Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 38

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 38
ANNÁLL AKPANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega. Frá Gisla Magnússyni, Patreksfirði, 100 kr. — Guðmundi Jónssyni, útg.m. í Garði, 100 kr. —- Jóhannesi Jónssyni, útg.m. í Garði, kr. 50. Hjónabönd: Sóknarpresturinn hefir gefið saman þessi brúð- hjón: 20. nóv. Guðriður Margrét Erlendsdóttir, Skaga- braut 38 og Halldór Sigurðsson, sjómaður, Suðurgötu 31. — Unnur Áslaug Valdimarsdóttir, Drápu- hlíð 40 Reykjavik, og Þorvarður Ellert Erlendsson, bilstjóri, Skagahraut 38. — Valdís Sigurðardóttir, Kjalardal, og Þor- steinn Stefánsson, bifr.stj. frá Skipanesi. — Auður Ásdis Sæmundsdóttir, Skagabraut 21, og Þórarinn Einarsson, bifreiðastjóri, Heiðarbraut 31. 27. nóv. Aðalheiður María Oddsdóttir, Vesturgötu 59, og Ársæll Ottó Valdimarsson, bif- reiðastjóri, Kirkjubraut 16. 4. des. Guðfinna Jóhannesdóttir, Skólabraut 32, og Guðmundur Jónsson, rafvirki, Vestur- vallagötu 7, Reykjavík. — Dóra Bjamadóttir, Suðurgötu 106, og Hjörtur Lindal Sigurðsson, bifreiðastjóri, sama stað. — Kristbjörg Þórðardóttir, Suðurgötu 38, og Hilmar Þórarinsson, sjómaður, Suður- götu 94. Séra Friðrik Friðriksson gaf þessi brúð- hjón saman. Dánardægur: 30. okt. Valgerður Guðmundsdóttir, ekkja, Heið- arbraut 15. Hún var fædd 23. okt. 1868, á Auðsstöðum í Hálsasveit. Bjó með manni sinum, Jóni Þórðarsyni (f 1925) í 25 ár á Búrfelli 1 Halsasveit. Fluttist til Akraness 1925. Þau hjón eignuðust 10 böm. Hún var jarðsett að Reykholti. 31. okt. Guðríður Jónsdóttir, Akrafelli. F. 16. okt. 1883 á Hurðarbaki í Reykholtsdal. Flutt- ist til Akraness 1918, og átti lengst af heima á Akrafelll. Hún giftist ekki. Rafmagnið. Mikið breytist bærinn við hina fullkomnu götu- lýsingu, sem nú er fullgerð, eftir að úr raknaði með efni til þessa mikla nauðsynjaverks. Einar Sturluson, söngvari. Hann söng hér i Bióhöllinni sunnudaginn 14. nóvember, við lélega aðsókn, en sérstaklega góðar undirtektir þeirra fáu er sóttu. Það er ekki nýtt þótt söngskemmtanir séu illa sóttar hér. Það er undantekning að þær séu vel sóttar, jafnvel þó um afburða söngmenn eða kóra sé að ræða. Gamanvisna-gaul eða apaspil er hér betur sótt og meira metið en fagrar listir. Fólk sem þennan bæ byggir, og ekki stendur á sama um allt í þessum efnum, verður að finna einhver ráð til umbóta á þessu sviði. Þeir verða að leggja eitthvað á sig í tvennum skilningi. Gætí vel komið til mála að stofna t. d. listvinafélag eða tónlistar- félag. Tónlistarfélög em viðar til og munu hafa gefist vel. 1 slíkum almennum félagsskap er mikill beinn og óbeinn styrkur. Ef til vill telur fólk sig hafa nokkra afsökun, að því er snertir hinn háa aðgangseyri, t. d. í þessu tilfelli. Það er rétt, að þama hefur verðlagið fylgt vitleysunni, sem á öllum öðmm sviðum hin siðustu ár. En það breytir heldur engu um hitt, að fjöldi fólks sækir heldur lélegar skemmtanir en góðar, fyrir hið háa gjald. Einar Sturluson syngur mjög laglega, en á sjálf- sagt eftir að bæta við sig. Söngskráin reyndi raun- vemlega lítið á þol hans, en hins vegar nokkuð á þýðleik. Robert Abraham lék undir og gerði það vel. Leikfélag Akraness. Hinn 13. des. hafði leikfélagið frumsýningu á leikritinu Lénharði fógeta, eftir Einar H. Kvaran. Leikfélagið hefur lagt mikið á sig, og kostað miklu til, i sambandi við þessa sýningu. Það hefir um lengri tíma — vikulega —- fengið mann úr Reykjavik til leiðbeininga, Ævar R. Kvaran, sonar- son skáldsins. Það má fullyrða, að i þetta sinn hefur verið jafn-bezt leikið, og gætt óvenjulegs heildarsam- ræmis í allri meðferð. Sumir leikendumir léku vel, en engir áberandi illa. Yfirleitt var kunnátta góð. LEIKENDUR: Lénharður fógeti ........ Ragnar Johannesson Torfi bóndi í Klofa .....Níels Kristmannsson Helga kona hans ......... SigríSur Ölafsdóttir Ingólfur bóndi á Selfossi . .SigurSur Símonarson Guðný dóttir hans ....... Sólrún Ingvadóttir Magnús Ólafsson ....... Engilbert GuSjónsson Eysteinn Brandsson úr Mörk . . ÓSinn S. Geirdál Jón bóndi á Leimbakka ........ Elías Níelsson Ólafur bóndi í Vatnagarði .... GuSm. Jósefsson Bjami bóndi á Hellum ......... Ólafur Oddsson Freysteinn bóndi á Kotströnd . . Hans Jörgensson Ingigerður ekkja í Hvammi.......Þóra Hjartar Snjólaug húsfrú á Galtalæk . . Anna Sœmundsd. Hólm ..................Guðmundur Bjamason. Hér hefur ekki verið kastað til höndum; ætti að virða vel þann skilning leikfélagsins og meta svo, að til uppörvunar yrði, um meiri framfarir. Slík starfsemi sem þessi, er svo mikilsverð bæjar- félagi vom, að fremur þarf að efla en eyða. Verður það bezt gert með almennum skilningi og sókn á sýningar félagsins. Það er hið bezta gjald og hin mesta hvatning til vaxandi listþroska. Takið yður nú enn stærra verkefni fyrir hendur og leggið við álíka rækt. Það mun færa yður enn meiri sigur. Þvottahús Akraness. Hinn 1. júní s.l. tók hér til starfa fyrirtæki með þessari yfirskrift. Fmmkvöðlar þessa, og eigendur eru: Ingvi Guðmonsson og Ásgeir Ás- geirsson, en sá síðari vinnur þar og hefur umsjón með rekstrinum. Þvottahúsið hefur tvær þvottavélar, vindu, fata- pressu og strauvél. Þar er hægt að þvo og ganga frá um 140 kg. af þurrum þvotti á dag. Vinnan mun líka vel og ekki verið kvartað yfir verð- laginu. Ekki hefur þvottahúsið fengið nóg að gera, þó hefur því verið sendur þvottur úr Hvalfirði. Einnig er i ráði að taka nokkum þvott af Reyk- víkingiun. Afli og sölur Bjarna Ólafssonar. 11. Söluferð 296.860 kg. £11.856—11— o 12. — 284.160 — - 10.974— 9— 3 ‘3- — 238.490 — 4.911— 1— 9* 14. — 241.298 — - 8.477— 6—10 15. — 296.325 — - 11.820— 7— 2 16. —- 267.477 -— - to.630— 2— 9 17. — 280.479 — • 11.618—10— 4 18. — 269.621 — - 10.840— 5— o Ef til vill hækkar þessi túr litillega vegna upsa, sem enn hefur ekki verið afreiknaður Tímaritið Gerpir. Akranes býður þetta nýja tímarit velkomið i hópinn. Það er gert með því meiri gleði, sem út lítur fyrir, — eftir því sem af stað er farið, — að það ætli að skipa þar virðulegan sess. Með þessu ágæta riti, em óskir og vonir ritstjóra Akraness um byggðablöð að byrja að rætast. Það tekur einarðlega til umræðu mál, sem varða Aust firðingafjórðung og einnig landið allt. Það er og samhliða byrjað að skyggnast „um strönd og dal,“ að þvi er snertir lífs og liðið. Það ætlar sér sýni- lega að verjast ómenningunni, hefja menninguna og sækja fram í sólarátt. Fleiri rit með þvi líku yfirbragði þurfa að bætast í hópinn, unz þau spenna yfir allt landið, og eggja svo til atlögu, að ómenningu verði ekki vært. Við skulum halda áfram sem af stað er farið og fram horfir. Þörfin mun siðar verða viður- kennd, og þakkað fyrir, að þögn var rofin. Heilsuvernd. timarit Náttúmlækningafélags Islands, 3. hefti, 3. árg., er nýkomið út. Efni ritsins er þetta: Forlög eða álög eftir ritstjórann, Jónas Kristjánsson, lækni. Á námskeiði hjá Are Waerland. Nýtt næringar- efni fundið og Byrjum á byrjuninni, eftir Bjöm L. Jónsson. Viðtal við Sigurjón á Álafossi um Olym- píuleikana. Fæðið og tennumar, eftir Gunnar Dahl, sænskan tannlækni. Tannskemmdir og mat- aræði. Skipulagsskrá Heilsuhælissjóðs NLFl. — Uppskriftir, félagsfréttir o. m. fl. Margar myndir prýða ritið, sem að venju er hið vandaðasta að öllum frágangi. Tvö ný blöð. Fyrir nokkru hóf Alþýðuflokkurinn hér útgáfu vikublaðs, er hlaut nafnið „Skaginn." Eru komin út 24 blöð. Ritnefnd skipa: Hálfdán Sveinsson, Oddur Elli Ásgrímsson og Sveinbjöm Oddsson. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar gaf Sjálf- stæðisflokkurinn hér út blað, sem þeir kölluðu „Framtak.“ Hafa þeir nú byrjað útgáfu þess að nýju. Á það að vera hálfsmánaðarblað. Ritstjóm skipa þessir menn: Jón Ámason, Guðlaugur Ein- arsson, Egill Sigurðsson,, Halldór Sigurðsson og Andrés Níelsson. Bæði eru blöðin i stóru broti, prentuð á góðan pappír og eru 4 siður. Enn bera blöð þessi lítt merki flokksofstækis, hvað sem síðar kann að ske. Væri vel ef Akumesingar kynnu þar nokkurt hóf á, svo að öðrum bæjum mætti verða til fyrir- myndar. Væri ekki hugsanlegt fyrir þessa flokka að hafa aðeins eitt blað, og gefa það út saman. Koma sér saman um að gera upp ágreiningsmálin sitt á hvorri siðu. Verður kostnaður við tvö blöð ekki ofvaxinn svo fámennum bæ? 134 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.