Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 21.MAÍ2004 29 kvenna sem fylkingar sem eru fleiri flokk þeireruaðve Dansleikhúsið sýnir á Stóra sviði Borgarleikhúss: Fjötra eftir Irmu Gunnarsdótt- ur. Tónlist: Kjartan Ólafsson. Break a leg eftir Peter Ander- son. Tónlist: Peter Anderson. Hughrif eftir Mariu Gisiadótt- ur. Tónlist: Atingere/Magnús Haraldsson og Halldór Björns- son. Restored Restoration eftir Jóhann Björgvinsson. Tónlist: Sofia Gubadulina. Dansarar: Þórdís Schram, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ásdís Ingva- dóttir, Hjördis Lilja Örnólfs- dóttir, íris María Stefánsdóttir, Ásta Bærings Bjarnadóttir. Frumsýning 18. mai2004. Leikhús leikhúslíf okkar. Lengi vel framan af var listdansinn óstudd grein. Það voru einkafyrirtæki dansara og dans- höfunda sem stóðu að sýningum. Tilkoma nýrra flokka á borð við Dansleikhús með ekka, sem átti glæsilega sýningu á liðnu ári, og Dansleikhúsið er því fagnaðarefni. Samkomur á borð við Reykjavik Dansfestival er þarft fyrirtæki. Ekki síst þegar til þess er litið að ÍD, dans- flokkur ríkis og bæjar, þarf sam- keppni og á að stuðla að sem mestri grósku í kringum sig. Og gerir það fölskvalaust. Það sýndi sig líka á þriðjudag: Pet- er Anderson, Jóhann Björgvinsson og María Gísladóttir eiga rætur sínar þar. Verk þeirra Peter og Jóhanns náðu sterkustu heildarhrifum þetta kvöld; Break a Leg, skemmtilega stór- slysasaga blönduð eðlilegum spunn- um texta, þar var á ferð saga með upphafi, miðju og endi. Verk Jóhanns var myrkara en var magnað og mark- að á sviðið með áhrifamiklum hætti. Hughrif Maríu samið fyrir sólóista hafði ekki fullljósa heild og af verk- unum fjórum þótti mér Fjötrar eftir Irmu Gunnarsdóttur vera full sundrað í formhugsun. Tvö af þessum verkum voru við nýja íslenska tónlist. Þau eru öll sett upp í tómu rými, lýsing Kára Gísla- sonar var afar misjöfn og sýnilega unnin við tímaskort á köflum. Bún- ingar tóku sem minnst frá dansinum en í öllum tilvikum má hugsa sér að þessi flokkur hefði hollt af sambýli við leikmyndahönnuði: ekki til að byggja leikmyndir sem ekki einu sinni ÍD hefur efni á, heldur til að r f tir og fris María Stefánsdóttir : er kraumandi deigla og sem fyrr er arinnar margþætt skólastarf Fjöida ;ins og fyrirrennarar þeirra láta sér sti brenna: úr dansskólunum spretta 3 dans og læra. Það sem okkur vantar 'yrir utan Islenska dansflokkinn og i til. Og okkur vantar áhorfendur." Borg til Kaupmannahafnar 1928 og hóf nám á ný í listdansi. í sama tíma voru tvær ungar stúlkur úr Reykjavík að sækja sér menntun til útlanda: önnur í listdansi og hin í leiklist. Báð- ar í skóla sem byggðu á aldagamalli klassískri hefð. Útþrá og heimkoma Anna settist að í Höfn og átti sér glæsilegan feril sem leikari á sviði, í hljóðvarpi og kvikmyndum. Hún tók að leikstýra er á ferÚ hennar leið og varð fyrst íslendinga til að leikstýra í sjónvarpi. Ásta kom heim og frá henni spratt stór bogi dansara: Sif Þórz, Helena Ólafsdóttir, Elly Þorláksson. Beinlínis fyrir hennar frumkvæði komu fram dansarar eins og Ruth og Rigmor Hansson, Hekla og Daisy Jósepsson. Hér unnu líka erlendar konur við list- dans, Lis Thoroddsen og Ellen Kid. Að baki sýningum og dansatrið- um í fjölda leiksýninga, óperettum og revíum, voru skólarnir, þar sem kenndar voru ýmsar greinar danslist- ar: samkvæmisdansar, plastik, lát- bragð og listdans. Og starf þessara kvenna skilaði áfram til næstu kynslóða drjúgu dagsverki: Sigríður Ármann er elst þeirra sem hleyptu heimdraganum á stríðsárunum og héldu starflnu áfram: á grunni þess starfs gat Guð- laugur Rósenkrans komið af stað Listdansskóla Þjóðleikhússins 1952 undir styrkri stjórn Eric Bidsted og á þeim grunni reis íslenski dansflokk- urinn 1973. Þetta er mikil saga og merk og verður gaman að sjá íslensku dans- söguna sem Árni Ibsen er með í smíðum, svo brýnt verk sem það er, þar sem ferillinn allur er rakinn. „En kvöldið var ánægjulegt að öllu leyti, það var ekki dauður punktur í sýningunni og hér gat að líta viðbót við verkefnaskrá íslenskra danshöfunda sem ber að fagna/' eiga samtal við listamenn sem þekkja og þróa rými og geta lagt sitt til að gera heildarhrif dansverka stærri. Dansarar Þær ungu konur sem dönsuðu þetta kvöld eru allar með margra ára þjálfun að baki. Þær eru flinkar og styrkar en njóta sýnilega ekki þess munaðar að vera við stöðugt í þessu verkefni. Það sést á köflum í samhæf- ingu og lýsir sér lfka í hreyfingum sem heimta ítrustu nákvæmni og togs. En kvöldið var ánægjulegt að öllu leyti, það var ekki dauður punkt- ur í sýningunni og hér gat að líta við- bót við verkefnaskrá íslenskra dans- höfunda sem ber að fagna. Þórhildur Þorleifsdóttir kallaði í greinarkorni fyrir fjölda ára Eldinn eftir Sigríði Ármann fyrsta íslenska ballettinn. Hann var fluttur 1950. Ekki vil ég deila um það. Hann er eitt upphaf af mörgum í þessari heillandi sögu gjafmildi og þrautseigju. En eld- urinn er það element - það forna frumefni - sem best lýsir þessari földu stétt íslenskra listamanna: glóð sem aldrei slokknar og blossar upp þá minnst varir. Sýning Dansleikhússins verður endurtekin 25. maí. Erna Ómars dansar 22. maí. Fyllum húsin. Páll Baldviii Baldvinsson Hvers vegna að tala um liðinn tíma? Á þriðjudagskvöld hélt Dansleik- húsið sína þriðju sýningu og frum- sýndi ijóra nýja dansa í Borgarleikhús- inu. Það var rétt hálft hús. Á opnun Listahátíðar frumsýndi íslenski dans- flokkurinn verk eftir Katrfnu Hall og á sunnudag 22. mun Ema Ómarsdóttir flytja nýtt verk í fyrsta sinn á íslandi. Þá mun vera í vændum Dansleikhúshátíð Leikfélags Reykjavíkur og íslenska Dansflokksins þar sem enn verður reynt á þanþol formsins og leiklist og danslist mætast. íslenskur listdans er kraumandi deigla og sem fyrr er grundvöllur greinarinnar margþætt skólastarf fjölda kvenna sem rétt eins og fyrir- rennarar þeirra láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna: úr dansskólunum spretta fylkingar sem æfa dans og læra. Það sem okkur vantar eru fleiri flokkar fýrir utan fslenska dansflokk- inn og þeir eru að verða til. Og okkur vantar áhorfendur. Það er hlálegt að á heilu starfsári skuli eini dansflokk- urinn í landinu sem starfar allt árið ná til sín álíka mörgum áhorfendum og sáu Brock-Nielsen hér 1928. Við erum umkringd dansinum: kvikmyndir, sjónvarp, skemmtidag- skrár, auglýsingar, myndbönd: hann streymir umhverfis okkur enda það listform sem greiðastan aðgang á að sálinni: taktu spor og finndu til, opn- aðu augun og njóttu. Dansleikhúsið Það kallar sig nýja vídd í dans- og í sumar eru 75 ár liðin frá því að Hljóðfærahús Reykjavíkur fékk danska listakonu frá Konunglega danska ballettinum til að koma hing- að til sýningarhalds. Hún hét Margrethe Brock-Nielsen og var ein af sólóistum við þann ballettflokk Evrópu sem státaði af hvað lengstri hefð og gat rakið sögu sína aftur á átj- ándu öld, var og er vagga listdansins í Evrópu. Sumarið 1928 dvaldi Margrethe hér í rúman mánuð. Hún hélt flmm sýningar í Gamla Bíó fyrir fullu húsi. Bíóið tók þá 600 gesti. Einnig hélt hún danssýningu fyrir sjúklinga á Holdsveikraspítalanum í Lauganesi, ókeypis barnasýningu í Iðnó og flaug vestur á Isafjörð og hélt sýningu þar, þaðan á Akureyri og fór út á Siglufjörð. Á öllum þessum stöð- um hélt hún sýningar sem vöktu mikla athygli. Hún kvaddi ísland með sýningu í Iðnó. Æda má að milli sex og sjö þúsund gestir hafi séð hana dansa hér. Ásta Norðmann Fyrir komu hennar hafði Ásta Norðmann rekið dansskóla í Reykja- vík. Sem barn og unglingur hafði hún sótt danstíma hjá Stefaníu Guð- mundsdóttur og Guðrúnu Indriða- dóttur. Hún hafði farið til Leipzig með Kristínu systur sinni og mági, Páli ísólfssyni, og sótt einkatíma í dansi. Og hún hélt áfram að dansa. Heimkomin frá Leibzig átján ára gömul stofnar hún dansskóla 1922 og heldur sína fýrstu danssýningu í Iðnö. En henni þótti ekki nóg lært. Við- kynning þeirra Brock-Nielsen leiddi tÚ þess að hún varð samferða Önnu ■M Dansleikhúsið hélt sína þriðju sýningu og frumsýndi fjóra nýja dansa í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld. Páll Bald- vin Baldvinsson var á meðal gesta sem fylltu ekki nema hálft húsið. Dansleikhúsið Stjörnuspá Jón Þorgrímur Stefánsson, knattspyrnu- maður í FH, er 29 ára í dag. „Maðurinn leitar án efa að spennu einhvers konar sem ýtir undirfærni hans við að takast á við daglegt amstur. ætti að huga að því hvern- hann getur breytt umtöluðu reynslu/spennu í ávinning," segir í stjörnuspá hans. Jón Þorgrímur Stefánsson VV Mnsbemn (20. jan.-18. febr.) v\ ------------------------------ Ef fólk fætt undir stjörnu vatnsberans gefur er það einnig fært um að taka á móti. Ef þú temur þér að gefa reglulega í eitthvað sem þú trúir sannarlega á eykur þú sjálfkrafa ríki- dæmi þitt. Öryggi og ekki síður hæfni einkennir líðan þína yfir helgina. H FiSkarm (19. febr.-20.nwrs) Þú ættir ekki að hika við að undrast og hrífast líkt og barn þegar þér líður þannig án þess að hugsa hvað aðrir kunna að halda. Ekki spyrja hvað býr að baki töfrum líðandi stundar heldúr njóttu eins og stjörnu fiska er einni lagið. T Hrúturinn (21. mars-19. aprll) Sólin fylgir þér hvert spor og sér til þess að allt fari vel. (sjálfsörygg- inu felst þekking þín á þínum eigin krafti. b NaUtÍð (20. aprll-20. mai) Styrkur þinn er mikill hérna. Gleymdu erfiðu stundunum og ein- beittu þér að því jákvæða sem þú upp- lifir daglega. Þú ættir að einbeita þér að því jákvæða í kringum þig helgina framundan og efla eigin líðan með því að umgangast manneskjur sem gefa til- finningum þínum gaum. Tvíburarnirp/ . mal-21.júnl) Ef þú átt erfitt með að vakna snemma, er ástæðan vanræksla þegar þú sjálf(ur) ert annars vegar. Þú ættir alls ekki að ýta ástvini burt ef þú ert ekki íjafnvægi þessa dagana. Kiabbm (22. júni-22.júii) Leyfðu hjarta þínu að stjórna huganum. Ef þú átt erfitt með að skipu- leggja verkefni tengt starfi þínu ættir þú á næstu dögum að hvíla þig og dreifa ábyrgðinni sem hvílir á herðum þínum. Þú ættir að treysta náunganum og hlaða orkustöðvar þínar þegar þú sefur. o l]Ón\b (23. júli-22. ógíst) U Á ________________________________________ Hér kemur fram samhliða stjörnu Ijónsins að einhver sem er þér mjög svo kær mun tjá þér tilfinningar sínar og þú verður reyndar mjög sátt/ur við ykkar vináttu og samskipti þegar fram líða stundir. Ánægjan skín úr aug- um þínum það sem eftir lifir af árinu svo sannarlega. Meyjanpj. úgúst-22.sept.) Hjarta meyju er auðsæranlegt en þú getur stjórnað tilfinningum þín- um ef þú kærir þig um. Q Vogín (23.sept.-23.okt.) Breytingar bíða þín og framtið þín tengist velgengni og þægilegu um- hverfi þegar kemur að fjölskyldulifi og vellíðan yfirleitt. Jafnvægi einkennir líð- an vogar helgina framundan. Forðastu óhóf. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n6v.) Þér er ráðlagt að huga mjög vel að fjárhag þínum í júní og fram í desember. Þú virðist ávallt fá hjálp í ein- hverri mynd þegar neyðin er mest. Hlúðu vel að þeim sem þú unnir og ekki síður sjálfinu. / Bogmaðurinn(22./w.-2/.<fej Ef þú hefur nýlega upplifað ein- hvers konar höfnun af hendi skyldmenna eða vina ættir þú hér og nú að ýta þeim tilfinningum burt hið fyrsta en þú býrð yfir eiginleikum sem þú ættir að nota til að hlúa að eigin tilfinningum. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú verður leidd/ur í allan sannleikann um það hvernig þú ættir að dansa við framtíðina innan tíðar ef þú hlustar á undirmeðvitund þína. 3 SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.