Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 22

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 22
Ólafur B. Björnsson: Þœttir úr sögu Akraness, V. 37. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 81. Ráðagerði. Á árunum 1878—83 er í Nýjabæ járn- smiður að nafni Vigfús Þorsteinsson, mun hann hafa verið frá Nýlendu á Seltjam- arnesi. Hann byggði lítið timburhús, þar sem nú er Ráðagerði, og notaði það fyrir smiðju. Kona Vigfúsar Þorsteinssonar var Guðriður Guðmundsdóttir, f. á Efra-Skarði í Leirársveit 4. ágúst 1855. Hún var al- systir Guðmundar í Deild, en hálfsystir Kristínar í Geirmundarbæ og Ingibjarg- ar í Sveinatungu. Vigfús lærði járnsmíði hjá Jónasi Helga- syni tónskáldi og organista við dómkirkj- una í Reykjavík. Þau hjón fluttu sig bú- ferlum til Ameríku, liklega 1883, til Þingvallabyggðar, og munu vera með þeim fyrstu, sem þar nema land. Er talið, að þau Vigfús og Guðríður hafi beinlínis ver- ið hjálparhella frumbyggjanna ísl. er á eftir þeim komu, og annarra, er liðsinnis þurftu með. Þannig segir frá því, er Bjöm Jónsson, tengdasonur Stefáns í Kalmans- tungu kom vestur og yfirgaf góða vinnu. til þess að koma sjúkum félaga sínum til læknis. Voru þeir gestir hjá Vigfúsi og konu hans. En þá var hjá þeim heil fjöl- skylda, er þau höfðu skotið skjólshúsi yfir um lengri tíma, þótt húsakynni væm lítil. Er til þess tekið hve góð þau hafi verið og greiðvikin. Vigfús mun hafa komið til Akraness 1876 og stundað jöfnum höndum járn- smíðar og sjómennsku, þar til er hann flutti vestur 1883. Foreldrar Guðríðar voru Guðmundur Þorbergsson, Ólafssonar Snóksdalín, ættfræðings, og Guðrún Guð- mundsdóttir bónda á Gljúfurá í Borgar- hreppi. Þessi eru börn þeirra Vigfúsar og Guðríðar: 1. Guðmundur Ólafur Snóksdalín, skóla- kennari í Winnipeg. Kona hans, Krist- ín Pétursdóttir, frá Langárfossi, Péturs- sonar, járnsmiðs frá Smiðjuhóli, Þórð- arsonar í Skildinganesi. 2. Þorsteinn, verzlunarmaður í Winni- peg- 3. Guðný, gift enskum manni. 4. Margrét,. einnig gift enskum manni. Árið 1894 munu þau hafa flutt sig úr Þingvallabyggð. Líklega er það 1883, sem Hallgrímur Bachmann kaupir þessa smiðju, stækkar húsið um helming, gerir það upp til ibúð- ar og kallar Ráðagerði. Er sagt, að Sigriði konu hans þætti þetta tilvalið nafn, því að allt væri þetta, og yrði aldrei annað en ráðagerð. Ekki munu þau hafa flutt að Ráðagerði fyrr en 1884. Hallgrímur í Ráðagerði var sonur Bene- dikts Bachmanns, bónda í Melkoti í Leir- ársveit, Jónssonar, prests í Klausturhól- um, Hallgrímssonar læknis Baohmanns, og konu hans Málfríðar Pétursdóttur, bónda á Hvítanesi Jónssonar. Hallgrímur var fæddur í Melkoti, hann mun hafa búið eitthvað í Leirár- og Melahreppi, bæði á Narfastöðum og Geldingaá, og ef til vill víðar. Hann var smiður á tré, en eigi veit ég hvort hann hefur verið lærður smiður. Hallgrímur var kvæntur Sigríði, dóttur sr. Geirs Bachmanns prests í Miklholti og síðar hér á Akranesi. Þau voru bræðra- böm. Hallgrímur og Sigríður voru ekki lengi hér á Akranesi, þvi að þau fluttu 'frá Ráðagerði til Patreksfjarðar 1888. Þar voru þau þó ekki lengi, heldur hafa flutt hér á nágrennið aftur. Er sagt, að Hall- grímur hafi ekki unað sér fyrir vestan. Eftir að Hallgrímur dó, var Sigríður kona hans lengst af í Vogatungu hjá þeim heiðurshjónum, Böðvari Sigurðssyni og Höllu Árnadóttur. Sigríður Baohmann var yndisleg kona og ákaflega fíngerð. Það bagaði hana mik- ið, að hún var um tugi ára svo að segja heyrnarlaus. Sigríður var nákunnug á Litlateig og kom þangað oft til veru í nokkra daga eða vikur. Þótti mér vænt um Sigríði og mikið til um yndisþokka hennar og manngæzku. Sigríður átti jörðina Skipanes í Mela- sveit, og mun hafa selt hana á sinum tíma fyrir 800 krónur. Það þætti ekki mikið verð nú, enda er þar öðru vísi umhorfs en þá var. Þessi munu hafa verið systkini Hall- gríms í Ráðagerði: 1. Sigurður, kaupmaður og útgerðarmað- ur á Patreksfirði. Hann var líka fæddur í Melkoti, 8. marz 1842. Skömmu eftir fermingu, Mklega 1857—8, ræðst hann til verzlunarstarfa hjá Riis kaupmanni á ísa- firði. Til Vatneyrar í Patreksfirði flytst Sig- urður 17. marz 1869, þá sem eigandi Vatn- eyrarverzlunar í félagi við danskan mann, að nafni Thostrup. Ekki mun félagsskap- ur þeirra hafa staðið lengi, því að 15. ágúst 1871 er Sigurður orðinn einkaeig- andi verzlunarinnar, en Thostrup félagi hans farinn að verzla á Seyðisfirði. Sigurður Bachmann mun hafa verið vel gefinn og allvel menntaður. Kunni nokk- uð í tungumálum, t. d. frönsku svo vel, að hann kenndi hana. Sigurður var eitt- hvað við verzlunarnám i Danmörku, og lærði þá að spila á fiðlu, það ágæta hljóð- færi. Sigurður Bachmann hafði þarna stóra verzlun, hann var vel liðinn, enda ágætis drengur og höfðinglundaður. Vöxtur og viðgangur verzlunar Sigurðar töldu ýms- ir að meiri hefði orðið, ef hann hefði ekki verið eins vínhneigður sem hann var. Samt var hann vel metinn og hinn merk- asti maður. ■ Fleira mun þó þar hafa áorkað en vín- hneigð Sigurðar, þar til mætti nefna þetta: Það var einhverntíma á árunum 1890— 95 að íveru- og verzlunarhús hans á Pat- reksfirði brann til kaldra kola. Er mér sagt að þangað hafi þá verið nýlega komn- ar miklar vörubirgðir, eða vetrarforði verzlunarinnar. Má nærri geta hvert áfall slíkt hefur verið, enda varð Sigurður vist nauðbeygður að fara að hugsa til sölu á eignum sínum eftir þetta mikla áfall. Sigurður Bachmann var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Maria Guðbjörg Ei- 58 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.