Akranes - 01.09.1948, Síða 48

Akranes - 01.09.1948, Síða 48
NYTT HAPPDRÆTTISIÍN RÍKISSJÓÐS Ríkisstjórnin hefur ákveðið að nota nú þegar heimild laga nr. 82, 13. nóvember 1948 til lántöku handa ríkissjóði. Býður ríkissjóður út í þvi skyni 13 miljón króna innanríkislán í formi handhafaskuldabréfa, sem öil innleysast eftir 15 ár frá útgáfudegi bréfanna. Lán þetta er með sama sniði og hið fyrra happdrættislán ríkissjóðs. Er hvert skuldabréf að upphæð 100 krónur og sama gerð og á eldri bréf- unum að öðru leyti en því, að liturinn er annar og þessi nýju bréf eru merkt „skuldabréf B“. Hið nýja happdrættislán er boðið út i þeim sama tilgangi og hið fyrra happdrættislán: Að afla fjár til greiðslu lausaskulda vegna ýmissa mikil- vægra framkvæmda ríkisins og stuðla að aukinni sparifjársöfnun. Með því aS kaupa hin nýju happdrœttisskuldabréf, fáið þér enn þrjá- tíu sinnum tœkifæri til þess aS hljóta háa happdrœttisvinninga, algerlega áhættulaust. Þeir, sem eiga bréf í bdÖurn flokkum happdrættislánsins, fá fjórum sinnum á ári hverju í fimmtán ár aÖ vera meÖ í happdrætti um marga og stóra vinninga, en fá síðan allt framlag sitt endurgreitt. Það er þvi naumasl hægt að safna sér sparifé á skynsamlegri hátt en kaupa happdrættisskulda bréf ríkissjóðs. Útdráttur bréfa i B-flokki happdrættisins fer fram 15. janúar og 15. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 15. janúar 1949. Vinningar í hvert sinn eru sem hér segir: 1 vinningur O O O xó tN. krónur = 75.000 krónur 1 — 40.000 — = 40.000 — 1 — 15.000 — = 15.000 — 3 vinningar 10.000 — = 30.000 — 5 — 5.000 — = 25.000 — 15 '— 2.000 — = 30.000 — 25 »— ■ 1.000 — = 25.000 — 130 — 500 — = 65.000 — 280 — 250 — = 70.000 — 461 vinningur Samtals 375.000 krónur Vinningar eru undanþegnir opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti. Samtals eru vinningar í B-flokki 13.830, og er því vinningur á næstum tíunda hvert númer. Eigendur bæði A og B skuldabréfa happdrœttislánsins fá sextíu sinnum að keppa um.samtals 27.660 happdrættisvinninga. Vinn- ingalíkur eru því miklar, en áhætta engin. í Reykjavík greiðir fjármálaráðuneytið vinningana, en utan Reykja- víkur sýslumenn og bæjarfógetar. Sölu skuldabréfa annast allir bankar og sparisjóðir, sýslumenn, bæjar- fógetar og lögreglustjórar, innlánsdeildir kaupfélaga, pósthús, ýmsir verð- bréfasalar og í sveitum flestir hreppstjórar. Gætið þess að glata ekki bréfunum, því að þá fást þau ekki endurgreidd. Athugið, að betri jólagjöf getið þér naumast gefið vinum ýðar og kunningum en happdrœttisskuldabréf ríkissjóðs. Fjármálaráðuneytið 5. desember 1948. 144 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.