Akranes - 01.01.1957, Side 10

Akranes - 01.01.1957, Side 10
liggja við úti í Veídölum á vorin, því að þar var styttra til sóknar. Hins vegar var óhægt mjög og örðugt að sækja það- an salt að Bíldudal, en það er um 13 sjómílna vegalengd. Á haustum og vetr- um var það og oft sem undir högg að sækja að ná nauðsynlegum vörum frá Bíldudal sökum brima í Dölum. Þetta vissi Thorsteinsson vel. Bauð hann nú öllum Arnfirðingum, er seldu honum fisk, að flytja til þeirra ókeypis salt og aðra vöru, er þeir pöntuðu, einnig að sækja fisk þeirra annað hvort verkaðan, eða blautan, og skyldi hann þá láta verka hann fyrir væga borgun. Þóttu þetta þægindi miki'l, enda var nú Thor- steinsson tryggður fiskurinn. Til flutn- inga þessara hafði hann fyrst skonnorlur þær er voru í þjónustu hans, og var stundum sjálfur með í förinni. En ekki þótti honum hinir dönsku stimamjúkir til slikra smásnúninga. Tók hann þá -ið nota ýms af gömlum skipum, sem hann átti til flutninga þessara. Loks keypli hann lítinn, enskan gufubát, er hami lét endurbæta. Var hann síðan hafður (árin 1904—1907) til að draga stóra uppskipunarbáta, þá sem fluttu vörurnar og sóttu fiskinn. 1908 var bátur þessi fluttur til Viðeyjar og var ætlað það starf að flytja injólk þaðan til Reykja- víkur, en sökk skömmu síðar þar á sundinu. Eftir það voru mótorbátar hafð- ir til flutninga um Arnarfjörð. Á haustum var aldrei róið í Verdölum sökum brima. Ymsir Súðfirðingar og menn úr Arnarfirði innanverðum reru þá sumir á Álftarmýri en aðrir í Hlaðs- ból, sem er milli Álftamýrar og Baul- túra. Til þess að tryggja sér þann fisk lét Thorsteinsson reisa hús allstórt í Hlaðsbót. Skyldi það bæði vera verbúð þeirra manna, er seldu honum fisk sinn, og einnig saltgeymsla handa öðrum Norðstrendingum, er við hann skiptu. Var fiskurinn seldur flattur og þveginn i salt, og hafði Thorsteinsson þar mann á haustin til að vigta fiskinn inn og salta. Var hann svo sóttur að vorinu og fluttur til Bíldudals. Einnig byggði hann lítið hús á Hellu til saltgeymslu handa Dalamönnum. Eitt af störfum Thorsteimsons, sem einna minnst hefur borið á, og ferða menn munu naumast veita eftirtekt, en eflaust eitthvert af dýrusu verkum hans, er grjótskans sá, er byggður var eftir fjörunni frá Innribryggju og út fyrir Oddalæk. Er hann um 130 m langur, hlaðinn úr stórgrýtisbjörgum; voru þau flest sótt út að Banaklettum og keyrð inn eftir á vögnum. Brotnaði þar margl tréð og margur vagninn. Var }>etta bæði illt og hættulegt starf. Vissi ég þó aldrei til að nokkur maður meiddisl í fingri auk heldur meira, og mátti það furðu gegna. Stóð bygging garðs þessa yfir í mörg ár, enda var hún aðeins ihlaupa- vinna þegar ekkert annað var lil að gera, er nauðsynlegra þótti. Flest eyrarvinna var þá örðug mjög í samanburði við það, sem nú gerist, því þótt Thorsteinsson væri með ýmsa tækni langt á undan flestum stéttarbræðrum sínum hérlendis, kunnu verkstjórar hans, er oftast voru þröngsýmir og menn hins gamla tíma ekki að nota hana, og varð árangur vinnunnar því oft í öfugu hlutfalli við stritið. Um, og rétt eftir aldamótin mun verzluriar- og útgerðarstarfsemi Thor- steinssons hafa náð hámarki sinu á Bíldudal. Voru þar þá eins og áður er sagt fleiri en 20 fiskiskip og sum þeirra stór. Þá voru í kauptúninu 22 íbúðarhús auk geymsluhúsa, en alls um 50 hús séu öll smáhýsi talin. Þar af voru 14 hús er verzluninni sjálfri tilheyrðu. A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.