Akranes - 01.09.1948, Qupperneq 41
TILKYNNING
fra Fjáhagsráði
Fjárhagsráð hefir ákveðið, að frestur til að skila um-
sóknum um endurnýjun fjárfestingarleyfa, er ganga úr
gildi um áramótin 1948—'49, skuli vera til 31. des. n.k.
Eyðublöð fyrir þessar umsóknir er hægt að fá hjá
skrifstofu ráðsins, Arnarhvoli, Reykjavík, og hjá odd-
vitum og hæjarstjórum í öllum sveitarfélögum lands-
ins utan Reykjavíkur. Eyðublöð þau, er nota á fyrir
þessar umsóknir, eru merkt nr. 6. Sérstök athygli skal
vakin á því, að nauðsynlegt er að senda umsóknir um
endurnýjun allra fjárfestingarleyfa, er nú eru í gildi,
ef framkvæmdirnar eru á því stigi, að þörf er á skömmt-
uðum byggingarvörum, og svo framarlega sem þeim
verður ekki lokið fyrir áramót. Þetta á einnig við um
þær framkvæmdir, sem hafnar hafa verið án fjárfest-
ingarleyfis, en nú þarf fjárfestingarleyfi fyrír sam-
kvæmt hinni breyttu reglugerð. Umsóknirnar skal
senda -skrifstofu fjárhagsráðs, Arnarhvoli, Reykjavik,
og verða þær að berast ráðinu eða vera póstlagðar í síð-
asta lagi 31. desember n.k. — Þeim, er úthlutað hefir
verið fjárfestingarleyfum er sérstaklega bent á að
kynna sér upplýsingar þær og skýringar varðandi um-
sóknirnar, er birtar verða í blöðum og fluttar í útvarpi.
FJÁRHAGSRÁÐ
BERNH.PETERSEN
Reykjavík
Símnefni: Bernhardo
Símar: 1570 (tvær linur)
Kaupir:
Allar tegundir
af lýsi og
notaðar tunnur.
Selur:
Kol og salt.
Eikarföt,
stáltunnur og
síldartunnur.
TILKYNNING
frá Viðskiptanefnd
um yfirfærslur
á námskostnaði
Varðandi umsóknir um yfirfærslur á námskostnaði
erlendis, vill Viðskiptanefndin taka fram eftirfarandi:
Allar xmisóknir um yfirfærslu á námskostnaði fyrir
fyrsta ársfjórðung 1949, skulu vera komnar til skrif-
stofu nefndarínnar fyrir 20. des. n.k.
Skal fylgja hverri umsókn skilríki fyrir því, að um-
sækjandi stundi námið, auk hinna venjulegu upplýsinga
sem krafist er á eyðublöðum nefndarinnar. Loks skulu
fylgja upplýsingar um hvenær náminu ljúki.
Berist umsóknir ekki fyrír greindan dag, (20. des.
n.k.), má fastlega búast við að nefndin taki ekki á móti
þeim til afgreiðslu og verða þær endursendar óaf-
greiddar.
Reykjavík, 6. desember 1948.
Viðskiptanefndin
Útvegum beint frá
eftirtöldum löndum
Bretlandi
Frakklandi
T ékkóslóvakíu
Hollandi
og
Belgíu
Húsgagnaáklæði,
Tilbúinn fatnað,
Alls konar
v.efnaðarvöru
og
skófatnað
gegn gjaldeyris- og
innf lutningsleyf um.
r r
Asbjörn Olafsson
Grettisgötu 2 A,
Sími: 5867 — 4577.
AKRANES
137