Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 53
ir Jóns í Tjörn. Þeirra verður síðar getið
í sambandi við litið hús þeirra við Suður-
götu 120.
Þá var þar um mörg ár frá 1933
Sigríður Þorbjarnardóttir, og um nokkur
ár með henni, sonur hennar Einar Run-
ólfsson.
Sigríður var fæid að Svignaskarði í
Mýrarsýslu hinn 1. ágúst 1879, dóttir
Þorbjarnar Davíðssonar bónda á Þor-
gautsstöðum Þorbjarnarsonar, gullsmiðs
á Lundum Ólafssonar. Móðir Daviðs
var Málfríður Sigurðardóttir frá Auga-
stöðum í Hálsasveit. Fyrri kona Þor-
bjarnar, og móðii- Sigríðar var Ólöf
Einarsdóttir frá Ásbjarnarstöðum í Þver-
árhlið. Eru þau Sigríður og Halldór skóld
á Ásbjarnarstöðum systkinabörn.
Sigríður Þorbjarnardóttir var lengi á
Arnbjargarlæk, i Höfn i Melasveit og á
Geldingaá. Hún tók saman við Runólf
Björnsson, sem lengi var á Leirá. Munu
foreldrar hans eitthvað ihafa búið í Leir-
ársveitinni, og verður þeirra og Runólfs
síðar getið í þessum þáttum.
Runólfur og Sigríður áttu saman tvö
börn:
1. Einar, sem áður getur, kvæntur Ingi-
björgu Guðmundsdóttur frá Ferju-
bakka. Þeirra dóttir heitir Þórhildur.
Þau skildu. Einar er greindur mað-
ur, liðlegur til allra verka og dug-
legur. Hann býr nú með móður
sinni á nokkrum hluta jarðarinnar
Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi.
2. Ólöf, gift Guðjóni Gíslasyni frá Jörfa
Jónssonar. Þau búa myndarbúi á
Syðstu-Fossum í Andakíl og eiga
þessi börn: Sigrún, Unnsteinn, Sig-
ríður Lilja og Þóra Stella.
Sigríður Þorbjarnardóttir er hin mesta
myndarkona, vel greind fróð, minnug,
vel verki farin og trölltrygg vinum sin-
um.
Á Bergþórshvoli var einnig í nokkur
ár Þuríður Þórðardóttir frá Glitsstöðum
í Norðurárdal. Hennar verður síðar betur
getið i sambandi við Grenjar og Fögru-
grund.
Nokkur síðustu árin bjó enginn í
Bergþórshvoli, en árið 1955 var hið
gamla íveruhús svo og mefylgjandi úti-
hús rifin. Nú hefur dóttur sonur Berg-
þórs og Ingu, Þórður skipstjóri Guðjóns-
son frá Ökrum, byggt á lóðinni tveggja
hæða steinhús, en það stendur nú aðeins
nær Skólabrautinni en hið gamla hús
áður.
Áma, sonar þeirra Bergþórshvolshjóna,
hefur verið getið í sambandi við Ráða-
gerði, en dóttur þeirra, Ingiríðar, verð-
ur síðar getið í sambandi við Akra við
Skólabraut.
115. Bæjarstæði, Suðurgata 106.
Þarna byggði fyrst litinn torfbæ Bjarni
Brynjólfsson 1898, á stórri lóð, er hann
keypti af Efstabæjarlóð. Bæriun virðist
fyrst virtur árið 1903, þá á 530 kr.
Árið 1908 rífur Bjarni bæinn en bygg-
ir á sama stað lítið timburhús — einlyft
á kjallara — 6,35 X g m. Ofan á þetta
hús byggir Bjarni svo árið 1926, og
stækkar samhliða nokkuð inngangsskru'-
inn við húsið. I þessu formi er liúsið
enn í dag.
Guðjón, sonur þeirra hjóna, bjó um
mörg ár í Bæjarstæði, þar til hann flutti
i sitt eigið hús, er hann byggði á Bæjar-
stæðislóð, og er nr. 103 við Suðurgötu.
Bjarni var f. í Móakoti í Innra-Hólms-
hverfinu hér á Akranesi 15. ágúst 1873,
en þar bjuggu þá foreldrar hans, Brynj-
ólfur TeitíSon, bónda á Kúludalsá og
hreppstjóra Brynjólfssonar, bónda í
Gerði Teitssonar vefara við Innréttingar
Skúla fógeta í Reykjavik, Sveinssonar
A K R A N E S
53