Akranes - 01.01.1957, Side 16

Akranes - 01.01.1957, Side 16
S. HEIÐAR: Nohhur jmnkdhrot um músik Músik! Hvílíkl djúp fegurðar, unaðnr og hrifningar rúmar þetta litla orð! Eng- in orð geta lýst því, sem þetta hugtak felur i sér. Það er svo margt í tilverunni, sem engin orð ná yfir. Hver getur t. d. lýst fegurð sólarlagsins stundum á vorin, hérna í Reykjavík, litbrigðunum í Esj- unni á kvöldin? Hver getur lýst fögrum vormorgni í fallegri sveit, fyrst kyrrðinni og síðan lífmu? Alls þessa og margs ann- ars er aðeins hægt að njóta í þögn, þvi að tungan er lömuð af hrifningu. Músik er að því leiti lík Ritningunni, að því dýpra sem maður sekkur sér nið- ur í hana, því meiri fegurð og yndisleik er að finna. Þetta er mjög skiljanlegt, þvi að músikin — hin sanna eða ekta músik — er ein af stærstu náðargáfum Guðs og hefir komið þvilíku til vegar i Guðs verki á jörðunni frá upphafi, að ekki er á færi nokkurs manns að gera því full skil. Það yrði of langt mál að segja hér frá því sem merkustu menn á sviði tón- listarinnar og bókmenntanna hafa sagt um þessa drottningu listanna. Hér skulu aðeins þrjú dæmi tilfærð. Ruskin, fræg- ur rithöfundur sagði, að það væri fernt, sem maðurinn gæti ekki lifað án, en það er: Matur, húsaskjól, klæðnaður og mú- sik. Stórskáldið Göethe skrifaði vini sín- um, að tónhstin væri fegursta opinberun Guðs. Hinn mikli tónajöfur Beethoven sagði, að tónlistin væri opinberun, æðri allri mannlegri speki. Ég hefi ekki hitt fyrir nema örfáa menn, sem ekki hafa 16 haft yndi af músik. Ug enga skepnu þekki ég — að kettinum undanteknum — sem er frábitin músik. Ég hefi sér- staklega tekið eftir t. d., að flugur hafa yndi af henni. Innst inni þráum við þá nautn, sem músikin veitir, en það er ekki víst að við gerum okkur yfirleitt grein fyrir þessu. Allir munu eiga sammerkt í því að þrá samræmi, eða það sem Grikkir kalla harmoni. Einhver æðsta og göfug- asta nautn sálarinnar er músik. Hú.n lyftir okkur upp yfir hið hversdagsiega og erfiða og er fær um að vekja hinar fegurstu og beztu kenndir. Hún hefir einkennilega mikinn mátt til að fjarlægja allt, sem skyggir á og er leiðinlegt í lífi okkar. Áhyggjur og erfiði hverfa eins og dögg fyrir sólu, þegar við hlustum á fagra músik, — jafnvægi og kyrrð í huga og sál kemur í staðinn. Um þetta eru óteljandi dæmi, og sjálfur get ég um þetta borið af eigin reynslu. Allir kann- ast við dæmi um þetta úr Ritningunni, þegar Davíð lék á hörpuna fyrir Sál kon- ung. Þessara áhrifa frá músikinni gætir bæði hjá ungum og gömlum. Bamið sofnar rótt við vöggusöng móður sinnar. Gamli maðurinn viknar við, þegar 'hann heyrir lagið, sem mamma hans söng fyr- ir hann í æsku. Glæpamaðurinn í fang- elsinu kemst við þegar hann heyrir ein- hvern æskusöng sinn. Viss er ég um að ungverska flóttafólkið, sem hingað er nýkomið, verður snortið ef það heyrir þjcðsöng sinn eða þjóðlög leikin eða AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.