Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 38
og veru valið þér hvaða starf sem vera
skal, þar sem eitthvað reynir á líkam-
legt atgervi. Þú getur þá valið þér ævi-
starf, hvort heldur er í iðnaði, land-
búnaði, sjósókn, viðskiptum og verzlun
eða opinberri þjónustu. Sértu hins vegar
heilsutæpur eða veikbyggður mun vera
skynsamlegra fyrir þig að forðast störf,
þar sem þú mátt búast við vosbúð og
talsverðum átökum. Ef þannig stendur
á fyrir þér, munu þér henta betur skrif-
stofustörf en sjómennska, frekar störf
í léttum iðnaði en þungaiðnaðinum.
Garðyrkja myndi henta betur en önnur
landbúnaðarstörf. f öðru lagi getum við
spurt unglinginn: Fellur þér betur að
vinna úti eða inni. Ef þú kannt bezt við
þig úti í hreinu lofti, skaltu athuga um
hvaða störf er að ræða í sambandi við
landbúnað, sjósókn eða iðnað. Viljirðu
hins vegar helzt vinna inni, skaltu at-
huga hvað þér fellur bezt, afgreiðsla
í sölubúð, skrifstofustörf, verksmiðju-
störf, kennsla eða ýmiss iðnaðarstörf.
Hvort sem þér falla úti eða innistörfin
betur, þá er um margt að velja. Þriðja
spurningin gæti hljóðað þannig: Kanntu
betur við þig í margmenni eða fámenni?
Ertu feiminn eða lætur þér vel að um-
gangast margt fólk? Feiminn maður á
ekki heima við afgreiðslustörf, þar sem
hann verður að gera ráð fyrir því að
ræða við ókunnugt fólk oft á dag. Hon-
um myndi ekki heldur henta að vera
kennari, stjórnmálamaður, sölumaður eða
erindreki. Hins vegar gæti hann unað
sér vel við alls konar landbúnaðarstörf,
á litlu iðnverkstæði eða við bókhald á
skrifstofu. En eins og margmennið er
feimna manninum til leiðinda, eins er
fámennið þeim, sem sækist eftir annarra
félagsskap, ömurlegt og jafnvel lítt við-
unandi.
Fjórða spurningin er: Hefurðu áhuga á
tækni? Ef svo er, verðurðu að afla þér
meiri þekkingar á því sviði en fáanleg
er í nokkrum íslenzkum skóla. Ef þú
vilt ganga úr skugga um, hvað tasknin
eiginlega er, verðurðu að fara á vinnu-
staðina, tala við þá, sem kunna að fara
með vélamar, biðja þá að útskýra fyrir
þér hvernig þær vinna, fá að sjá, hvern-
ing þær eru settar í gang og hvemig
þær breyta óunnu efni í fullunna vöm.
Sá, sem ætlar að verða iðnaðarmaður, og
þó einkum arkitekt eða verkfræðingur,
verður að hafa glöggan skilning á tækni
og mikinn áhuga á henni. En eins og
þjóðfélagið er nú, má svo að orði kveða,
að enginn maður geti án nokkurrar
tækniþekkingar verið.
Fimmta spumingin er: Ertu listrænn,
og þá, á hvaða sviði? Ef um greinilega
listræna hæfileika er að ræða, getur
komið til mála að gerast listmálari,
myndhöggvari, rithöfundur eða tónskáld,
en rétt er að gera sér ljóst, að aðeins til-
tölulega mjög fáir menn í eins litlu
þjóðfélagi og hið íslenzka er, geta gert
sér vonir um að geta lifað sæmilegu lífi
af listsköpun einni saman. Þar eð mikils
virði er, að listrænir hæfileikar fái að
njóta sín, er skynsamlegt að athuga
hvort ekki sé um störf að ræða, sem
tryggja fólki sæmilega afkomu og eru
listræn samtimis. Við getum fljótlega
gengið úr skugga um að svo er. Söng-
kennarinn, teiknikennarinn, blaðamaður-
inn, málmskurðarmaðurinn, gull- og silf-
ursmiðurinn, myndskerinn og úrsmiðm--
inn þurfa allir að vera meira eða minna
listrænir ef vel á að vera, og enn fleiri
störf gera nokkrar kröfur til listrænna
hæfileika. Sjötta atriðið, sem máli skiptir
er, hvort unglingurinn er hjálpsamur eða
eigingjarn.
Hjálpsamur maður er í raun og veru
alls staðar vel þeginn, en sérstaklega
38
A K R A N E S