Akranes - 01.01.1957, Page 23
Stykkishólmur:
Hafskipabryggjan
og bœrinn i
baksýn.
(Ljósm.: Árni
BöSvarsson )
Danakonungur sér forkaupsrétt á þessum
varningi, og urðu kaupmenn að sjálf-
sögðu að lúta því.
Árið 1706 leigði konungur Stykkis-
hólmshöfn, eða heimild til verzlunar
par, fyrir 1575 rd., en eftir stórubólu
(1707) hnignaði svo sjávarútvegi í
Breiðafjarðareyjum, að árið 1715 fékkst
ekki hærra boð en 400 rd. — og árið
1730 fékk konungur ekkert tilboð í leigu
á verzluninni. Um þessar mundir fóru
litlar sögur af einokunarkaupmönnimi
í Stykkishólmi, eins og raunar viðar.
Verzlunin var óvinsæl af almenningi,
enda margskonar ójöfnuður hafður í
frammi af kaupmönnum, sem voru und-
ir harðri stjórn Danakonungs eða manna
hans.
Árið 1768 fluttist skemmt mjöl til
allra hafna á íslandi, svo að stjómar-
völdin (Skúli fógeti) fyrirskipaði sýslu-
mönnum að skoða mjölið hjá kaupmönn-
um og fleygja því, sem ekki var manna-
fæða. Magnús Ketilsson skoðaði mjölið i
Stykkishólmi og lét hleyj)a úr pokum
niður fyrir háa bakka framundan kon-
ungshúsunum.
Síðasti verzlunarstjóri einokunar í
Stykkishólmi var Didrik Hölter. Hann
keypti verzlunai'hús og vörubirgðir kon-
ungsverzlunarinnar, er hún var lögð nið-
ur 1786 — og var eini kaupmaðurinn í
Stykkishólmi næstu sjö árin. Hölter hafði
verið verzlunarstjóri á Skagaströnd og
flutti þaðan til Stykkishólms. Hann átti
eigin kaupskip, sem sigldu fram og aft-
ur með vörur hans. Martha, dóttir hans,
giftist Stefáni amtmanni Stephensen á
Hvítárvöllum, sem var einn sona Ólafs
stiftamtmanns — og er margt merkra
manna af þeim komið.
Árið 1794 hóf Jón Kolbeinsson verzlun
í Stykkishólmi. Jón var fæddur 1764,
sonur sjera Kolbeins Þorsteinssonar í
Miðdal í Árnessýslu, sem er ættfaðir
mikilla ætta, sbr. ættarskrá niðja hans,
sem sjera Bjarni Þorsteinsson á Siglu-
fix-ði tók saman og gaf út. Jón Kolbeins-
son gekk í Skálholtsskóla og útskrifaðist
þaðan aðeins 17 ára gamall 1781. Hon-
um var ætlað að vei'ða prestur, en hann
snéri sér að verzlunarstöi’fum, og réði
sig í þjónustu konungsverzlunarinnar í
Flatey, hjá Pétri Kúld verzlunarstjóra,
AKRANES
23