Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 17

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 17
Rotary ('•'jf; þáttur einstaklinga, lífi þeirra eða dauða. Þá eru lífsviðhorfin einnig svo ólík. Einn telur völd og virðingar og fullar hendur fjár eftirsóknarverðast af öllu. Annar lætur sér nægja deildan verð, temur sér sjálfs- aga og glímir við að gera sér sem gleggsta grein fyrir tilgangi hinnar torráðnu lifs- gátu. Þeir, sem gera það af fullkominni einlægni, öðlast fjrrr eða seinna mikinn þroska og hamingju. Hamingjan, sem fólg- in er í því að þeir eru Guði vígðir starfs- menn, til þess að gera að líkamlegum eða andlegum sárum samferðamannanna. Þeir, sem komast á þetta þroskastig, eru ekki hræddir við neitt í þessum heimi, því að við sorgir og andstreymi vaxa þeir. Dauð- inn er þeim ekkert ægilegur, því að þeir unnu meðan dagur var, í ótta og anda Drottins, að því að líkna eða leiðbeina mönnunum á einn eða annan veg og gera þeim hægara með að skilja hin djúpúðgu rök lífsins, er felast í hinu mikla boðorði Krists sjálfs: „Það sem þér viljið, að menn- irnir geri yðnr, það skuluð þér og þeim gera.“ Margréti voru áreiðanlega ljós þessi megin rök tilverunnar, því að hún var kristin sál, og miðaði allt líf sitt við það. Henni var ljóst, að þetta viðhorf til al- lífsins þarf hver einstaklingur að tileinka sér i sem ríkustum mæli, í þvi felst fram- ar öllu heill og farsæld kynslóðanna. En alveg sérstaklega byggist farsæld þjóðanna í þessu efni á því, hve þessi meginkjarni stendur föstum fótum í sálarlífi konunn- ar, með hverri kynslóð. Hvernig hún lifir lífinu og lítur á skyldur sínar við það, vegna samtíðar sinnar og framtíðar. Margrét Guðmundsdóttir andaðist í Reykjavík eftir langa og stranga sjúkdóms- legu hinn 21. marz 1952, og var jarðsett á Akranesi hinn 29. marz, að viðstöddu miklu fjölmenni. Hún var róleg og sálar- styrk til hinztu stundar, og gekk rækilega frá hverju smáatriði í sambandi við það starf, sem henni hafði verið trúað fyrir, og einnig um það, sem hún þurfti að ann- ast gagnvart sér og sínum. Hún lifði Guði og fól honum örugg og óttalaust það, sem koma skyldi. Mestan hluta lífs sins var hún að læra, en sá lærdómur, og lif hennar í heild, var svo heilsteypt, að hún var samhliða alltaf að kenna öðrum, með þjón- ustu við mennina og lífið. Hér hefur áður verið minnzt á hlé- drægni hennar og. hneigð til að láta lítið á sér bera. Eitt af þvi, sem hún ráðstaf- aði fyrir dauða sinn var, að engar ræður skyldu haldnar yfir sér og helzt ekkert á sig minnzt á neinn hátt. Samstarfs- menn og vinir hennar i Reykjavík, gátu ekki fullkomlega farið að orðum hennar í þessu efni, þótt þeim þætti þar um of skorið við nögl. En þar sem ég þekkti Margréti allvel og foreldra hennar enn betur, get ég ekki heldur látið hjá liða Frá mínum bæjardyrum séð, er hlut- verk Rotary ekki einungis það, að hjálpa drengjum og stúlkum, sem bágt eiga (eða drengjum og stúlkum, sem við allsnægtir búa), heldur líka að innræta öllum æsku- l3rð göfugar hugsjónir og að útbreiða meðal hinna ungu þann boðskap, að hreinleiki, sastmd, sjálfstæð skapgerð og iðjusemi séu enn æðstu dyggðir með mannkyninu. — Borg skapgerðarinnar á að reisa á traustu bjargi réttláts hugsunarháttar og hreins lífernis, svo að hún standist, þegar óhjá- kvæmilegir sviptibyljir freistinganna dynja á. Eftir S. KENDRICK GUERNSEY, forseta Rotary Internationa!, 1947—48. Rotary getur kennt æskulýð þjóðanna það, að eigi að taka þátt í leik lífsins að hætti hins sanna manns, verður þjónustu- andinn að vera hafinn yfir óskir sjálfs- hyggjunnar. Vér getum kennt drengjum og stúlkum á mótunarskeiðinu fórnfýsi eigi síður en vér höfum kennt sjálfselsku — og heppnazt það jafnvel. Vér getum kennt æskulýð vorum, að auðæfi beri að skoða sem tækifæri til þjón- ustu, og að sá atvinnurekstur er mikils- verðastur og happadrýgstur, sem bezt eflir velfarnað og sjálfsvirðingu allra, sem eiu tengdir honum — atvinnurekanda, starfs- manna og viðskiptavina jafnt. Vér getum kennt æskulýðnum þá við- urkenndu meginreglu, að „sá er manna frjálsastur, sem lýtur lögunum með ein- lægri og þjóðhollri hlýðni,“ og að öll sönn að minnast hennar hér með nokkrum orð- um, vegna hins heilsteypta fordæmis henn- ar með vammlausu lifi, sem unnið var í anda Krists sjálfs með samferðamennina fyrir augum. Og það er einmitt vegna samferðamannanna og komandi kynslóða, sem ég vil ekki einu sinni fara að óskum hinnar látnu, að geta hennar að engu, er hún fellur frá á miðjum aldri, eftir að hafa þó lokið miklu dagsverki, sátt við Guð og menn. Ól. B. Björnsson. lög ber að virða, því að slík virðing er grundvölltn- borgaralegs frelsis. Vér getum kennt æskulýðnum, að hver er sinnar gæfu smiður, og að engin und- antekning er frá þeirri reglu, að „svo sem maðurinn sáir rnvrn hann og uppskera." Vér verðum að vinna með öllum ráðum gegn þeirri sívaxandi bölvun, sem ásækir ungt fólk, sem er að komast á þroskaald- urinn, að vænta þess, að þjóðfélagið rétti þeim allt upp í hendur, lifsnauðsynjar, skemmtanir, þægindi, — hugmyndinni „mannfélaginu ber að sjá fyrir mér.“ Ef vér eyddum þó ekki væri nema að- eins helmingi af þvi, sem vér eyðum nú til þess að leiða ungt fólk af þeim villi- götum, sem það hefir lent á, til þess að varna þvi, að það lendi á þessum refil- stigum, myndum vér aldrei leiða það til baka, vegna þess að þá þyrtfti þess ekki með. Framtíð heimsins, sem vér búum i, skapa piltar og stúlkur, sem eru e. t. v. á þessari stundu að þeytast á reiðhjóli, fleygja flugdrekum, sparka knetti, lesa æsiblöð (hasard-blöð), hlusta á útvarp og horfa á sjóuvarp, — taka við áróðri, sem vér vitum að hlýtur að hafa áhrif á hugs- unarhátt þeirra. Hvern hlut getum við átt í þvi máli, ég og bú? Vorhvöt Geymdu ekki gáfur, þrek og vilja, græddu móSur jörð, og þú munt skilja, a'Ö þrœÖir gulls úr þeli moldar ylja þreyttu barni, — lengist milli bylja. Hvert átak gjört meÖ gleÖi blessast þér, sem græÖir, mýkir sárin foldar ber. Dagsins rööull sigra þína sér, og sólarbros um hugans lendur fer. Blómin ungu brosa undur þýtt og blessa starfiÖ, hvísla mjúkt og hlýtt: þú ert á leiS méÖ föruneyti frítt, fram-undan er óskalandiÖ bjart og vítt. 1 gróöurríki glepur engum sýn, hinn gyllti leir, hiÖ myrka hrokans vín, þar kærleikssól á himni heiÖum skín, í helgidómi er guö aÖ leita þín. DULVIN. Hvað getum við gert fvrir æskulýðinn? AKRANES 53

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.