Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 21. MAÍ2004 19 Everton vill fá Smith Það stefnir allt í mikinn slag um framherjann Alan Smith en Leeds hefur hafnað tilboðum frá Man. Utd í Smith og nú er Ever- ton stokkið í slaginn en David Moyes gerði Leeds í gær 7 milljón punda tilboð í kappann. „Við höfum feng- ið fjölda tilboða í Alan og það nýjasta er upp á 7 milljónir ffá Everton," sagði Peter Lorimer hjá Leeds. „Við viljum að sjálfsögðu fá sem hæst verð fyrir Alan þótt umboðsmaður hans vilji helst senda hann til Old Trafford." Magath tekurvið Bayern Felix Magath, þjálf- ari Stuttgart, hefur staðfest að hann sé næsti þjálfari Bayern Munchen en Ottmar Hitzfeldt hættir með liðið í sumar. Hann tilkynnti leikmönnum Stuttgart þetta í gær. Samningaviðræður eru á lokastigi og væntan- lega verður gerður þriggja ára samningur. Martröðinni lokið N auðgunarkærunum gegn Paul Dickov, Keith Gillespie og Frank Sinclair, sem ailir eru leikmenn Leicester, hefur verið vísað frá og langri martröð þeirra því lokið. Stúlkurnar geta áfrýjað þessum úrskurði en ekki er búist við því þar sem þær hafa verið staðnar að því að ljúga ítrekað. Einnig hefúr verið sannað að þær séu vændiskonur. Des Walker hættur Gamla brýnið Des Walker tilkynnti í gær að hann væri hættur knattspyrnuiðkun. Walker er orfynn 38 ára gamall og hann endaði ferilinn þar sem hann byrjaði - hjá Nott. Forest. Walker lék einnig með Sampdoria og Sheff. Wed ásamt því sem hann spilaði 59 landsleiki fyrir England. Þorvaldur Makan hefur reynst Frömurum vel í byrjun Lands- bankadeildarinnar. Hann skoraði mark gegn Vikingi og tryggði Fram jafntefli í Eyjum í gær, úr eina færi þeirra í leiknum. Eitt færi og Framarar hafa ekki enn tapað leik í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Liðið gerði jafntefli í Vestmannaeyjum í gær og þótt aðeins séu búnar tvær umferðir af deildinni þá eru fimm ár síðan þeir hafa verið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og höfðu mikla yfir- burði í fyrri hálfleik. Þeir uppskáru mark á 26. mínútu þegar marka- hrókurinn Gunnar Heiðar Þorvalds- son kom þeim yfir eftir góðan undirbúning besta manns vallarins, Ian Jeffs. Gunnar Sigurðsson, markvörður Framara, varð nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og geta Framarar þakkað honum fyrir að vera ekki nokkrum mörkum undir þegar gengið var til búningsher- bergja í hálfleik. Eyjamenn voru einnig sterkari aðilinn í seinni hálfleik en pressa Framara þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka skilaði þeim jöfnunarmarki. Andri Steinn Birgisson tók þá homspyrnu, Ríkharður Daðason skallaði fyrir markið og þar kom Akureyringurinn Þorvaldur Makan Sigbjörnsson og skallaði boltann í netið, annað mark hans í tveimur leikjum í Fram- búningnum. Undir lokin fengu tveir leikmenn að líta rauða spjaldið hjá ágætum dómara leiksins, Gísla Hlyni Jóhannssyni. Fyrst fór Framarinn Ómar Hákonarson í sturtu á 84. mínútu eftir hafa fengið að líta tvö gul spjöld og þremur mínútum síðar fór Eyjamaðurinn Ian Jeffs sömu leið fyrir gróft brot á Ragnari Árnasyni. Magnús Gylfason, þjálfari Eyja- manna, var ekki sáttur í leikslok og taldi sína menn hafa tapað tveimur stigum annan leikinn í röð. „Þeir fengu ekki færi ef undan er skihð markið þeirra og ég er mjög ósáttur við að fá bara eitt stig. Við vomm mun betri í leiknum, sér- staklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum fjölmörg færi til að klára leikinn." Þorvaldur Makan, hetja Framara í leiknum, var hins vegar sáttur þegar DV Sport ræddi við hann í gær. „Eg get ekki verið annað en sáttur við að fá stig í Eyjum þegar við spilum jafhilla og raun ber vitni. Þða er alltaf erfitt að spila í Eyjum og menn labba ekki burt með þrjú stig þaðan án fyrirhafnar," sagði Þor- valdur. Hann sagði aðspurður að Fram- arar hefðu sennilega verið með 100% nýtingu í leiknum í fæmm. „Það segir sína sögu að við fengum ekki færi fyrir utan það sem gaf markið. Ég reyndi til dæmis nokkur skot en þau vom ekki einu sinni nálægt markinu. Er það ekki Bjargaði stigi Þorvaldur Makan tryggöi Frömurum jafntefli I Eyjum. alltaf sagt að það sé styrkur að ná í stig þegar liðið spilar illa?“ spurði Þorvaldur. Hann hefur skorað tvö mörk í tveimur fyrstu leikjunum og sagði að það væri gott að byrja vel með nýju liði. „Ég er með góða spilara í kring- um mig og er mjög sáttur í Fram.“ jiá/oskar@dv.is ÍBV-FRAM 1-1 2. umf. - Hásteinsvöllur -20. maf Dómari: Gísli Hlynur Jóhannsson (4). Áhorfendur: 450. Gæði leiks: 4. Gul spjöld: (BV: Atli (27.). Bjarnólfur (47.) - Fram:Ómar (15), Eggert (72.). Rauð spjöld: (BV: Jeffs (87.) - Fram: Ómar (84.). Mörkin: 1 -0 Gunnar H. Þorvaldsson 26. Skot úr teig Jeffs 1-1 Þorvaldur Makan 76. Skalliúrteig Ríkharður Leikmenn ÍBV: Birkir Kristinsson 4 Tryggvi Bjarnason 4 Matt Garner 3 Einar Hlöðver Sigurðsson 3 Mark Schulte 4 Jón Skaftason 3 (77., Einar Þór Ðanlelsson -) Atli Jóhannsson 3 lan Jeffs 4 Bjarnólfur Lárusson 4 Magnús Már Lúðvíksson 3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 3 Leikmenn Fram: Gunnar Sigurðsson 4 Andrés Jónsson 3 Hans Fróði Hansen 2 Eggert Stefánsson 4 Ómar Hákonarson 3 Ragnar Árnason 3 IngvarÓlason 3 Fróði Benjaminsen 3 ÞorvaldurMakan 4 (81., Heiðar Geir Júlíusson -) Andri Fannar Ottósson 3 (63., Andri Steinn Birgisson 3) Ríkharður Daðason 4 (83., Viðar Guðjónsson -) Tölfræðin: Skot (á mark): 15-12 (8-9) Varin skot: Birkir 2 - Gunnar 3. Horn: 6-2 Rangstöður: 2-1 Aukaspyrnur f engnar: 21 -20. BESTUR Á VELLINUM: lan Jeffs, (BV Bestur og rautt lan Jeffs var bestur á vellinum en fékk að llta rauöa spjaldið. Lokahóf RE/MAX-deildar kvenna í handbolta fór fram á Hótel íslandi í fyrrakvöld Fimm með verðlaun Fimm af tíu félögum RE/MAX- deildar kvenna eignuðust verðlaunahafa á lokahófi HSÍ sem fram fór í fyrrakvöld. Eyjakonan Sylvia Strass, leikstjórnandi Islands- og bikarmeistara ÍBV, var valin besti leikmaður ársins. íslands- og bikarmeistamir úr Vestmannaeyjum fengu flest verðlaun eða alls þrjú. Sylvia var valinn best, Birgit Engl þótti besti vamarmaðurinn og Aðalsteinn Eyjólfsson var kosinn besti þjálfari ársins en aldrei fyrr hefur íslenskt kvennalið gert betri hluti í Evrópu. Berglind íris Hansdóttir, mark- vörður Vals, var valinn besti mark- vörður deildarinnar annað árið í röð en það er skrítið að þrátt fyrir ff ábæra frammistöðu hennar í vetur var hún ekki tilnefhd sem einn af bestu leikmönnum mótsins. Þar voru, auk Sylviu, tilnefndar Anna Yakova úr ÍBV og Ramune Pekarskyte. Pekarskyte fékk sjálf tvenn verðlaun, þótti besti sóknarmaðurinn og skoraði flest mörk allra í mótinu. Anna Úrsula Guðmundsdóttir, línumaður úr Gróttu/KR, þótti vera efnilegasti leikmaður vetrarins en hún þótti efnilegri en þær Rakel Dögg Bragadóttir og Sólveig Dögg Kjæmested úr Stjörnunni en allar em þær í 19 ára landsliðinu sem komst inn á Evrópumótið á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.