Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 11 Pétur Þór og Morkinskinnumenn „Þetta tók sjö ár. Nú er þaö búiö. Vááááá, þetta er rosalegt. Meira en fullnaöarsigur," segir Pétur en niöurstaöan er áfall fyrir Morkinskinnu- menn. urstöður hafi verið pantaðar. „Rannsókn sem er framkvæmd á hlutlausan hátt er ffamkvæmd allt öðru vísi en þessi og tómt mál að tala um hinn kostinn. Rauður þráð- ur er að einungis eru færð rök fyrir því að verkin séu fölsuð en ekki litið til neinna þeirra atriða sem bent gætu til þess að verkin séu ekki fölsuð. Þetta átti við um tæknirann- sóknir og listfræðileg álit. Skýrslurn- ar voru ekki nothæfar." jakob@dv.is Jónas Freydal, sakborningur númer tvö, segist ósáttur við dóminn þó sigurreifur sé Að listaklíkan fái á baukinn „Ég er ósáttur við dóminn," segir Jónas Freydal en það vantar reyndar ekkert upp á að hann sé sigurreifur þaðan sem hann talar frá Kanada. Hann segir þó enga eftirmála á dag- skrá af sinni hálfu. „Að vísu hef ég ekki farið ítarlega í saumana á dómnum enn sem komið er,“ segir Jónas aðspurður hvers vegna í ósköpunum hann sé ósáttur. „En mér skilst að liðið sem hefur haldið þessu ffam fái ekki ær- lega á baukinn líkt og efni standa til. Lögreglurannsóknin er reyndar sögð í molum og Jón H. Snorrason ogArnar Jensson hjá efnahagsbrota- deildinni láta sér þetta vonandi að kenningu verða og hlaupa ekki á eft- ir órökstuddum sakbendingum í ffamtíðinni. En það er gott að þetta er búið. Djöfull er það gott.“ Og Jónas notar tækifærið sem fyrr og sendir listfræðingum tóninn: „Þetta hafa verið staðlausir stafir, haldlausar ásakanir og ofsóknir sem ég hef mátt sæta af hendi lista- klíkunnar í Reykjavík. Ég finn til með fólkinu sem á þessar myndir og Jónas Freydal Vonaraðþetta verði tilþessaðJón H.Snorrason og Arnar Jensson muni eftirþetta ekki hlaupa eftir staðlausum stöfum. tel jafnvel að það eigi skaðabóta- kröfu á hendur Ólafi Inga Jónssyni og félögum. Vonandi mun þetta fólk kunna að skammast sín í stað þess að hefja upp barlóm um að mynd- irnar séu sannarlega falsaðar en það sé svo erfitt að sanna það.“ Þá hefur Jónas ýmislegt út á fréttaflutning RIJV að setja í tengslum við mál þetta: „Ég hef ít- rekað skorað á Markús Örn Ant- onsson að skoða nú fréttaflutning stofnunar þeirrar sem hann hefur yfirumsjón með af málinu og at- huga sérkennilega þætti þar. Eng- um vafa er undirorpið í mínum huga að þar voru menn fyrir löngu búnir að sakfella í málinu þó það væri enn fyrir rétti. Ég undrast þetta og vil ítreka þessa kröfu mína til Markúsar Arnar." AGA Gasol hylkin eru léttari, ryðga ekki og þú sérð innihaldið. Nú átt þú kost á að velja á milli tveggja hylkjastærða - 5 og 10 kílóa - allt eftir því hvað hentar þér. Komdu til okkar að Breiðhöfða 11, heimsæktu umboðsmann okkar eða hafðu samband og við tökum gamla þunga stálhylkið* þitt upp í nýtt AGA Gasol hylki. Þú færð allar nánari upplýsingar um AGA Gasol hylkin, þrýsti- minnkara, slöngur og sérlausnir hjá umboðsmönnum okkar og í þjónustuveri ÍSAGA í síma 577 3000. Skilmálar ACA Casol: Heimsendingarþjónusta (SACA nær til Stór-Reykjavlkursvæ8isins. Heimsendingargjald kr. 500,- leggst við kaupverð hylkis. AGA Gasol hylki verða eign viðskiptavinar. Tómum AGA Gasol hylkjum er hægt að skipta út fyrir áfyllt hylki og greiðir þú þá einungis fyrir innihaldið. * Aðeins er tekið á móti 6 til 33 kg hylkjum sem eru með skilagjaldi. AGA Gasol PC-5 ACA Catol ifyllmg: Helldarþyngd ca.: S.Okg 9,6 kg ÍSAGAehf. | Breiðhöfða 11 | 110 Reykjavík LÍnd© GðS Sími: 577 3000 I Fax: 577 3001 AGA Gasol aua oasoi afyuing: neiidarpynga ca.: I0,0kg 16,7 kg ÁGA Umboðsmenn ÍSAGA ehf.: SELFOSS: Vélaverkstæði Þóris, s. 482 3548 • SAUÐÁRKRÓKUR: Skipaafgreiðsla Kaupfélags Skagfirðinga, s. 455 4623 • REYÐARFJÖRÐUR: Heildverslunin Stjarnan, s. 474 1114 • ÍSAFJÖRÐUR: Þröstur Marsellíusson hf., s. 456 3349 • AKUREYRI: Sandblástur og málmhúðun hf., s. 460 1515.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.