Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 56

Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 56
LEIKLIST: FYRIR KÓNGSINS MEKT Sjónleikur l fjórum þáttum eftir Sigurb Einarsson. — Tónlist eftir Pál Isólfsson. — Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Hljám- sveitarstjóri: Victor Urbancic. Leiktjalda- og bún'.ngateikningar: Lárus Ingólfsson. Höfundur þessa leikrits er þjcðkunnur maður en nýliði í leikritagerð, nema ef skrifborðsskúffa hans kynni að gcyma eitthvað, sem almenn’ngi er hulið. Aðal- viðburðirnir eru sóttir á spjöld sögunnar. Kópavogsfundurinn 1662 og aðdragandi hans er aðalefnið. Ef bera skyldi efnisval Sigurðar sarnan við efnisval Laxness í Islandsklukkunni, stendur Sigurður sál- fræðilega séð mjög höllum fæti. Mann- legt eðli er þannig, að það lætur sig meira skipta allt, sem ekki er leyst að fullu heldur en hitt, sem þegar er lokið. Við Islendingar höfum ekki enn endur- heimt handritin, og þess vegna verður okkur hugstætt allt, sem um þau er rætt og ritað. Hins vegar nöfum við gert upp allar sakir við konung og verð- ur því einveldisskuldbindingin í Kópa- vogi aldrei annað en minning. Að vísu minning, sem á sínum tíma orkaði sterkt á okkur við lestur snilldarlega ritaðrar fslandssögu Jónasar Jónssonar, en þó eigi nátengd því, sem við erum að berjast fyr- ir enn þann dag í dag. Kópavogsfundur- inn var í raun og veru sorgarleikur og flestir fslendingar munu hafa skapað mynd af þvi, sem þar gerðist, í hugum sér, einkum mun Árni Ölafsson, lögmað- ur, eiga öruggan sess í hugum þeirra, sem eitthvað vita um sögu fslendinga. Það er alltaf vandasamt að skrifa um drama raunveruleikans þannig að höf- undur dýpki og bæti það sem allir vita. Til þess að svo megi verða, þarf mikil dramatísk átök byggð á snjöllum mann- lýsingum, sem reistar eru á sálfræðileg um skilningi. Ekki verður með sr.nni sagt að höfundur hafi náð þessu marki. Hr.nn er svo heppinn, að leikrit hans er sjnt næst á eftir afburðalélegu íslcnzku leik riti og leikhússgestir því orðnir j'm- vanir, verður því ekki með sanni sagt annað en, að framför sé frá þvi scm var, en þá er þó eigi mikið sagt. í raun og veru er hér um lítið annað en upprifjun á íslandssögunni að ræða, orðmarga og á köflum orðheppna, en ekki hnitmiðaða. Mál höfundar kcmur á óvart að því er ósamræmi snertir. Hann er ýmisst i nútíð eða fortíð, bundnu máli eða óbundnu. Heildarsvipurinn verður slappari en skyldi fyrir vikið og er það illa farið, því að eins og allir vita ræður Sigurður Einarsson yfir mikilli orðgnótt, sem hefði átt að duga honum til meiri afreka. Árni lögmaður stækkar ekki í meðferð höfundar, hann er að vísu þokkalega gerður, en skortir þó þann höfðingsskap og karlmennskubrag, sem til þess þurfti að þæfast einn fyrir alla til kvölds áður en hann skrifaði undir hina sögufrægu skuldbindingu. Valur Gíslason leikur þennan heiðursmann óaðfinnanlega og eins vel og höfundur gefur tilefni til. Hins vegar er lögmannsdóttirin, Sólveig 56 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.