Akranes - 01.01.1957, Side 14

Akranes - 01.01.1957, Side 14
þeirra í vondum veðrum. Var þá venja hans að senda um fjörðun.v), til að spyrjast fyrir, hvort vart hefði orðið við þau, eða hvort þau hefðu þangað homið. Ef hann frétti þá að þau lægju á höfn- inn varð hann glaður við og lék við hvern sinn fingur. Thorsteinsson var maður fríður sýn- um. Hann var meðalmaður á hæð, en gildvaxinn. Svipurinn oftast nokkuð al- varlegur og stundum þungbúinn. Þegar vel lá á honum var hann skemmtilegur og brosmildur, einkum væri hann heima í húsi sínu, því að hann var maður gest- risinn og góður heim að sækja. Árris- ull var hann mjög, og gekk út um morgna áður vinnutími hófst, en lagði sig jafnan fyrir stundarkom um hádeg- isbilið, ætti hann ekki því annrikara. Venjulegast gekk hann á svörtum eða dökkleitum fötum, með niðurliggjandi, stífan flibba og svart bindi um hálsinn, svart kaskeiti eða enska húfu á höfði. Hatt hafði hann sjaldan nema á ferða- lagi á sumrum. Aldrei sá ég hann ljós- klæddan. Yfirhöfn eða kápu notaði hann sjaldan heima við, og varla þótt rigning væri. En væri bitur kuldi, notaði hann stundum yfirfrakka með loðbriddingum um háls og úlnliði, og reykti þó stundum gamla, stutta merskúmspípu. Bindindis- maður var hann ekki, og hafði oftari vínsölu mikla, en þótt vínbirgðir væru bæði í verzluninni og á heimili hans minnist ég þess aldrei að ég sæi hann nokkru sinni ölvaðan, og ekki þótt á samkomum eða gleðifundum væri. Hversdagslega var hann stilltur og ávarpsgóður við hvern sem var, en var þó talinn bráðlyndur nokkuð ef því var að skipta. Mun hann verið hafa nokk- uð seintekinn, sem kallað er, en tryggur ’) Sími var þá enginn. þeim, sem vináttu hans náðu. Væri leitað hjálpar hans í einhverjum bágind- um, svo sem sjúkdómstilfellum eða öðr- um vandræðum, var hann skjótur til úr- ræða, og gekk að því með sama dugnað- inum og kappinu og öllu öðru. Bæði var han talinn ráðhollur og ráðagóður þeim, er leituðu ráða hans. Börn áttu þau Thorsteinsson og frú Ásthildur mörg, og komust flest þeirra til fullorðins ára. Það þeirra, sem kunn- ast var almenningi, var Guðmundur list- málari (er í æsku var kallaður Muggur). Var hann valmenni mikið og hvers manns hugljúfi. Yngsta dóttir þeirra hjóna hét Guðrún. Var hún á barnsaldri þá er hún fór frá Bíldudal, en þó orðin stálpuð. Var hún yndislegt stúlkubarn. Hún átti síðar Gunnar Egilsson, og voru þau nokkur ár búsett í Barcelona á Spáni. Mörgum þótti dofna mjög yfir Bíldu- dal við brottför Thorsteinssonshjónanna, því að þessi mannmarga fjölskylda hafði haft mikil áhrif í kauptúninu bæði á skemmtanalíf og fleira. Er mér sérlega minnisstætt hve mikil viðbrigði það voru að sjá á vetrarkvöldum þetta mikla hús i svarta myrkri, þar sem dauðaþögn ríkti, er áður hafði verið uppljómað i skínandi birtu, og oft ómað af glaðværð, söng og spili. Og enn er ekki laust við það, að heimili þetta standi fyrir hug- skotssjónum gamla fólksins sem heillandi „Niflungaheimur“ frá löngu liðnum öld- um. Mjög hafa verið skiptar skoðanir manna um það, hversu verziunarhættir Thorsteinssons hafi hagkvæmir verið al- menningi. Eldra fólkið litur á verzlunar- tímabil hans sem gullöld Bílddæla, þeg- ar það sé borið saman við hvernig þá var í öðrum verzlunarstöðum landsins, þar sem fólk fluttist þaðan til Bíldudals, 14 A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.