Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 27

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 27
að ég hafði Tiberfljótið á hægri hönd og búsaraðir vinstra megin. Svo kom ég fram hjá afar stórri og skrautlegri byggingu. Ég sá, að það var Palazzo della Giustitia. Ég gekk áfram, og þá varð fyr- ir mér staður, sem ég þekkti af myndum. Það var Engilsborg, sem upprunalega var byggð sem minnismerki yfir gröf Hadri- anusar, hins ágæta keisara, 136 e. Kr. f. — Nú er hún víggirtur kastali og dregur nafn sitt af stórri myndastyttu af erkienglinum Mikael, sem gnæfir á efsta tindi kastalans. Ég gekk áfram og beygði inn i hliðargötu, sem lá í stefnu frá Tiber. Allt i einu nam ég staðar. Það opnaðist fyrir auginn minum geysistórt, hringmyndað svæði með kirkju baka til. Ég þóttist þekkja stræt- ið og kirkjuna, en gat ekki trúað mínum eigin augum. Ég hugs- aði: „Þetta getur ekki verið Péturskirkjan, heldur hlýtur það að vera stæling af henni. Þetta er allt of litið til þess að vera stærsta kirkja i heimi. Ég gekk þó inn á svæðið og skildi ekkert, hve langur gangur mér fannst upp að Óbeliskanum, gekk svo þaðan og upp að þrepunum fyrir framan kirkjuna. Nú fór það að renna upp fyrir mér, að þetta væri ekki svo lítið eins og mér fyrst hafði virzt það. Ég gekk inn gegnum forkirkjuna og staðnæmdist i innri dyrunum. Nú blasti höfuðskip kirkjunnar fyrir mér, ég sá hátignarlega röð af súlum. Mér sýndist að fótstallarnir væru ekki sérlega háir, en þegar ég kom inn að þeim, voru þeir hærri en ég; og svo er ég kom inn undir hjálminn, fór ég að skynja þessa mikilfenglegu stærð. Uppi á gangsvölunum kringum veggbrún- irnar undir hjálminum sá ég menn á gangi, og þeir sýndust á stærð við dverga. Svo háir eru veggirnir. Nú fann ég, að ég stóð í sjálfri Péturskirkjunni. Ég gekk um kring og skoðaði mig um. Ég fann, að mér mundi ekki nægja allir dagarnir, sem ég gat dvalið í Rómaborg, þó.tt ég verði þeim öllum til að sjá lítið eitt af kirkjunni, svo ég ákvað að verja öðrum hverjum degi til há- degis til Péturskirkjunnar. Svo hélt ég heim á hótelið, nú var ég búinn að fá stórt og fallegt herbergi með öllum þægindum, og i borðsalnum sérstakt borð fyrir mig einan; stóð það á góðum stað, þar sem var gott útsýni yfir salinn. Þegar ég var að enda við að borða, námu allt i einu staðar hjá borði mínu tveir tígu- legir menn og heilsuðu mér með nafni á sænsku. Ég leit undr- andi upp og þekkti þá. Það var Hugo Cedergren, framkvæmda- stjóri i K. F. U. M. í Stokkhólmi og Svedmark, sem var fram- kvæmdastjóri K. F. U. M. í Málmey i Svíþjóð. Ég varð glaður eins og ég hefði hitt landa mína, og þeir urðu mér til mikillar gleði. Með þeim fór ég út seinna að skoða Katakombumar. Einnig átti ég margar skemmtistundir með gósseiganda Krabbe og fjölskyldu hans. Síðdegis fyrsta dag minn í Róm, fór ég að heimsækja kammer- herra páfans, greifa Christofer de Paus. Ég hafði bréf til hans frá séra Meulenberg og kort frá Sveini Björnssyni, sendiherra. Greifinn bjó á hóteli í Róm. Hann var sérlega göfugmannlegur að sjá. Hann var norskur að ætt, en átti herragarð í Svíþjóð og varði á hverju ári nokkrum tíma til sjálfboðaþjónustu í páfa- garði. Við töluðum margt og mikið, og fann ég, að hann var fróður um ísland og hag þess. Einu sinni í samtalinu spirrði hann mig, hvort mig langaði ekki til að sjá páfann. Ég kvaðst nú ekki hafa búizt við því, en annars þætti mér það mjög fróð- legt, og spurði, hvort páfinn kæmi á þessum tíma opinberlega fram í Péturskirkjunni. Hann kvað nei við því, en sagði, að ég gæti fengið áheym hjá páfanum. Ég sagðist hafa haldið að til þess þyrfti svo miklar umsóknir og þessháttar. Greifinn sagði: „Ég veit ekki, hvort ég get útvegað yður einkaáheyrn, en eft- ir nokkra daga verður opinber áheyrn hjá páfanum, og þar getið þér vel komizt að.“ Ég bað greifann um fram a!la muni að reyna ekki að fá einkaáheyrn, þvi að ég hefði ekkert erindi við páfann, sem réttlætt gæti slíka áheyrn, en hitt mundi mér vel líka að vera einn i múgnum. Svo felldum við það tal niður. Morguninn eftir fór ég snemma út að skoða Colosseum og Fórum Romanum. Ég var þar fram til hádegis og varð feikna hrifinn að reika þar xnn hinar ævagömlu rústir frá hinni fornu Rómaborg og einsetti mér að verja öðrum hvorum degi árdegis að skoða þær. Er ég kom heim til min afhenti hótelvörðurinn mér stórt bréf með innsigli páfans. Það var frá hirðskrifstofu páf- ans, og var ég kvaddur til að mæta við hina opinberu áheyrn (audienza generale) kl. 9 árdegis þann 21. maí. Klæðnaður karlmanna: hátíðisbúningur, eða prestabúningur. Ég fór svo á fund kammerherrans og þakkaði og spurði, hvort prestafrakki minn gæti gengið, og kvað hann svo vera. Ég spurði hvernig ég ætti að haga mér hið ytra og hvort ég ætti að segja nokkuð við páfann sem kveðju eða þessháttar. Greifinn gaf mér þær upplýsingar, að ég þyrfti ekkert að segja. Páfinn gengi fram hjá röðunum og ávarpaði hvern mann og gæfi blessun sína. Það væri siður að falla á kné, meðan hinn heilagi faðir gengi fram hjá, en þess þyrfti ég ekki sem prótestanti. En kurteisisskylda þætti það að kyssa á St. Péturs-hringinn, er páfinn rétti höndina að manni. Og iþó, ef það striddi á móti trúarkennd minni, gæti ég sleppt því. Ég hló og kvaðst ekki geta séð, að venjuleg kurteisi kæmi í bága við trú mína. Ég fann, að kammerherrann varð glaður við þessi orð min. Svo þegar við höfðum nú talazt við um þetta sagði kammerherrann: „Ég hef nú annars skilaboð til yðar frá eimnn af kardinálunum." Ég leit víst undrandi upp og spyrj- andi. Hann sá það og sagði: „Ég sagði kardínála van Rossum frá yður í gær, og hann bað mig að spyrja yður um, hvort þér hefð- uð nokkuð á móti að heimsækja hann, ekki i áheyrn, heldur sem gestur hans. Ég sagði auðvitað, að því færi fjarri, að ég hefði nokkuð á móti því. þvert á móti fyndist mér það mjög fróðlegt og þar að auki heiður. Svo ritaði greifinn eitthvað á nafnspjald sitt og sagði, að ég skyldi afhenda það ásamt nafnspjaldi mínu dyraverði hallarinnar. Hann sagði, að kardínálinn byggi i Própagandahöllinni, sem stæði við Piazza di Spagna, vinstra megin, er komið væri nið-ur þrepin, er vissu niður að torginu. Svo fór ég þangað þegar á eftir. Ég skilaði kortinu og beið svo örlitla stund í forsal hallarinnar. Svo kom prestur og bað mig að fylgja sér. Við gengum upp breiðan stiga, og svo leiddi prestur- inn mig inn i móttökusal og bauð mér sæti og bað mig að biða litla stund, og fór sína leið. Rétt í því kemur hár og glæsilegur maður til min og kveðst vera einkaskrifari kardinálans og bauð mig velkominn, settist síðan hjá mér og fór að tala við mig á ensku. Hann skýrði mér frá þvi, að hans emíneza, kardinálinn, hefði mikinn áhuga fyrir fslandi og væri að hugsa um að heim- sækja ísland á þessu sumri, en þetta væri nú á engra vitorði nema hins heilaga föður, og hann bað mig um að geta ekki um það við kammerherra de Paus. Allt í einu, i miðju samtali, spratt hann upp og hneigði sig og bað mig að fylgja sér til kardínál- ans. Ég bjóst við, að hann hefði fengið merki, sem ég varð ekki var við. Svo fylgdi hann mér inn í stóran og mjög fagran sal, nefndi nafn mitt hátt og fór út. Inni í miðjum salnum sá ég mann í geistlegum klæðum koma á móti mér. Hann rétti mér höndina og bauð mig veLkominn. Svo leiddi liann mig að legu- bekk og bauð mér sæti og tók stól og settist gagnvart mér. Hann spnrði, hvort ég vildi tala frönsku eða þýzku, en ég kaus að tala latínu. Nú kom mér vel æfingin, sem ég hafði fengið á leiðinni yfir Alpafjöllin. Kardínálinn kvaðst hafa mál, er hann vildi gjarnan fá upplýsingar mn. Það væri í ráði að gjöra fsland að „postullegri præfectur,“ þvi að nú lægi það undir biskupn- um kathólska í Danmörku, en þar sem það nú væri orðið sjálf- stætt konungsríki, væri það viðurkvæmilegt, að það yrði kirkju- lega sjálfstætt (Auðvitað átti hann við kathólsku kirkjuna). En með þessu fylgdi það, að settur yrði „præfect“ sem æðsti maður kathólsku kirkjunnar á íslandi. Svo útskýrði hann fyrir mér, að præfectinn væri maður með biskupsvaldi, en óvígður, eða þannig skildist mér það. Nú vildi hann spyrja mig í trúnaði um katli- ólska prestinn í Reykjavik, séra Meulenberg, hvaða álit ég hefði á honum til þess að verða præfect. Ég sagði, að það vissi ég ekki, þar sem mér væri ókunnugt um skyldur og störf þess embættis, en það gæti ég sagt, að séra Meulenberg væri liinn virðulegasti AKRANES 63

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.