948, Síða 36
hans hefði dáið þá um nóttina, og tengdasonur hans lægi í næsta
stofu fyrir dauðanum og bað mig að koma og tilkynna hinum
unga manni lát konu hans, (þau höfðu verið gift í tæpt ár) og
aðstandendurnir hvorki þorðu að segja honum það né leyna
hann því. Svo fór ég með honum. Þetta voru vildarvinir minir.
Maðurinn komst á fætur. —
Þess má geta að KFUM-húsið var ólæst bæði nótt og dag,
allan þenna tíma. — Ég kenndi mér einskis meins og hef ekki
fengið hjarslátt síðan.
Ég kom einn dag hlaupandi inn á Grettisgötu á leið i eitt af
húsum mínum. Ég hljóp fram hjá stóru húsi og varð litið upp
á húsið og þá sá ég kött sem stóð í glugganum fyrir utan glugga-
tjöldin og var að sleikja rúðurnar. Ég hljóp áfram og hugsaði
ekki meira um það. Svo um nóttina, er ég var lagstur út af, sá ég
allt í einu köttinn fyrir mér og datt í hug: Skyldu nú allir liggja
hjálparlausir í þessu húsi og kötturinn hafa í neyð sinni farið
út í gluggann að svala sér á rúðumóðunni. Mér varð svo órótt
að ég stóð upp og fór upp að þessu húsi og fann vökukonu og
hún sagði mér að fólkið fengi aðhlynningu svo að ég fór rólegur
heim. Ég skrapp við og við, er ég gat, inn til annara vina sem
ég átti ekki að annast um. Þannig fór ég eitt kvöld inn á Berg-
staðastræti 9. Þar bjó þá séra Bjarni. Ég vissi að hann var mjög
veikur. Þau hjónin voru talsvert veik, en tengdamóðir hans, frú
Anna var á fótum, svo að þar var öllu óhætt. En ég gleymi aldrei
þessari komu minni þangað. Litli Ágúst, sonur þeirra, þá eins árs
eða svo. Hann var ekki veikur. En þegar ég kom inn og hann
sá mig, rétti hann út báða armana á móti mér og ég hef aldrei
séð slikan fögnuð hjá svona ungu barni. Meðan ég hafði hann
í fanginu, varð ég að harka af mér viðkvæmnina. Séra Bjami
var þá að hressast.
Því meira sem ég sökkvi mér niður i minningar þessa tima,
því fleira kemur inn i hugann. Ég verð þvi að takmarka frásögn
mína.
Eftir þann 17. fór nú aftur að lifna yfir bænum og umferð
•að vaxa. — En nú byrjaði nýr kafli. — Um 300 lík höfðu legið
á líkbörunum í einu. Og nú byrjuðu greftranirnar. Það var átak-
anlegur kafli. Líkkistur höfðu nú verið smíðaðar og nú byrjuðu
kirkjuklukkurnar að hljóma. Óaflátanlega frá því um kl. 9 á
morgnana og fram að myrkri voru þær í gangi og alls staðar
mætti maður likfylgdum og syrgjandi fólki. — Prestamir urðu
að ganga fram af sér. Stundum voru 5—6 kistur í einu í kirkj-
unni. Það var átakanlegur tími. Þetta stóð yfir mest um kring
sunnudaginn þann 24. nóv. Þann dag komu um 140 drengir á
fund i KFUM. — Ég talaði við þá á þessa leið: „Nú á komandi
dögum munuð þér oft mæta líkfydgdum. Sumir menn ganga
rakleitt áfram. Það skuluð þér ekki gjöra. Nemið staðar og standið
í réttstöðu og haldið á húfunum í hendinni meðan líkfylgdin
fer fram hjá. Ef þér eruð að leika ykkur og sjáið líkfylgd nálg-
ast, þá skuluð þið hætta leiknum á meðan.“ — Ég útmálaði
fyrir þeim, hvað þetta væri fallegt og gæti verið lítilsháttar
huggun fyrir syrgjendurna.
Það kom brátt í ljós að drengirnir höfðu hugfest þetta. Ég sá
eft, er ég kom með likfylgd innan úr bæ, þar sem ég hafði haldið
húskveðju, að þeir drengir, sem mættu líkfylgdinni, námu staðar
og tóku ofan höfuðfötin og stóðu svo grafkyrrir. Ég gekk vana-
lega aftarlega og þegar ég kom framhjá þar sem drengurinn eða
drengimir stóðu, heilsaði ég þeim með höfuðbeygingu í viður-
kenningarskyni. Sæi ég þar aftur á móti dreng, sem anaði áfram
án þess að standa, en tók svo ofan, er hann mætti mér, lét ég
sem ég sæi hann ekki — Einu sinni þegar líkfylgd var að koma
niður Bankastræti, sá ég tvo drengi sem stóðu þar á gangstétt-
inni með húfurnar í hendinni. Þá komu tveir fullorðnir menn upp
gangstéttina og héldu áfram og litu ekki við likvagnimmi. Svo
komu þeir þar sem drengirnir stóðu. Þeir stönzuðu og litu undr-
andi á drengina. Svo tóku þeir ofan fyrir því, sem eftir var af
likfylgdinni. — Leið nú þessi vika eins og aðrar, þótt löng fynd-
ist mér hún. Bærinn var nú að komast í sitt gamla gengi, þótt
enn væri langt frá öllu aflokið. En næst átti sá sunnudagur upp
að renna, er aldrei gleymist í sögu lands vors, né heldur þeim,
er viðstaddir gátu verið hátíðahöld, sem þá fóru fram. Það var
sunnudagurinn 1. desember. Þann dag átti að fagna því að Is-
land yrði yfirlýst fullvalda ríki í konungssambandi við Dan-
mörk. Það varð því mjög einkennilegur dagur. Allt sem hægt
var að undirbúa var undirbúið. Stundu fyrir hádegi var mikill
mannfjöldi kominn saman fyrirframan Stjórnarráðshúsið, svo
þúsundum skipti manngrúinn. Það var skýjað loft. Það var allt
fullt af fólki á stjórnarráðsblettinum, á Bankastræti og torginu
fyrir framan. Yfir öllu hvíldi djúp kyrrð og alvara. Margir voru
mjög veiklulegir og sorg var í hugum og svipum margra. Það
var eins og sorgblíða og hátíð blandaðist saman. Svo gekk fylking
af hermönnum frá varðskipinu danska upp miðganginn upp að
Stjórnarráðshúsinu. Enginn fáni sást nokkurs staðar veifandi.
Stöngin á byggingunni var auð. Ráðherra, Sigurður Eggerz, hélt
ræðu og talaði um þenna mikilsverða atburð, og svo hélt yfir-
maður varðskipsins, kapteinn Lorch, tölu og kom þar fram
sem fulltrúi hans hátignar, konungsins. Þá byrjaði íslenzki, þrí-
liti fáninn að stíga upp eftir stönginni, það varð dauðáþögn, það
var eins og allir héldu niðri i sér andanum. Um leið og fáninn
var að komast að hún, opnaðist skýjaþakið og bjart sólskin
streymdi niður yfir stöngina og ljómaði á fánann. Þá rann úti í
fyrir mörgum. Og um leið kváðu við fallbyssuskot frá varðskip-
inu og mörg hundruð fánar þutu upp á fánastengur víðs vegar
um allan bæ og á öllum skipum, er lágu úti á höfninni. Fagn-
aðarópin risu nú upp, knúð fram af máttugri hrifningu mann-
fjöldans. En samt sá ég tár renna niður kinnarnar á mörgum
hraustum manni. fsland var nú viðurkennt það sem það varð
árið 1262, og hafði í rauninni verið ávallt síðan, sambandsríki
fyrst við Noreg og svo við Danmörk, en mn nokkrar aldir hafði
þetta gleymst, og orðið í meðvitund heimsins aðeins aukaland
undir annara valdi. Nú kunngjörði hinn viðurkenndi fáni: Sjá,
nú tökum vér sæti við hlið hinna annara rikja Norðurlanda. —
Ég man að ráðherrann óskaði þess í ræðu sinni, að danska
þjóðin mætti fá þá ósk sína uppfyllta að fá aftur Suður-Jótland
og tók kapteinn Lorch undir þá ósk. —
Biskup fslands predikaði í Dómkirkjunni úl af tekstanum:
Jes. 60, 1—2. Og mér fannst yfir guðáþjónustunni hvíla sami
blærinn, sorgblíð hátíðargleði, eins og yfir athöfninni við Stjórn-
arráðshúsið.
Uppi í KFUM-húsinu var dagurinn lika hátíðlegur haldinn.
Kl. 4 síðdegis var samkoma fyrir Y-D og U-D. Hún varð mjög
fjölmenn. Um 400 drengir voru á fundinum. Er þeir komu inn
í salinn, hékk á stafninum bak við ræðustólinn aðeins Dannebrog.
Svo er fundurinn var byrjaður með söng og bæn, þá hélt ég
ræðu um daginn og þýðingu hans og svo sagði ég í fáum drátt-
um sögu danska fánans og útskýrði fyrir drengjunum, orsök þess
að Dannebrog hefði aldrei getað verið eða orðið vor þjóðfáni,
þó að vér hefðum orðið að nota hann um stund, og nú vildum
vér í vinsemd kveðja hann og óska Danmörku allra heilla. Svo
að gefnu merki stóðu allir drengirnir upp og stóðu þegjandi.
Dannebrog tók hægt að síga niður og jafnsnemma byrjaði hinn
íslenzki fullveldisfáni að stíga upp fyrir framan og Dannebrog
hvarf bak við vorn eigin fána. Svo þegar hann var kominn alveg
upp, þá lyftu allir drengirnir höndunum upp til fánans með
hinni gömlu rómversku kveðju og sungu hyllingarsöng til fán-
ans og hins íslenzka ríkis. Það vakti furðu drengjanna, að þeir
sáu ekki með hverju fánamir voru dregnir niður og upp. I’að
var útbúið þannig, að tveir drengir sátu á bak við orgelið og
höluðu fánana með töngum, sem ekki sáust framan úr salnum,
svo að þeir sýndust að svífa af sjálfu sér, i lausu lofti.
Um kvöldið var fjölmenn samkoma í KFUM með hátíðarsniði.
Fyrstu vikuna í desember héldu jarðarfarir áfram. Prestarnir
áttu á þessum vikum ekki sjö dagana sæla. Það kom niður á
132
AKRANES