Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 14

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 14
Vestmannaeyingar voru fyrstir Það er einkennilegt, hve þessi sagnauðga þjóð hefur lítt sinnt þeim fáu minjum, er hún á, og hve lítt hún hefur lagt rækt við minningu sinna mestu manna, þeirra, sem verið hafa blysberar hennar, eða fórnað lífi sínu við að afla henni fæðis og frels- is. Einstaka sinnum höfum við þó heyrt rödd hrópandans, og jafnvel á þessari mestu framfaraöld í sögu þjóðarinnar, látið þá rödd sem vind um eyrun þjóta. Einn þeirra manna, sem kallað hafa til hennar á þessum vettvangi, er Páll Oddgeirsson kaupmaður frá Vestmannaeyjum. Við búum hér í eylandi, þar sem þjóðin hefur um þúsund ár orðið að heyja sína þrotlausu baráttu, og oft við hinar ægi legustu hættur á sjó og landi. I þessari hörðu baráttu fyrir fjölskyldu sína og föðurland hafa margar hetjur hnígið að velli. Saga fæstra þeirra hefur verið rit- uð, og fram að þessu hefur ekkert verið gert til að minna þjóðina á afrek þeirra og offur. Hinn 11. ágúst 1935, stofnar Páll Odd- geirsson sjóð, sem hann ætlar það hlut- verk, að reisa veglegt minnismerki i Vest- mannaeyjum til minningar um sjódrukkn- aða menn við Vestmannaeyjar, og þá, sem hrapað hafa í björgum og beðið bana af. Þerrnan áminnsta dag heldur hann hvatn- ingarræðu til samborgara sinna um þetta efni á þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Þótt þessari fögru hugsjón væri af mörgum vel tekið, og þrátt fyrir sívakandi áhuga Páls, tók æði langan tíma — eða 16 ár — að koma hugsjóninni í fram- kvæmd. Það sýnir betur en nokkuð ann- að hve þjóðin er skilningslaus og tómlát um alla ræktarsemi við hið liðna, jafn- vel um það, sem snertir hinar dýrustu fói'nir hennar á liðnum árum og öldum. Hin mikla fagnaðrstund í lífi Páls Odd- geirssonar rann upp, er hann sjálfur vígði þetta langþráða minnismerki hinn 21. október s. 1. Þar hélt hann framúrskarandi fallega ræðu um leið og minnismerkið Páll Oddgeirsson. var afhjúpað. Ræðan er þrungin af trú og tilbeiðslu og trausti til Guðs, „sem hefur verið —- og verður athvarf einstaklinga — heimila — og ættjarðar um ár og aldir.“ Hann lýsir hinum örlagaþrungnu stund- um, „þegar byggðin beið millum vonar og ótta með margt kvíðandi hjarta“ fyrir morgundeginu. Hann minnist á einstök atvik hinnar miklu harmsögu, og allra þeirra mörgu — lífs og liðinna, — sem þar eiga um sárt að binda. Hann ávarpar stéttarbræður þeirra, sem þarna var verið að heiðra ogalla borgara bæjarins og minn- ir á bæn og blessun þeirra, sem vegna þeirra og þjóðarinnar allrar, hafa látið lífið, og likur máli sinu með þessum fögru orðum: „Megi friður og fegurð umvefja og blessa þennan minnisvarða, og minningarnar, sem í honum skulu varðveitast. Hér í skjóli Landakirkju — undir merki kross- ins — hinu dýrðlega sigurmerki eilífa lífsins yfir dauðanum.“ — Minnismerkið gerði Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal. Ekki hefi ég séð merkið nema á mynd, en talið er að það sómi sér vel. Enda þótt Páll sé búinn að koma þessu hugsjónamáli sínu í framkvæmd með að- stoð góðra manna, telur hann sig og Vest- mannaeyinga eiga margt eftir að gera í sambandi við þetta mál til þess að öllu réttlæti sé fullnægt við minningu þeirra 50 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.