Akranes - 01.01.1957, Page 25
af bankaseðlum, sem urðu einskis virði.
Jón Kolbeinsson dó 1836 og var jarðsung-
inn að Helgafelli. Húseignir hans keypti
Jakobsen apotekari — og stofnsetti þar
lyfjabúðina 1838, en hann var fyrsti lyf-
sali í Stykkishólmi. I3á voru hvergi
lyfjabúðir hér á landi, nema í Reykja-
vík og á Akureyri, enda var fyrsta lyfja-
búðin á ísafirði útibú frá Stykkishólms-
lyfjabúð.
Bogi Benediktsson stjórnaði verzlun
Ölafs- Thorlaciusar af mikilli festu, en
var'' talinn harðdrægur í viðskiptum —
og eru margar sögur um það. Hann varð
ríkur maður — og eignaðist fjölda jarða
um nærliggjandi héruð.
Ólafur Thorlacius dó óvænt 1815, að-
eins 54 ára að aldri. Féll hann af stræt-
isvagni í Kaupmannahöfn. Synir hans,
Árni og Ólafur voru þá börn að aldri
— og gerðist Bogi fjárhaldsmaður þeirra
og ráðunautur ekkjunnar. Dánarbú Ól-
af.s riddara Thorlaciusar mun hafa ver-
ið talið auðugasta bú hér á landi á þeim
tíma. Bogi tók við yfirstjóm verzlan-
anna, en þær voru þrjár, í Stykkishólmi,
á Bíldudal og á ísafirði (Hæztikaupstað-
urinn), auk skipa. Guðrún, ekkja Ólafs
Thorlaciusar, gifti sig aftur árið 1818
— og skipti hún þá búinu og afhenti
sonum sínum arfahluta þeirra sem fjár-
haldsmaður bræðranna. Bogi Benedikts-
son veitti móttöku fyrir þeirra hönd.
Árni Thorlacius tók við eignum sín-
um af Boga árið 1827 og settist að i
Stykkishólmi, en Bogi Benediktsson flutti
inn að Staðarfelli og lifði þar á efnum
sínum — og stundaði fræðiiðkanir. Árni
var merkur maður. Hann mun hafa ver-
ið fyrsti Islendingur, sem tók skipstjóm-
arpróf erlendis. Hann erfði stórt hafskip
með verzlun sinni — galeasinn „Bil-
dahl“, sem síðar var nefndur Stykkis-
hólms-galeasinn. Hann fór margar ferðir
til útlanda á þessu skipi sínu á næstu
árum. Sumarið 1828 fór hann á skipi
sínu til Björgvinjar og sótti timbur i
ibúðarhús sitt, „Norska húsið“, sem enn
stendur í Stykkishólmi og er nú eign
Kaupfélags Stykkishólms. Ferð Árna til
Björgvinjar gekk svo að óskum, að eftir
hálfan mánuð, frá því að hann lagði
af stað frá Stykkishólmi, var hann kom-
inn heim aftur með skip sitt hlaðið
timbri — og var þilfarshleðslan í mið
möstur. Árni rak verzlun og gerði út 3
fiskiskip i Stykkisólmi næstu árin — en
kaupmennskan og útgerðin var honum
ekki ábatasöm — og eftir 10 ár, eða
1837, var hann kominn í miklar skuld-
ir við umboðsmann sinn í Kaupmanna-
höfn, sem hét Sass. Það varð að sam-
komulagi, að Sass keypti af Árna verzl-
unina og skipin, en að öðru leyti sat
Árni eftir með aðrar eignir sínar, sem
voru miklar og entust honum alla æfi.
Árni andaðist fjörgamall árið 1891.
Eftir að Sass hafði yfirtekið verzlun
og útgerð Áma Thorlaciusar sendi hann
ungan mann, Marlin Smidt, til að veita
henni forstöðu. Smidt dvaldi aðeins 5
ár í Stykkishólmi — en telja verður, að
hann hafi sótt þangað mikla gæfu. Hann
giftist einni af dætrum Boga Benedikts-
sonar og fék með henni mikil efni. Eft-
ir veru sína í Stykkishólmi flutti Martin
Smidt til Reykjavikur og var þar mikils
metinn borgari. I sama mund, eða 1842,
keypti Hans A. Clausen verzlunina af
Sass og tók þá Páll Hjaltalín við henni
og stjórnaði henni af mikilli fyrirhyggju
til dauðadags árið 1876. Þótti Páll
Hjaltalín merkur kaupmaðm'. Hann var
kvæntur Jenssínu Steinback, systur
Magðalenu, konu Áma Thorlaciusar.
Um og eftir miðja 19. öld (1840—
1860) verzluðu tveir synir Boga Bene-
diktssonar í Stykkishólmi, og gerðu skip
AKRANES
25