Akranes - 01.01.1957, Síða 30
Siglufjartiartogarinn „Ellifii".
f s#e(u jSiglufjarðdr
Eftir ÓL. B. BJÖRNSSON — Þriðja grein.
★ Hvað var upp úr því að hafa?
Ég lagði mikla vinnu í að rannsaka
nákvæmlega gamlar fiski- og útflutnings-
skýrslur frá fyrstu tíð. Það var gert í
því augnamiði, að vita hvort ekki væri
hægt að gefa af þessu nokkuð glögga
heildarmynd gagnvart ]>yngd og verð-
mæti.
Þegar ég hafði unnið undirbúnings-
vinnuna faimst mér vera á þessu svo
mörg vandkvæði, að mér hraus hugur
við, að ætla mér þá dul, að komast svo
vel frá því, að til nokkurs gagns væri.
1 fyrsta lagi eru fiskiskýrslur ekki
til fyrr en seint og síðarmeir, og útflutn-
ingsskýrslurnar eru ónákvæmar. Miklar
sveiflur i veiðum og verðlagi, og það
sem enn verra er, stundum metið og
vegið sitt með hverjum hætti.
Eins og sagt var í síðustu grein, telur
Hagstofan, að fram um 1915 hafi meg-
inið af þvi, sem út var flutt af síld, verið
á vegum útlendmga. Eftir því að dæma,
hafa útlendingar flutt út síld eftirtalin
ár sem hér segir:
Söltuð síld, tunnur: 1849, 23; 1855,
5; 1868, 2566; 1870, 183; 1880, 95.760.
30
A K R A N E S