Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 30
.* 30 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ2004 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Blaðamannafundur Snorra Asmundssonar á Austur- velli á þriðjudaginn. Davlð Oddsson og Kristján Möller fylgdust vel með, en litu undan þegar Ijós- myndari smellti af. DV-myndir E.ÓI. Ha? Það væsir ekki um Jón Ólafsson í útlöndum eftir að hann seldi allt sitt hér á landi og flutti á brott. Hann stundar viðskipti í Bret- landi en hefur í seinni tíð horft til Sádi-Arabíu en hann hefur íhugað að selja þar sauðfé. Jón nýtur í þeim efnum tengsla við ís- lenskan rafvirkja í London sem er kvæntur sádi-arab- ískri prinsessu. Rafvirkinn íslenski hefur annast við- haldsverkefni fyrir Jón í villu hans í Canfield Gar- dens, Hampstead í Lundúnum. Viðskiptajöf- urinn keypti það hús af Chrissie Hynde, söngkonu Pretenders. Nýjustu fréttir af Jóni eru reyndar þær að hann sé búinn að selja vill- Jón horfir til Sádi-Arabíu og selurvilluna t • í allri orrahríðinni um fjölmiðlalög Dav- íðsOddssonar for- sætisráðherra hafa flestra augu beinst að Jónínu Bjartmarz, löglærðum alþingis- manni Framsóknarflokks. Jónína hefur haft uppi miklar efasemdir við að frumvarpið standist stjórnarskrá og hefur forystan lagst af miklum þunga á þingmann- inn undir þeim for- merkjum að stjórnar- slit yrðu ef hún segði nei við Baugs- lögunum. Það vakti óskipta athygli Síðast en ekki síst að á mótmælafundi á Austurvelli þar sem stjórntökum Davíðs var mótmælt stóð Jónína við hlið óþekka þingmannsins, Kristins H. Gunnarssonar, og fór vel á með þeim... • Sjálfstæðismenn og reyndar fleiri hafa haldið því á lofti í skúma- skotum að ekki séu öll kurl komin til grafar í rannsókn Ríkislögreglu- stjóra á stærstu eigendum Baugs. Vitnað er til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra sem hafi látið í veðri vaka að hann viti af því að ákæru sé að vænta á næstunni. Þetta kann að vera hið mesta bull en þó vill sumt fólk trúa því að Davíð eigi trúnað vinar síns, Haraldar Johannessen ríkislög- reglustjóra, og geti fylgst með stærri málum samfélagsins. Hvort orðrómurinn er réttur kemur vænt- anlega í ljós á næstunni... • Erlendur Hjaltason, bróðir Ragn- hildar ráðuneytis- stjóra og Jóhönnu Vigdísar frétta- manns, varð skammlífur í starfi sem forstjóri Eim- skipa. Hann hafði verið framkvæmda- stjóra skiparekstrar félagsins um nokkurt skeið en var velt úr sessi. Menn velta nú fýrir sér hvað hann æth að gera í framtíðinni. Nýi for- stjórinn, Baldur Guðnason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Samskipa, mun vera með mikinn glímuskjálfta og er sagður hugsa gott til glóðar- innar að velgja sínum gamla sam- starfsmanni, Ólafi Ólafssyni, for- stjóra Samskipa undir uggum í grimmri samkeppni flutninganna... Flott hjá Róberti Douglas og félög- um aö gera kvikmyrtd um samkyn- hneigt utandeildarlið I fótbolta. Ekki verra að bjóða áhugasömum iprufur fyrir myndina á morgun á Hótel Sögufrá9-17. Fótboltalið Grand Rokk faonar Sigraði skvísurnar í fyrsta sinn Hinn árlegi fótboltaleikur milli fastagesta Grand Rokk og stúUcna- liðsins frá Ungmennafélagi Bessa- staðahrepps var haldinn um síðustu helgi að viðstöddu fjölmenni eins og venjulega enda bjór og grill í boði. Það er skemmst frá því að segja að fastagestirnir náðu þeim frábæra árangri að vinna þennan leik í fyrsta sinn frá upphafi með lokatölunum 6-5. Að vísu eru úrslit- in eitthvað á reiki enda voru liðs- menn Grand Rokk orðnir nokkuð rykaðir í leikslok. „Þetta var skondið á að horfa enda lágu menn hálfmeðvitundar- lausir um allan völl í lokin. En við sigruðum sem verður að teljast nokkuð gott því yfirleitt hafa skvís- urnar tekið okkur í nefið á undan- förnum árum með svona fjögurra til sjö marka mun,“ segir Böggi, einn af varnarmönnum Grand Rokk-liðs- ins, en honum var skipt útaf strax á fyrstu mínútu þegar hóf hann vörn- ina með því að gefa boltann beint á næsta andstæðing sem skoraði um hæl. „Ég er mjög ánægður með minn lilut enda náði ég að skora allavega eitt mark að ég man eftir,“ segir Kjarri, einn af sóknarmönnum Grand Rokk. „Ég held að hinn stór- kostlegi sigur okkar sé fyrst og fremst því að þakka að í ár mættum við flestir í íþróttaskóm á völlinn. Sú fjárfesting hefur því borgað sig.“ Karl Hjaltested, liðsstjóri Grand Rokk-liðsins segir að hann sé ekki alveg með lokatölur leiksins á hreinu en telur nokkuð áreið- anlegt að þær hafi verið 6-5 Grandrokk í vil. „Við mættum með nokkuð stóran hóp núna til að geta skipt ört inn á enda dugðu menn ekki nema 1-2 mínútur í einu á vellinum. Og skvísurnar í UMFB veittu okkur harða keppni að venju." Stúlknaliðið UMFB var skipað skvísum á aldrinum 15 til 17 ára og þær útskýrðu tapið á þann hátt að allar þær bestu í liðinu væru farnar áfram í eldri flokkana innan félags- ins. Kvikmyndagerðarmaðurinn Þor- finnur Guðnason og útvarpskonan Lísa Páls gerðu stuttmynd um för Þorfinnur mundar tökuvélina á hliöartnunni. liðsins í Bessastaðahrepp og verður sú mynd sýnd á menningarviku Grand Rokk fyrstu helgina í júní. Myndin fjallar ekki svo mikið um leikinn sjálfan heldur fjörið á hliðar- línunni sem var víst ekki síður spennandi en fótboltinn. Krossgátan Lárétt: 1 vond,4 mistök, 7 kjósa, 8 ákafir, 10 kjáni, 12 eldsneyti, 13 gremja, 14 heyrnarlaus, 15 nægi- legt, 16 nöldur, 18 hnoða, 21 stakri, 22 brátt,23 druna. Lóðrétt: 1 snjó,2aldur,3 þýðingin, 4 gild, 5 tíndi, 6 blási, 9 fjarstæða, 11 bátaskýli, 16 tangi, 17 arfberi, 19 mjúk, 20 eðja. Lausn á krossgátu •jne oí'uii 61 'us6 zt 'sau 91 'rsneu 11 'ejjg 6 'ind 9 'se| s '6ua6p|eí6 y 'u!6ui>|jauj £ 'iak z '*us 1 :uajgoi •'jXu6 £z 'uuas zz 'iuup iz 'ei|a 81 '66eu 91 '69U s L 'jnep y t '|6ja £ t '|0>) z l '|use 0 L 'Jflæ 8 'ef|3A l 'do|6 y 'mæ|s 1 ujsjbi Nokkur vindur Nokkur vindur +10, ^ ’ Gola +10 ** Gola +7*á*é Nokkur vindur Veðrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.