Akranes - 01.01.1957, Síða 49
Landvegur liggur fyrst um víðlent og
frjósamt hérað, en þegar upp eftir dreg-
ur tekur mjög að þorna upp jarðvegur
og sneggjast. Verður þá hraun undir
víða og sandorpið eða sandblandið allt
land, svo á gróðri sér, og sums staðar
er örfoka hraun upp úr eða sandgeirar
stórir. Stendur þar orrusta sandgrœðsl-
unnar og uppblástursins og sér nú glöggt
hvor sigra muni ef ekki koma stórfelld
náttúruáfelli eða fjarskaleg óáran í
mannfólkið. Var það glöggt fyrir mér,
sem vel man Skarðsfjall á Landi frá
árunum fyrir 1930, að mikið hefir mel-
grasið aukizt þar í brekkukverkinni og
blasti það við úr bílnum þótt skammt
sœi frá sökum regnsudda. Var þar ekið
um uppblástursland og æði þerringslegt.
En skammt sunnan við Skarðsfjall er
stórbýlið Skarð. Þar er lækur á leiðinni
og þykir fáum furða, en lækurinn er
stór, að vísu ekki eins stór og Þjórsá, sem
ég áður fjargviðraðist yfir hve lítil gæti
sýnzt undir brúnni, en þó af læk að
vera hið mesta vatn og er svo um þá
fleiri lækina i Landssveit. Þar er þegar
upp eftir héraði dregur langt mjög á
milli yfirborðsvatna, en lækir þeir, sem
þar hittast, eru þá bara heilar dálitlar
ár að dómi aðkomumanna.
Ofan við Skarðslækinn fór fljótt að
spillast vegurinn. Var þar farið eftir
hlykkjóttum troðningum og löngum mis-
hátt undir hjólum, svo að menn lömdust
saman eins og kólfur og klukkuröð, ef
þeir höfðu lengd til að ná hvor til ann-
ars. Ekki varð það þó að meiðslum eða
óvildarefni, enda létti fljótt, sandgeiri
tólc við og varð þá önnur ákoman. Bar
okkur loks að efsta bæ sveitarinnar,
Galtalæk. Hefi ég farið þar um áður
nokkrum sinnum og þó aldrei án þess að
koma þar við. En nú varð ekki heimkom-
an og eru flestir góðir siðir niðurlagðir.
En þótt ekki væri endurprófuð marg-
reynd gestrisni Galtalækjar, þá var óhjá-
kvæmilegt að skipta sér af læknum, sem
bærinn dregur nafn af. Og reyndist
Guðmxmdi hann auðsigraður, en Jón Ey-
þórsson kunni sögu að segja um álit
hans við fyrstu sýn. Hafði hann farið
þar um í jöklaleið'angri sínum einum og
með honum víðförull og sprenglærður
Frakki auk annarra.
Hafði Frakkinn áhyggjur nokkrar af
Tungnaá, sem hann vissi á leið sinni
og milcið vatnsfall, en þegar þeir komu
upp úr þessum læk, hóf hann upp raust
sína og taldi ána alls ekki hafa verið
svo mjög slæma yfirferðar. Einhver kom
fyrir hann vitinu með vatnsföllin og
hafði það þær afleiðingar að honum
stökk ekki bros upp frá því fyrri en að
Tungnaá séðri og sigraðri. Þar tók hann
gleði sína aftur.
Sitthvað hafði okkur þótt að hreppa-
vegi þeirra Landmanna, en þó tók út yfir
þegar á fjallveginn kom. Hefi ég stund-
um riðið harðara þar upp eftir en Guð-
mundi miðaði fyrst eftir lækinn. Skilur
hann gróður og grjót, því að byggða
megin er bezta jörð, en til afréttar ör-
blásið hraun á kafla. En fljótlega náði
Guðmundur aftur þeim hraða að ég hefði
ekki kært mig um að keppa við, þótt vel
væri ríðandi. Skiptust þar á hraun,
sandar og háar jarðvegstorfur með grasi
eða skógi. Áður náði byggðin inn fyrir
lækinn og eru þar við leið leifar af
gróðurlendi jarðarinnar Merkihvols, sem
nú er að mestu fokin af yfirborði jarðar.
Framundan er girðing, liggur hún á
milli Rangár ytri og Þjórsár. Er það
stutt leið á sléttum sandi. Var þar all-
hávaðasamt, því að Þjórsá fellur þar i
fossi rétt hjá og fer ekki hljóðlega.
(Framhald í næsta hefti).
49
AKRANES