Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 16

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 16
Móðir, kona meyja, meðtak lof og prís. Á öllum öldum, og enn í dag, á land vort mikið að þakka móður og meyju, og ber þjóðinni því á sérhverri tíð að gjalda þeim lof og prís. Fyrir blessun þeirra og bliðu, fyrir myndugleik þeirra og manndóm, oft þrátt fyrir erfið kjör. Konan hefur sannarlega verið lands og lýða ljós í þús- und ár, eins og Matthías segir svo fallega. Þær eru ríkar af beztu ástgjöfum lífs- ins, en hafa oft samhliða átt ríkan þrótt og karlmennsku til að bjóða því byrginn, sem eyddi því bezta og afvegaleiddi. Hér er mætra kvenna að minnast, mæðgnanna á Steinsstöðum, Sigurlínar MÆÐGURNAR Á Sigurðardóttur, og dóttur hennar, Mar- grétar Guðmundsdóttur, yfirljósmóður og forstöðukonu fæðingardeildar Landsspítal- ans. Sigurlína er fædd á Hurðarbaki í Svina- dal 13. nóv. 1877, dóttir Sigurðar, smá- skammtalæknis, Jónssonar, Sæmundsson- ar, er bjó á Fossá, og Neðra-Hálsi í Kjós, Guðmundssonar. Móðir Sigurðar, og amma Sigurlinar, var Sesselja Sigurðardóttir í Skrauthólum á Kjalarnesi, Ölafssonar á Eyraruppkoti í Kjós. Móðir Sesselju, en kona Sigurðar í Skrauthólum, var Krist- ín Guðmundsdóttir, Nikulássonar, sýslu- manns Magnússonar, Benediktssonar klausturhaldara á Möðruvöllum, Pálssonar sýslumanns Guðbrandssonar, biskups. Móðir Sigurlínar, og kona Sigurðar hómó- pata var Margrét Þórðardóttir frá Þemey, Tómássonar, Bjarnasonar frá Ölvaldsstöð- um. Hér skal þessi ætt ekki frekar rakin, en nokkru gjör er sagt frá þessu fólki í 7—8. tbl. 1944. Ég held, að Sigurlína hefði þáð að njóta meiri mennta en raun varð á og gera víð- reistara en hún gerði. Til þess hafði hún gáfur og gjörfuleik, og með henni bjuggu ýmsir þeir hæfileikar, sem vel hefðu not- ið sín í viðari verkahring. Hún var glæsi- leg og geðug kona, einkar prúð og elsku- leg í viðmóti og laðaði að sér alla, sem henni kynntust. Hún hafði mjög góða söngrödd, þótt ekki væri hún mikil. Hún var handlagin og verkhyggin, fljótvirk og velvirk, þrifin og reglusöm og hin bezta húsmóðir. Sigurlina giftist mjög ung eftirlifandi manni sinum, Guðmundi Gunnarssyni, og fóru þau að búa í Kjalardal í Skilmanna- hreppi. Þau fluttust til Akraness fyrir aldamót og hafa lengst af húið á Steins- stöðum, og þar á Guðmundur enn heima, nú háaldraður. Hinn 23. marz 1943 missti hann sína ágætu konu, og nú á hann enn á bak að sjá elskulegri dóttur þeiiTa, sem ný- lega hafði fulllokið við óvenjulegan menntaferil, utanlands og innan, og þann- Margrét Guðmundsdóttir og móÓir hennar, Sigurlín Sigurðardóttir. STEINSSTÖÐUM ig fengið fullnægt þrá sinni. Þeirri þrá, sem móðir hennar hefur ef til vill sakn- að mest í einni eða annarri mynd. Margrét Guðmundsdóttir var fædd á Steinsstöðum 18. okt. 1906. Heimili henn- ar var engin höll og eigi heldur neitt menntasetur. Þar var ekki heldur um neinn seim að ræða til að hefja það upp yfir önnur heimili, hið ytra eða innra. Hagur þess og heill varð að byggjast á iðni foreldranna og vinnufúsum höndum; og þeim innra þrótti, er þau bjuggu yfir og höfðu tekið í arf, hvert frá sínu heimili. Háttprýði og fagra siðu, byggða á traustri heimilismenningu, sem átti fyrst og fremst rætur sínar í þeirri trú, sem staðist liefur byltingar og brotsjói aldarma. Þegar í æsku varð þess vart, að Margrét var vel greind, athugul, þétt fyrir, en fór sér að engu óðslega. Hún talaði ekki án þess að hugsa, hún var fljót að skilja, en var róleg og gerhugul, er taka þurfti á- kvarðanir. Hún var alltaf prúð, sönn og einlæg. Hún sóttist ekki eftir vinum, en kynni hennar og samskipti við þá, er hún umgekkst, öfluðu henni vina, og frá henn- ar hendi rauf ekkert þau vinabönd, sem knýttust. Margrét lauk barnaskólanámi hér heima með miklum heiðri í öllum námsgreinum og hegðun allri. Hér heima lærði hún og nokkuð á orgel, þvi að tónarnir höfðu töfr- andi áhrif á sál hennar, og hún hafði lag- lega söngrödd, en ekki mikla. Hún var alla tíð ólík flestu ungu fólki, að því er tekur til skemmtanalífsins. Hún sótt- ist ekki mikið eftir þvi, en var heima- kær og undi sér vel við móðurkné. Þótt Margrét væri óvenjulega dul, stillt og hlédræg, vissi hún snemma hvað hún vildi og hvað hún ætlaði sér. Um tak- markið vissi sjálfsagt enginn nema hún sjálf, svo dul var hún. Þótt margir væru erfiðleikarnir við að ná settu marki, hefur henni vist aldrei komið til hugar að gef- ast upp við það. Ég hygg að takmark henn- ar í lí'finu hafi nánast verið þetta, svo víð- feðmt senr það er: Að menntast og þrosk- ast andlega, til þess að geta látið sem mest gott af sér leiða, með heilsteyptu lífi og fögru fordæmi, svo að sem flestum yrði til varanlegrar blessunar. Þegar hún var aðeins 18 ára gömul, fer hún í kennaraskólann og lýkur þaðan prófi með heiðri. Að skólanámi loknu kenn- ir hún hér heima i 2—3 ár. Síðan verður hún barnakennari við Landspítalann, sam- fleytt í 10 ár við vaxandi vinsældir. Svo vel líkaði við hana í þessu starfi, að þótt hún hefði oftar en einu sinni farið frá því, hefði það jafnan staðið henni opið aftur. Ég hygg, að enginn viti, hvort það hafi lengi verið takmark hennar að læra ljós- móðurfræði til þeirrar hlítar, sem hún gerði. Eða hvort hún hefur fengið áhuga fyrir því, t. d. vegna veru sinnar i Land- spítalanum. En hvað sem því líður, tek- ur hún sig nú til og nemur ljósmóðurfræði. Margréti virðist hafa verið eiginlegt að stefna að hæsta marki, hún lætur sér í engu nægja hraflmenntun, til þess að geta komizt yfir stöður, til þess eins að geta séð fyrir munni og maga. T samræmi við þetta tekur hún sig nú upp og siglir til Kaupmannahafnar og sækir þar um fram- haldsnám við fæðingardeild ríkisspítalans. Hún lætur sér það ekki heldur nægja og fer enn til frekara náms i Svíþjóð. Að því loknu fer hún heim, en er þar aðeins í nokkra mánuði og leggur nú enn leið sína til Englands og er þar lengi við nám i sömu grein, á þeim stöðum, þar sem mests árangurs var að vænta. Með hliðsjón af því, sem hér hefur ver- ið sagt um námsferil Margrétar, kosti hennar og hæfileika, kemur engum á óvart, þótt henni væri falin forstaða hinnar nýju fæðingardeildar Landspítalans, er hún tæki til starfa. Og þá alveg sérstaklega með tilliti til þeirra kynna, er starfsfólk og forráðamenn Landspítalans höfðu haft af starfi hennar sem kennara og nemanda. Þvi miður entist Margréti ekki aldur til að sýna þarna lengi í átarfi yfirburða þekkingu sína, meðfædda og áunna hæfi- leika, til þess að láta gott af sér leiða fyr- ir stofnun og starfslið, og hina mörgu ein- staklinga, sem komið hefðu til að njóta umönnunar hennar, og ástúðar hinnar samvizkusömu sálar. — Um alla hæfni hennar ber víst öllum saman, bæði yfir- boðurum og undirgefnum. Þótt hún væri ekki húin að veita þessari nýju stóru stofnun forstöðu lengi, var víst ekki deilt um, að það væri með ágaitum, með mikl- um virðuleik og hinni mestu fyrirmennsku. Allar hinar miklu rúnir lífsins eru tor- ráðnar. Ef til vill eigum vér sjálf einhvern þátt í að rista þær, og hvemig þær ráðast. Þó virðist oss stundum sem óhugsandi sé að breyta þar neinu gagnvart lífsstarfi 52 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.