Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 31 **
Alveg burtséð frá því sem Hannes
segir um „aðför" að Davíð Oddssyni
sem hann telur nú mesta mikil-
menni fslandssögunnar, þá hættir
Davíð að öllu óbreyttu sem forsætis-
ráðherra eftir innan við fjóra mán-
uði og skilur flokkinn eftir í slæmu
ástandi. Frjálshyggjumenn, sem oft
hafa verið eins og hugmyndalegur
mótor flokksins, eru upp til hópa
farnir annað - þeir segja að Hannes
sé ekki lengur frjálshyggjumaður.
Margir úr hinum hófsamari hluta
flokksins hafa lfka verið að flæmast
burt á undanförnum árum. Það er
lítið sem ekkert flokksstarf, mál eru
varla rædd í flokknum; landsfundir
hafa verið haldnir frekar stopult síð-
ustu árin. Fylgið er í lágmarki.
Halldór Ásgrímsson býr sig undir
að taka við með Framsóknarflokk
sem er farinn að hafa megna vantrú
á samstarfinu við Davíð og hans
menn. Það er sagt að Halldór hafi
þurft að tala í einrúmi við hvem ein-
asta þingmann flokksins til að
tryggja þingmeirihlutann fyrir fjöl-
miðlafrumvarpinu. Samkomulagið
var einkadíll Halldórs og Davíðs -
ffamsóknarmenn láta teyma sig
treglega með til að spilla ekki mögu-
leika formannsins til að ná tindi
stjórnmálanna. Eftir hamfarir und-
anfarinna vikna stendur þetta veik-
um fótum hjá Halldóri; þau hitta
hann beint í hausinn orð hans sjálfs
f þinginu í vikunni, þegar deilt var
um Íraksstríðið, en þá sagði hann að
Össur hefði nú ekki fengið umboð
hjá kjósendum í síðustu kosningum.
En hvað með Halldór sjálfan - með
11 prósent í sínu kjördæmi?!
Þingmenn skjálfa á beinunum
Það er altént ljóst að breiðst hef-
ur út almenn óánægja með stjórnar-
hætti Davíðs og Halldórs. Þeir virð-
ast telja sig hafa umboð til að reka
landið eins og sjoppu sem þeir eiga í
sameiningu - að þeir þurfi ekki leng-
ur að spyrja neinn ráða eða taka
gagnrýni með öðru en ólund. Álita-
mál eru útkljáð á fundum þeirra
tveggja - svo er valdboðið kunngjört
út um samfélagið. Þingmenn skjálfa
á beinunum. Það væri kannski sök
sér ef það væri vísdómur í verkum
þeirra - ef þetta væri einhvers konar
upplýst tvíveldi - en það er það eig-
inlega ekki; stjórnmál síðustu ára
eru full af ákvörðunum sem bera
vott um slappa dómgreind. I'slend-
ingar hafa aldrei verið sérlega næm-
ir fyrir flnni blæbrigðum lýðræðis-
ins, en það eru ansi margir farnir að
fá nóg.
Nú á líklega að varpa fram skatta-
lækkunarfumvarpi fyrir lok þings-
ins, á furðulegum handahlaupum.
Samt stendur ekki til að afgreiða
þetta núna - tilgangurinn er einung-
is að reyna að sefa pirraða kjósend-
ur.
Frumvarpinu breytt þegar
Davíð er farinn
En nú er það Ólafur Ragnar
Grímsson sem er óvænt í aðalhlut-
verki. Hann hefur að vísu ekki sagt
neitt um fjölmiðlafrumvarpið, bara
flogið heim í snarhasti og hímt hér
eins og í stofufangelsi síðan. Að
vissu leyti má segja að Davíð hafi
tekist að snúa málinu upp á Ólaf í
viðtalinu dæmalausa á föstudaginn
síðasta. Svo fór hann, eins og allur
annar maður, sléttur og strokinn, að
heimsækja Ólaf á Bessastaði á
mánudeginum - tilkynnir svo eins
og honum er gjarnt: að efni samtals-
ins hafi verið trúnaðarmál. Tilraun-
in til að safna Sjálfstæðisflokknum
saman gegn fjandmanninum Ólafi
Ragnari gekk kannski ekki alveg
upp. Flestir voru bara hissa. Ingvi
Hrafn, sem er eins og bolabítur
Flokksins, hljóp allavega geltandi á
hann. Davíð tókst þó að létta þrýst-
ingi af fjölmiðlamálinu - og beina
athyglinni aðeins frá eigin glappa-
skotum.
Á sama tíma kemur ögn skaplegri
útgáfa af frumvarpinu inn á Alþingi.
Ég hef heyrt framsóknarsinnaða
Kjallari
Ólafs
Egill Helgason
veltir fyrir sér hvað
verður effjölmiðla-
frumvarpið verður
samþykkt.
menn segja að fyrst umþóttunartím-
inn sé orðinn svona langur sé óhætt
að samþykkja málið. Það sé að vísu
vitlaust eins og áður og illa unnið,
en þessu verði þá bara breytt þegar
Davíð er á bak og burt og enginn er
hræddur við hann lengur.
Var aldrei sérlega klókur
Ólafur Ragnar var á sínum tíma
kröftugur stjórnmálamaður, en
aldrei var hann sérlega klókur. Til
þess er hann alltof fljótfær - of stutt
í ofsafengin viðbrögð. Arfleifð hans í
stjómmálum er léttvæg. Heimkoma
hans í snatri ber vott um óðagot og
vanhugsun. Með því að sitja heima í
einhvers konar gíslingu fjölmiðla-
frumvarpsins hefur hann gert sig að
athlægi. Maður gerir ráð fyrir því að
úr þessu greiðist núna um helgina,
annað hvort skrifar Ólafur undir eða
ekki - hann hefur komið sér í skelf-
ing erfiða stöðu.
Ekki það að ég sýti þó forseti fs-
lands mæti ekki í kóngabrúðkaup
með einhverjum yfirstéttaridjótum í
Danmörku. Tilsýndar var þetta
svona leikfangalandssamkoma þar
sem vom komnir saman útbmnnir
leikarar eins og Roger Moore, föln-
aðar afturgöngur úr slúðurblöðum
eins og Aga Khan og svo lægst skrif-
aða liðið úr breska drottningarslekt-
inu - Játvarður prins og kona hans.
Ég les í grein eftir einhvern karl að
dönsku drottningunni hafl þótt
óviðeigandi þegar Ólafur mætti með
Dorrit í veislu til hennar áður en þau
trúlofuðust. Út af þessu sé Ólafur
móðgaður. Kóngafólkið má éta það
sem úti frýs.
Við megum þakka Ólafi fyrir að
hafa kvænst Dorrit í kyrrþey en ekki
gert fjölmiölasirkus úr því - sem
sjálfsagt hefur verið freisting fyrir
svo athyglisglaðan mann.
Þetta var útúrdúr.
Málskotsrétturinn ónýtur ef
Ólafur skrifar undir
Ef Ólafur skrifar undir: Þá má bú-
ast við mjög dræmri kjörsókn í for-
setakosningunum 26. júní. Umboð-
ið sem Ólafur fær frá þjóðinni verð-
ur lélegt - stuðningsmenn Ólafs
hafa sagt mér að hann tapi að
minnsta kosti tíu þúsund atkvæðum
með því að skrifa undir.
Málskotsrétturinn verður svo
gott sem ónýtur í höndum hans. Og
kannski í höndum forseta framtíðar-
innar. Þá þýðir varla að gefa aftur í
skyn að honum veriði beitt. Það má
jafnvel segja að Ólafur sé að verja
sjálft embættið - eða skilning sinn á
því - með því að skrifa ekki undir.
Búast má við að settar verði í gang
stjómarskrárbreytingar þar sem
málskotsrétturinn verður afnuminn
með öllu.
Forsetinn er puntudúkka - það
verður staðfest.
Allsherjarstríð ef Ólafur skrif-
ar ekki undir
Ef Ólafur skrifar ekki undir: Þá
má búast við allsherjarstríði í póli-
tíkinni sem gæti staðið í marga
mánuði. Fyrst munu menn æpast á
um vanhæfi forsetans og hvort hann
hafl yfirleitt réttinn til að beita neit-
unarvaldi. Það verður freistandi, en
varla mun ríkisstjórnin þó ganga svo
langt að sniðganga forsetann með
því að láta Halldór Blöndal taka upp
pennann. Það væri næstum eins og
að setja hann af.
Við hljótum að gera ráð fyrir að
efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um lögin. Sú kosning yrði að fara
fram eftir að lokið er forsetakosn-
ingunum sem búið er að fastsetja
eftir rúman mánuð. Það getur
varla talist lýðræðislegt gagnvart
höndum
Sjálflögin eiga sér fáa
formælendur - maður
gengur nánast út frá
því sem vísu að þau
verði kolfelld. Líklegt <
er að fylgismenn lag-
anna myndu reyna að
láta kosninguna snú-
ast um persónur -
Ólaf, Davíð, Ingi-
björgu og fleiri -
þetta gæti orðið með
þvi subbulegasta sem
hefur sést í íslenskum
öðmm frambjóðendum að halda
þessar tvennar kosningar samhliða
og láta forsetakosningarnar snúast
um fjölmiðlalögin. Þannig yrði lík-
lega nýbúið að kjósa Ólaf sem for-
seta til fjögurra ára í viðbót þegar
kæmi til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Að því leyti yrði staða hans
sterk. Menn naga sig kannski í
handarbökin, en það er of seint
fyrir alvöm mótframbjóðanda að
koma fram.
Lögin líklega kolfelld
I þjóðaratkvæðagreiðslunni
myndu menn tala sig hása um efni
laganna, aðferðina við að setja þau
og almennt um stjórnarhætti. Sjálf
lögin eiga sér fáa formælendur -
maður gengur nánast út frá því sem
vísu að þau verði kolfelld. Líklegt er
að fylgismenn laganna myndu
reyna að láta kosninguna snúast um
persónur - Ólaf, Davíð, Ingibjörgu
og fleiri - þetta gæti orðið með því
subbulegasta sem hefur sést í ís-
lenskum stjómmálum.
Verði lögin felld hlýtur maður aö
gera ráð fyrir að annað hvort verði
mynduð ný ríkisstjórn - lfldega með
þátttöku Framsóknarflokks og Sam-
fylkingar - ellegar að rofið verði
þing og boðað til nýrra kosninga. Þá
sennilega strax í haust.
Forsetinn gæti þá hugsanlega
hafa styrkt mjög stöðu sína innan
stjórnkerfisins. En honum geta lflca
orðið á alls kyns glappaskot í þess-
ari skák. Ólafur er þekktur fyrir ann-
að en sterka dómgreind. Flestir
kunna núorðið ágætlega við hann
sem einhvers konar statesman - en
það kann að vekja upp gamla andúð
þegar hann birtist aftur eins og
gamli Ólafur Ragnarinn, drullugur
upp fyrir haus í pólitískum slag.
Vantar stjórnlagadómstól
Hver væru svo rökin fyrir því að
skrifa ekki undir? Sökum þess að
lögin standast ekki stjórnarská? Eft-
ir síðustu breytingar eru þau miklu
nær því að teljast stjórnarskrártæk;
lfldega hlýtur að teljast eðlilegra að
láta dómstóla skera þar úr - best
væri auðvitað ef við hefðum hér al-
vöru stjórnlagadómstól.
Önnur rök sem heyrast er að hér
hafi myndast gjá milli þings og
þjóðar og því verði forsetinn að
grípa inn í. Þetta er samt ekkert nýtt
í landi okkar - í mörgum málum
hafa stjórnmálamennirnir og þjóðin
verið ósammála án þess að forset-
inn komi til skjalanna. Fyrir slflcu
eru engin fordæmi.
Þriðja röksemdin gæti verið sú
að fjölmiðlarnir séu svo mikilvægir
- málið varði sjálft lýðræðið í land-
inu. Mikilvægari en hvað? Vef-Þjóð-
viljinn var í vikunni með ágæta
samantekt á nokkrum tilvikum þar
sem forseti hefur ekki beitt synjun-
arvaldi.
Þarna var nefndur varnarsamn-
ingurinn við Bandarfldn, aðildin að
EFTA, álsamningurinn við Alusuis-
se, kvótakerfið í sjávarútvegi, aðild-
in að EES, gagnagrunnurinn á heil-
brigðissviði, Kárahnjúkavirkjun, ör-
yrkjamálið...
Er fjölmiðlamálið að einhverju
leyti veigameira, meira prinsíppmál
en allt þetta?
í höndum Ólafs
Við stöndum semsagt frammi
fyrir því að annað hvort detti allt í
dúnalogn eftir helgi - menn fari
bara að tygja sig í sumarfrí - eða að
allt gangi endanlega af göflunum.
Ólafur hefur það í höndunum.
Hann þarf að gefa góðar skýringar,
hvort sem hann skrifar undir eða
ekki. Lakast væri kannski ef hann
skrifaði ekki undir vegna þess að
hann er lentur úti í horni - þangað
sem hann kom sér að miklu leyti
sjálfur - og telur sig þurfa að verja
embætti sitt, pólitískan og per-
stjórnmálum.
sónulegan heiður. í lýðræðisrfld þar
sem geðþóttavaldið er ekki svona
sterkt og forsetaembættið dinglar
ekki í óvissu lagatúlkana, væri
máski best að vita hvort forsetinn
hefur hugsað sér að nota neitunar-
valdið. Þingið gæti þá kannski hag-
að sér eftir því - valdþættirnir
myndu spila saman, forsetinn næði
að vera mótvægi við ofurvald karl-
anna í ráðuneytunum. En nei, hér
skal fara með allt sem trúnaðarmál
- forsetinn og forsætisráðherrann
hittast og það má ekki segja hvað
þeim fór á milli. Eins og það sé
leyndó! Þetta er stfllinn á síðari
hluta valdatíma Davíðs - í þessu
litla landi þar sem er nákvæmlega
ekkert því til fyrirstöðu að allt sé
frjálslegt og opið upp á gátt. í stað-
inn rfldr hér samsærisandi, mönn-
um er stillt upp við vegg og sagt;
„Talaðu ekki af þér, góði!“
Island-lrland
„Allir dansa við þessa tónlist
nema hinir steindauðu“
Taumlaust írskt stuð í Höllinni 29. maí
a tóniist Landsbankinn
r steindauðu"
Stuðboltarnir trá Par
-Jf yPít , -
Stuðboltarnir frá Paris
• Klezmer Nova á Broadway 28. mai
Seiðandi söngstjarna frá Perú
-Susana Baca á Broadway 30. og 31. mai
■* h - 7jéjk'
•í Éi wfx
t Igf W*
Miðasalan opin kl. 10-18 og kl. 12-16 um helgar
Bankastræti 2, s. 552 8588 og á www.artfest.is
Listahátíð
í Reykjavík
4.