Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ2004 3
Herra Reykjavík árið 1976
Stuðmenn sendu frá sér hljómplötuna
„Tívolf í ágústlok 1976 við gífurleg fagn-
aðarlæti mannfjöldans. Flest lögin á plöt-
unni teljast síðan til sígildra söngva á ís-
landi, svo sem „Bíólagið", „Hveitibjörn",
„Ólína“ og „Herra Reykjavík." í október
‘76 hélt hljómsveitin dansleik á Hótel
Sögu og þar kepptu ungir menn um titil-
inn Herra Reykjavík.
Gunnlaugur Ó. Johnson sigraði í þeirri
keppni
en man
ekki
bara eftír því, „... heldur man ég allan
þann sólarhring. Leiknefnd Herranætur
MR fór út að borða þríréttað á Naustinu á
kostnað nefndarinnar og svo var farið á
Stuðmannaballið," rifjar Gunnlaugur
upp. „Við kepptum sjö um titilinn, aUir úr
Herrnótt, held ég, og svo var farið í partí.
Þar henti Sigurður Pálsson ljóðskáld Bibl-
íu í hausinn á mér. Svo fór ég heim, skipti
um föt og fór í sögutíma hjá Vilmundi
Gylfasyni. Hann birtist blaðskeUandi með
dagblað og mynd af mér á forsíðu og
gratúleraði."
Gunnlaugur telur titil þennan ekki
hafa haft teljandi áhrif á Kf sitt síðan. „Ég
fékk að vísu ótal heiUaóskaskeyti frá
ömmusystrum og öðrum velunnurum
sem hvöttu mig eindregið tU að halda
áfram; feta í spor Hennýjar Hermanns og
hætta ekki fyrr en toppnum væri náð. En
hugurinn stefndi annað, blómin sölnuðu
og jakkafötín gaf ég í söfnun fyrir ógæfu-
fólk í Lundúnaborg. Sá svo seinna úti-
gangsmann í fötunum, voða fínan að
spóka sig niður á PiccadiUy Cirkus. Ég var
að velta fyrir mér að ganga tU hans og
segja: Veistu að herra Reykjavík átti einu
sinni þessi föt? En svo hætti ég við,“ segir
Gunnlaugur O. Johnson sem nú er ar-
kítekt i Reykjavík.
Fortíðarflandur
Spurning dagsins
Hversu langan nætursvefn þarftu?
Meira en átta tímar
erbararugl
„Effólk sefur mikið minna en sjö tíma í iangan
tíma verður það vonlaust. Maður hefur lent í
megatarna-vinnu þar sem koma nokkrir dag-
ar eða vikur sem maður heldur að maður ráði
við að sofa bara fimm tíma. Þá er maður
alveg búinn. Sjö tímar eru mjög fínir þvíþá
er maður ekki ofútsofinn. Átta tímar eru
lúxus. Allt umfram átta tíma er bara rugl. “
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona
„Ég þarfsjö
tíma. Fer oftast
að sofa milli
klukkan tóifog
eitt og er kom-
in á fætur
klukkan hálf-
átta. Ég get komist afmeð fimm
til sex tíma svefn en sjö tímar
eru toppurinn."
Erla Bjartmarz Herbalife-
ráðgjafi
„Ég þarfsvona
sex til sjö tíma.
Venjulega fer
ég að sofa
klukkan ellefu
til hálftólfog er
farinn á fætur
klukkan sjö. Ég er hættur að
vinna en vakna samt snemma
eins og ég hefgert í gegnum
tíðina."
Grétar Ársælsson bifvéla-
virki
„Sex tíma. Það
dugir ef maður
færgóðan og
djúpan nætur-
svefn. Én einu
sinni í viku svef
ég í átta til níu
tíma. Þá er ég ágætur, kvarta að
minnsta kosti ekki. Ég reyni að
vera sofnaður hálftólf, vakna
rétt fyrir sex og fer þá í leikfimi."
Valgeir Elíasson, upplýsinga-
fulltrúi Slysavarnarfélagsins-
Landsbjargar
„Égersvo
heppin að ég
sefalltafátta
klukkutíma. Ég
er voðaleg og
feryfirleitt ekki
að sofa fyrr en
klukkan eitt.Annað hvortsefég
frá tólftil átt eða eitt til níu.
Maður heyrir affólki á mínum
aldrei sem getur ekki sofið
nema lítið svo þetta er mikil
guðs blessun að geta sofið
svona vel. En ég get alveg sofið
skemur efá þarfað halda. “
Ólöf Kolbrún Harðardóttir
söngkona
Hver var þessi Down?
Sá erfðagaUi sem
veldur Downs-heilkenni
er kenndur við John
Langdon Down, enskan
lækni sem uppi var á
nítjándu öld. Fólk með
það heilkenni hafði svo
lengi sem elstu menn
mundu verið kaUað
„mongólítar“ vegna
þess að útíit þess var - á
yfirborðinu að minnsta
kostí - ekki ósvipað fólki
af mongólskum kyn- John Langdon Down
, . ,, , n Bætti mjog aöbunao
þætti. Upphaflega var þroska^ra
orðið aUs ekki ætlað í ^
niðrandi merkingu en þegar
kom fram á 20. öld var það farið
að hljóma þannig í flestra eyrum.
Þá skrifuðu nokkrir erfðafræð-
ingar breska læknatímaritinu
Lancet og stungu upp á fjórum
möguleikum yfir fyrirbærið og
ritstjórar þess völdu „Downs-
heilkenni". Það hefur verið notað Eva Fpikmeg
Downs-heilkenni er
oftar en ekki mjög
brosmilt.
teka, Kákasusbúa, Malaja
og Eþíópíumenn". Down
skUgreindi heilkennið
sem síðar var við hann
kennt sem „mongólískan
fávitaskap" og ber að geta
að orðið „fávití" var þá
ekki endflega niðrandi,
heldur einfaldlega það
orð sem notað var um
flestaUa þroskahefta.
Hann beittí sér reyndar
fyrir bættri menntun
þroskaheftra og var í aUa
staði hinn gagnlegasti
maður. Einnig studdi
hann kvenréttindakonur
og lagði Uð aUs konar
þjóðþrifamálum, auk
þess að sinna merkfleg-
um rannsóknum á ýms-
um sviðum læknavís-
inda. Hann andaðist
veUauðugur maður
1896.
Læknavísindi
síðan en hins vegar vantar ennþá
a.m.k. á íslensku þjált nafnorð yfir
þá sem heilkenni þetta hafa.
Down fæddist í CornwaU 1828 og
gerðist læknir. Hann var skipaður
yfirmaður „Hælis fyrir fávita" í
Earlswood í Surrey og þótti bæta
mjög aðbúnað vistmanna. Hann
greindi líka ástand þeirra og studdist
þá við skiptingu þýska fræðimanns-
ins Blumenbachs (1752-1840) á
mannfólkinu niður í „Mongóla, Az-
Gamli sorri Gráni
Hann er beygður og barinn
og brotinn og marinn
og feigur og farinn á
taugum.
Hann er knýttur og kalinn
og karoni falinn
ó hvað hann er kvalinn af
öllum.
Megas
Þær eru frænkur
Leikkonan Guðrún Snæfríður Gísladóttir og sjónvarpskonan
Eva María Jónsdóttir eru náfrænkur. Guðrún er dóttir Dag-
bjartar Sóleyjar Snæbjömsdóttur en systir hennar er Ingibjörg
Snæbjömsdóttir. Þær vom dætur Elínar Blöndal lista- og
bóndakonu sem lengi var búsett í Elliðaárdal. Meðal bama
Ingibjargar er Jón Rúnar Hjörleifsson, faðir Evu Maríu.
Quiche - Vinsæll konumatur
Meistaravörur hafa hafið sölu á þremur tegundum af
Quiche sem framleiddar eru í Frakklandi.
Quiche er frönsk baka þar sem deigskel er fyllt með
eggja- og rjóma- eða ostahræru og oft grænmetis-
fyllingu af einhverju tagi og stundum kjötmeti og
síðan bökuð. Þessar bökur eru ættaðar frá svæðinu
umhverfis borgina Nancy ( Lorraine á landamærum
Frakklands og Þýskalands, þar sem þær hafa verið
gerðar frá því á sextándu öld. Þekktust er Quiche
Lorraine sem inniheldur beikon og eggjahræru og
oft ost og lauk.
Quiche má bera fram heita sem árbít eða morgun-
verð, forrétt, léttan aðalrétt með salati.
saumaklúbbssnarl eða kalda sem nesti. Quiche varð
að tískurétti á vesturlöndum fyrir nokkrum árum en
þóttu ekki "karlmannlegur” matur, sbr bókina "Real
men don't eat quiche".
Vandaðar íslenskar pakkningar með ýtarlegum
leiðbeiningum og innihaldslýsingu hafa verið
hannaðar fyrir þær þrjár tegundir af quiche sem
Meistaravörur hafa nú hafið markaðssetningu á.
En það eru: Quiche Lorraine, Quiche með geitaost,
tómötum og basil og Quice með blaðlauk, allt í
500 gr pakkningum. Bökurnar koma fullbakaðar og
frystar og eingöngu þarf að hita þær í gegn í ofni sem
tekur 20 - 30 min við 180 - 200° hita.
Quiche með blaðlauk
Quiche Lorraine,
Quiche með geitaosti
tómat og basil.
Útsölustaðir: HACKAUP, GRIPIÐ OG GREITT, SAMKAUP og ÚRVAL
Meistaravömr
www.meistaravorur.is
Funahöfða 17a,
110 Reykjavík
Sími 568 7000