Akranes - 01.01.1957, Síða 6

Akranes - 01.01.1957, Síða 6
ur í verzlunarsökum á Bíldudal og gat því hagað sér eftir eigin höfði, en nú þrengdist um fjárhaginn, þar sem hann hafði nú engrar hjálpar að vænta frá hinum fyrri félögum sínum.1) Vildi honum nú til að batnaði í ári og fiskverð hækkaði. Átti hann þó við ýmsa örðug- leika að stríða á þessum árum, sem að- eins var dugnaðarmanns að brjótast í gegnum. Á vetrum þurfti hann stundum að fara til Kaupmannahafnar til að ann- ast sölu á afurðum sínum og gera inn- kaup á vörum, því að hann mun hafa haft reynslu fyrir því, að „sjálfs er hönd- in hollust". Á þeim árum komu hin dönsku póstskip aidrei til Bildudals að vetrarlagi. Varð Thorsteinsson því oft um miðsvetrarleytið að fara landveg frá Bíldudal til Reykjavikur, og voru það oft hinar mestu svaðilfarir, að sögn fylgdarmanna hans. Það var fyrst 1898 að ég man fyrst eftir eimskipsferð til Bíldudals um miðs- vetrarleytið, og var það póstskipið „Laura“ frá hinu Sameinaða gufuskipa- félagi í Kaupmannahöfn, en eftir það fóru að verða reglulegar póstskipaferðir sumar og vetur samkvæmt áætlun. Voru það skipin Laura, Thyra og Vesta, og ennfremur Skálholt til strandferða. Árið 1887 bættust 2 ný fiskiskip við hin tvö, er áður voru talin. Hétu þau „Kjartan“ og „Katrín“, og voru þau að nokkru leyti bændaeign, þótt Thorsteins- son ætti í þeim og fengi þau bæði að lokum. Thorsteinsson sá snemma, að eins og ') Ýmsar sagnir mynduðust um það, að þeg- ar hinir gömlu verzlunarfélagar Thorsteinssons hafi frétt uppgang hans, hafi þeir átt að leggja á hann fæð mikla, svo að ekki sé meira sagt. Sagnir þessar eru ærið þjóðsögukenndar og ótrú- legar á þeim tímum, og verða þvi ekki ritaðar hér. staðháttum og atvinnuvegum tar háttað í sveitunum í nágrenrý Bíldudals, að svo að segja öll afkoma verzlunarinnar byggðist á því að fiskframleiðslan yrði sem mest. Lagði hann því allt kapp á að efla hana eftir fremsta megni. Um 1890 keypti hann þilskipið „Frisk“, er hann nefndi Helgu, og 1892 keypti hann skip frá Reykjavík er Eimngin hét, og nefndi hann það Ástu Borghildi. Sama ár lét hann smíða á Bíldudal þilju- bát er hann nefndi Gyðu. Það ár keypti iiann á Isafirði allstórt hús (18X12 m), lét flytja það til Bíldudals og setja það þar upp. Skyldi það vera til fiskgeymslu. Einnig lét hann stækka fiskreitana og leggja járnbraut eftir þeim út undir Banakletta. Þá byggði hann og timbur- hús eitt er Glaumbær var nefndur og skyldi það vera aðsetursstaður verkafólks, því að nú var verkafólk tekið að streyma að úr öllum áttum, og ekki sízt frá Reykjavík. Afli var þá oft góður með köflum, og komu róðramenn úr öðrum plássum með báta sína til að stunda veið- ar á Arnarfirði. Lét Thorsteinsson þvi byggja verbúð allstóra utarlega á reitun- um er hann ætlaði róðrarmönnum. Aldr- ei var húsið þó notað til þess, en var út- búin og leigð sem ibúðarhús. Tóku menn nú að flytja til Bíldudals og byggja sér ibúðarhús, er óðum fjölgaði. Einnig lét Thorsteinsson byggja brauðgerðarhús hér um bil á grunni þeim, er Beykishúsið hafði staðið, en það hús hafði hann látið rífa á fyrstu verzlunarárum sínum. Þá var stofnuð Góðtemplarastúka á Bíldu- dal, og byggði hún húsið Baldurshaga, en Thorsteinsson lánaði efnið. Hefur það hús fram undir þennan tima verið aðalsamkomuhús og leikhús Bilddæla. Árið 1893 lét Thorsteinsson smíða fiskiskipið Rúnu. Það ár byggði hann smiðju og útvegaði til hennar öll ný- f> AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.