Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 7

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 7
verk, er tók af allan vafa um það, hver væri mesti kvikmyndasnillingur Banda- ríkjanna. En vegna þessa meistaraverks var Griffith látinn fara. Þannig er stund- um þakklæti heimsins. Hér hefst raunar nýr þáttur í „þróunar- sögu“ Griffiths (1914—1917). Starf hans hjá Biograph hafði verið einskonar undir- búningsmenntun. Hinn bltmdandi snilli- andi hafði fundið sitt fullkomna tjáningar- foxm. Griffith var orðinn hinn fullkomni meistari hins nýja listforms, kvikmynd- anna. En hin þrotlausa sköpunarþrá hans fann enga fullnægju í smámyndagerð, sem voru ri slausar og aðeins fyrir við- vaninga. Hann leitaði sér að nýju stór- brotnu viðfangsefni, en hann var ekki ennþá alveg viss um, hvers eðlis það ætti að vera. Hann færði þetta í tal við vin sinn, Frank Woods, sem verið ’hafði list- gagnrýnandi en var nú mikilsmetinn „scenario writer“ (þ. e. maður, sem sem- ur kvikmyndatökuhandrit, en eftir þeim eru allar kvikmyndir gerðar). Woods benti Griffith á söguna The Clansman eftir Thomas Dixon. Woods taldi sögu þessa afburðagóða til kvikmyndunar. Saga þessi, The Clansman, gerðist í Suðurríkj- unum í þrælastríðinu. En Griffith var Suðurrikjamaður. Faðir hans hafði tekið þátt í stríðinu og hafði sagt honum marg- ar sögur frá þeim tíma. Griffith taldi þetta verk við sitt hæfi og keypti einkaréttinn á þvi til kvikmyndunar. Undirbúningur- mn var bæði kostnaðarsamur og tímafrek- ur. Griffith einn bar hitann og þungann af öllum þessum framkvæmdum, fjár- hagslegan, tæknilegan og siðferðilegan. Heimsstyrjöldin fyrri var skollin á, en það gerði allt erfiðara um útvegun á öllu efni til kvikmyndarinnar, efni í föt handa hundruðum leikara og svo fjöld- ann allan af hestum, en mikil þörf var fyrir þá í stríðinu. En þyngsti bagginn var va'falaust sá, að fæða, klæða og launa hundruð aukaleikara meðan á kvikmynda- tökunni stóð. Geysilegir fjárhagsörðugleik- ar fóru brátt að gera vart við sig. Griffith var orðinn skuldunum vaíinn og hund- eltur af rukkurunum eins og glefsandi vörgum. Hann lagði allt í sölurnar vegna þessa stórbrotna verkefnis — mannorð sitt og fjármuni. En hann ærðist ekki. Hann hélt ótrauður áfram verkinu, unz. það var að lokum til lykta leitt. En eitt var það, sem ávallt mun vekja undrun og aðdáun: Griffith hafði ekkert handrit („shoting script“) til að fara eft- ir við kvikmyndatökuna. Hann hafði lagt allt söguefnið, öll hin smæstu atriði í bún- ingum og leiksviðsbreytingum, upptöku- tækni og „fjöldasenum“ niður fyrir sér í huganum. Allt þetta hafði hann svo lagt á minnið, en breytti því og lagfærði eftir því, sem kvikmyndatökimni miðaði áfram. Ekki eitt orð var skrifað. Þetta hefur eng- inn leikið eftir í sögu kvikmyndanna. Frumsýning á kvikmynd þessari fór fram í Los Angeles 8. febrúar 1915 og ber hún sama nafn og sagan, The Clans- man (þ. e. Ku Klux Klan-maðurinn). 20. febrúar var hún sýnd í New York sérstök- um boðsgestum. Höfundur sögunnar, Thomas Dixon, var viðstaddur. Hann varð svo gagntekinn hrifningu, að hann hróp- aði til Griffith undir sýningu, að mynd þessi væri of voldug til að bera svo veikt nafn, The Clansman; hún ætti að heita Birth of a Nation (fæðing þjóðar), mynd- in var skýrð upp og fékk nafnið The Birth of a Nation. Þetta var fyrsta myndin, sem sýnd var í Hvíta húsinu. Það er haft fyrir satt, að Wilson forseti hafi komizt svo að orði, að lokinni sýningu: „Þetta líkist þvi, að skrifa söguna með eldingunni.“ List- gagnrýnedur tóku kvikmynd þessari með geysilegri hrifningu, og almenningur streymdi í kvikmyndahúsin þótt aðgangur- inn kostaði ekki g cent, heldur 2 dollara. Kvikmynd þessi var óviðjafnanleg stór- kostleg, jafnvel samanborið við það, sem nú þykir bezt. En þetta var líka fyrsta kvikmyndin, sem vakti hatramar þjóð- ernislegar deilur í Bandaríkjunum. Eins og áður segir, fjallaði myndin um þrælastrið- ið. En með þvi að Griffith var Suður- ríkjamaður og hafði tileinkað sér viðhorf Suðurríkjamanna, þá gaf hann til kynna í kvikmyndinni að Bandaríki Norður-Ame- ríku hefðu raunverulega ekki „fæðst“ fyrr en Suðurríkin risu aftur upp úr rústum stríðsins. Margir málsmetandi menn gagn- rýndu kvikmyndina harðlega og sögðu, að 'hún væri vísvitandi viðleytni til þess að auðmýkja tíu milljónir Ameríkumanna. Árásimar á Griffith urðu svo víðtækar, að hann sá sig tilneyddan til andsvara, og liann gaf ú tbækling á sinn kostnað, sem hann nefndi The Rise and. Fall of Free Speech in America. Griffith hélt því fram, að eins og menn tala, eins urðu þeir að hafa frelsi til að tjá liugsanir sínar og skoðanir í hinu nýja tjáningarformi, kvik- myndunum. Deilur þessar urðu til að vekja menn til meðvitundar um það, að kvikmyndirnar voru orðnar voldugt þjóð- félagslegt tjáningartæki, sem yrði að vera náð lögun frjálsrar hugsunar. Griffith hafði með snilli sinni hafið kvikmyndirnar upp i það, að verða öflugt þjóðfélagsvopn, til ills eða góðs. Þetta hefði ekki gerzt, ef þessi kvikmynd hans, The Birth of a Nati- on, hefði ekki verið sönn túlkun á djúp- tækum, sögulegum atburðum. Hún and- aði, hún hreif, a'f því að hún var brot af lífinu sjálfu. Kvikmynd þessi var sýnd í Nýja Bió í Reykjavik í marzmánuði 1919, undir nafninu: „Þjóðin vaknar." Allar þær árásir, sem Griffith varð fyr- ir út af The Birth of a Nation vakti hann til íhugunar um hið blinda ofstæki; og ef til vill hefur þetta allt orðið til þess að gefa honum hugmyndina að næstu stórmynd hans: Intolerance (Trúarofstæk- ið). Mynd þessi var einnig sýnd í Nýja Bíó í ágúst 1920. Þótt Griffith hefði hagnast vel á Birth of a Nation, þá hrökk það fé engan veginn 5 kostnaðinn við kvikmyndun Intolerance. Dagleg útgjöld námu um $ 12.000. Múr- ar Babylonborgar voru 300 fet á hæð og kostuðu ærið fé. Fullyrt er, að „veizlu- senan“ við hirð Belshazzar, hafi kostað $ 250.000 dollara. Hann lét taka 300.000 fet af hráfilmu, og það er engan veginn lítið, jafnvel á okkar tíma mælikvarða. Griffith varð að taka á sig þungar fjár- hagsbyrðar, þegar þeir, sem studdu hann fjárhagslega, drógu sig í hlé. Griffith lauk myndinni, þrátt fyrir geysilega erfiðleika. Þegar kvikmynd þessi var sýnd almenn- ingi 5. september 1916, þá vakti hún engan storm, engar deilur. Menn skildu hana yfirleitt ekki. Hún var langt á undan tím- anum að efnisvali og efnismeðferð. Mynd þessi var rödd hrópandans í eyðimörkinni gegn hinu blinda trúarofstæki allra alda. Hún var táknræn í allri uppbyggingu. 1 henni voru 'fjórir hliðstæðir söguþræðir, sem tengdir voru saman með táknmynd: Móðir, sem látlaust ruggar bami i vöggu. Þetta var vagga mannkynsins. En það er sjálfu sér likt ó öllum öldum; það hefur sinar ástriður, sina gleði og sínar sorgir. Fyrsta sagan er „nútímasaga,“ er sýnir hræsnina, fláttskapinn og ranglætið í nú- tima þjóðfélagi: Áhrifamikill iðjuhöldur ákveður að lækka laun verkamanna sinna til þess að hann sjálfur geti haft meira fé milli handa til góðgerðarstarfsemi og ölm- usugjafa. Verkamennirnir gera verkfall. Atvinnulausir daglaunamenn gerast verk- fallsbrjótar. Verkfallsmenn vilja verja rétt sinn, en herlið er kallað á vettvang, og það brytjar verkfallsmenn niður. Verkfall- ið er barið niður með harðri hendi og marg- ir verkamenn missa atvinnuna og komast á vonarvöl. Meðal þeirra er ungur piltur. Hann hefur ekki í neitt 'hús að venda; hann lendir á glapstigum; hann er ákærður fyr- ir morð, sem hann hefur ekki 'framið, og er dæmdur til lífláts. En stúlka, sem ann honum hugástum og vill fóma lífi sinu fyrir hann, bjargar honum á seinustu stundu með því að skírskota til hjarta- gæzku ríkisstjórans. önnur sagan segir frá falli Babylon- borgar vegna sviksemi æðsta prestsins. Fátæk „fjallastúlka“ reynir, vegna kær- leika sins til Belshazzars að bjarga Baby- lon frá árás Cyrusar og liðs hans á borg- ina. Orrustan um Babylon er eitt af þvi mikilfenglegasta, sem sézt hefur á kvik- mynd. Þriðja sagan segir frá „mesta glæpi Faramhald á síSu 67. AKRANES 43

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.