Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 58

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 58
ir að geta ráðið í sálarsorann, sem undir býr. Rúrik þarf sem sagt að láta úlfs- hárin verða greinilegri undir sauðargær- unni þegar frá upphafi vega, þvi að brotalamir eru í skapgerð þessa glæsi- lega manns þegar frá leiksbyrjun. Ævar Kvaran leikur Hinrik Bjálka með miklum ágætum. Kemur þar hvort tveggja til að Bjálki er vel gerður frá hendi höfundar og Kvaran er algerður Tordenskjöldshermaður í gervi æðri em- bættismanna og því engin undur þótt hann sé farinn að hafa góð tök á hlut- verkinu. Segja má, að höfundi hafi tek- izt mun betur að mynda danskar per- sónur en íslenzkar i leik þessiun, og verður þó ekki annað sagt en hann tali máli Islendinga af fullum drengskap. Heiðveig Soffía, dóttir Bjálka, er mjög sennileg jómfrú á 17. öld. Ef til vill hefði Helga Valtýsdóttir átt að gera hana ögn skyldari landi brosandi beyki- skóga en hún gerir, en annars leikur Helga prýðilega, sérstaklega er svip- brigðaleikur hennar athygliverður. Eiríkur Galti (Haraldur Björnsson) er ágætlega mynduð persóna. Er ekki ó- sennilegt, að ríkishofmeistari þeirra tíma hafi ekki sparað slóttugheit ef á þurfti að halda. Haraldur Bjömsson má vara sig á því að gera ekki þennan tigna mann kátbroslegan. Þetta er valdamaður, sem á að bera sig karlmannlega, en læ- visin birtist með ísmeygilegheitum yfir bikari Bjálka. Söguþekking séra Sigurðar hefur að öðrum þræði orðið honum að fótakefli. Hann hefur ekki takmarkað svið sitt eins og hann hefði átt að gera. Allt í einu hleypir hann heim á hlað i Einars- nesi, Einari bónda í Ausu (Gestur Páls- son), sem kominn er til að kvarta und- an galdratrúarofsóknum. Galdratrúin var að vísu ekki mikil hér á landi í saman- burði við það, sem víða var annars stað- ar, en svo umfangsmikið er þetta efni, að vel mætti séra Sigurði endast það i nýtt leikrit, og væri hann að mörgu leyti vel fallinn til að rita um slíkt efni, bæði sökum menntunar, söguþekk- ingar og persónulegrar reynslu. 1 þessu leikriti kemst galdratrúin ekki fyrir, og þótt Gestur Pálsson leiki bóndann ágæt- lega, hljóta leikhússgestir að finna, að hann er utanveltu eins og á stendur. Þriðji þáttur þessa leiks gerist í Kaup- mannahöfn og er sá þáttur langbezt gerður, og hið eina í leiknum, sem gef- ur nokkur veruleg fyrirheit að því er varðar framtíð Sigurðar Einarssonar, sem leikritaskálds. Það cr góður og farsæll siður að dæma menn einkum eftir því, sem þeir gera bezt, og þegar sá mæli- kvarði er lagður á leikrit Sigurðar, er ekki annað hægt að segja en vænta mætti sæmilegra verka af honum í framtið- inni. Vegur þessa leikrits mun ekki verða mjög mikill, en það á samt ekki skilið að lenda í skammarkróknum. Þjóðleikhúsið hefur ekkert til sparað þannig að sýningin mætti verða skraut- leg, einkum hefur vel til tekizt með sýn- ingu þriðja þáttar. Islenzka umhverfið finnst mér ekki vera í samræmi við það, sem ég hefði hugsað mér, en vera má að leikhúsið hafi kvatt sagnfræðinga sér til aðstoðar, þannig að allt megi teljast rétt, sem þarna er sýnt. Vafalaust gefur tónlist Páls Isólfssonar sýningunni fallegri blæ en annars hefði orðið og heyrði ég það af tali sumra manna á sýningunni, að Sigurður mundi hafa grætt á Páli, en Páll lítið á Sigurði. Ekki tel ég mig færan að dæma um slíkt, heyrt hef ég lög eftir Pál Isólfsson, sem mér hafa fallið betur. Ólafur Gunnarsson. 58 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.