Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 25 I Sýnd í Sambióunum og Há- skólabiói. Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Aðalhlutkverk: Brad Pitt, Or- lando Bloom, Eric Bana, Peter O'Toole, Diane Kru- ger, Brendan Gleeson og Brian Cox. Voða margir deyja Látum vera þótt Wolfgang Peter- sen og menn hans láti sér detta í hug að gera mynd byggða á fh'onskviðu Hómers og sleppi guðunum og þætti þeirra í framvindu sögunnar. Það er að vísu mjög vond hugmynd vegna þess að guðirnir eru í reynd óaðskilj- anlegur hluti ekki aðeins plottsins heldur og þess hugmyndaheims sem sagan gerist í. Fyrir nú utan hvað þeir og allt þeirra vafstur er skemmtilegt; hinar mannlegu persónur Ih'- onskviðu eru flestar heldur óspenn- andi miðað við aht vesinið á guðun- um. En látum það nú vera samt. Má ég biðja um Pasolini! Látum líka vera þótt þeir Petersen virðist engan veginn hafa hugsað til enda hvaða veröld þeir vildu þá að myndin þeirra gerðist í í staðinn, úr því að sú veröld er gersneydd guð- um, og það er ekki einu sinni merkj- anleg hjátrú í henni; aht tal um guð- ina og guðleg öfl er algerlega yfir- borðskennt snakk og merkingarlaust með öllu. En þótt þeir klippi sem sagt guðina út, reyna þeir ekki að búa til merkingarbæra veröld í stað- inn - þeir reyna tU dæmis ekki að skapa þá veröld sem líklegt má heita að hafi búið að baki íh'onskviðu, áður en sönggyðjumar og Hómer tóku tíl sinna starfa. Þeir reyna altso ekki að nálgast „sannleikann" heldur búa tíl einhverja glimmerveröld sem er víðsfjarri öUu sem við vitum um raunveruleikann í GrUddandi hinu forna. Má ég þá heldur biðja um Pier Paolo Pasolini. Heimurinn í forn- grísku myndunum hans var skrýt- inn, ekki bara alveg eins og okkar. En hermannaheimur Petersens er bara eins og í óteljandi hermannamynd- um ffá öUum tímum. En látum það vera. Látum ennfiemur vera þótt Trójustríðið standi ekki í tíu ár eins og í kviðu Hómers heldur taki bara nokkra daga - sem sviptír mann aUri tilfinningu fyrir þreytunni, ömurleik- anum, vonleysinu og örvæntingunni sem gegnsýrir kviðuna, hvað sem líður hreysilátum hetjanna og sviptir mann líka allri tilfinningu fyrir því hvflíkt óvinnandi vígi Trója var fyrir hina fagurbrynhosuðu Akkea og hví- lík þofiaun þetta stríð var fyrir aUa sem þátt tóku og þar með, hvað það var sögulegt. Fótósjoppað mannhaf - til hvers? Og látum sömuleiðis vera þótt í myndinni úi og grúi af sögulegum viUum, þótt sumar þeirra grenji beinlínis á áhorfendur - jafhvel þá sem ekki eru neitt sérlega vel að sér um gríska sögu. Tökum bara hernað- arleg atriði - það er jú greinUega það Ég ráðlegg sérstak- lega hverjum þeim sem villist inn á þessa mynd að halda fast fyrír eyrun í hinum „hugljúfu" atríðum þegar Akkilles og Brí- eses eru ein saman. Þar er staflað upp þvi- líkum Misjubunka að manni verður beinlín- is illt, enda átti ég nú á dauða mínum von en því að hinir fagur- brynhosuðu Akkear töluðu afámóta dýpt og mannskilningi og fólkið í sápuóperunni Santa Barbara. sem myndin á að hala inn áhorfend- ur út á. Það kann að vera voða tíl- komumikið að láta þúsund skip koma siglandi yfir hafið upp að ströndum Tróju en maður þarf ekk- ert að vita um siglingar Grikkja tU forna tíl að vita að skipin þeirra voru ekki úthafsskip; þau voru ofvaxnfi árabátar og sUuðust með ströndum. Má vera að sumum þyki þetta ekki merkflegt atriði og fyUUega leyfilegt að breyta svonalöguðu tU að búa tfl tilkomumikla senu, en er það í raun- inni svo? TU hvers eru menn að búa til mynd aftan úr fornöld ef menn breyta meginþáttum í tækni þeirra tíma? Væri réttlætanlegt að búa til mynd úr nútímanum þar sem bflar keyra í loftinu metra frá jörðu, bara af því það h'tur flott út? Margt fleira af þessu tagi mætti tína tíl. Mannfjöldinn í orrustunum er til dæmis fáránlegur; orrustur fyrir 3.200 árum voru ekki fólkorrustur eins og á miðöldum. Þetta voru fá- mennir bardagar sem gengu ekki síst út á einvígi aðalkappanna. TU hvers að breyta því? Jú, tU að búa tU fleiri „tilkomumikU atriði" þar sem er hægt að fótósjoppa endalaust mann- haf. Og víst er mikið slegist og mikið fótósjoppað og voða margir eru drepnfi. En séu fjöldasenur mark- miðið, tU hvers þá að leita aftur tU Grikklands? Fáránlegar persónur En látum það liggja milh hluta. Látum meira að segja liggja mUli hluta þótt persónurnar í myndinni séu flestar fáránlegar og leikararnir nái sjaldnast að gæða þær pappafi'g- urur lífi. Aumingja Brian Cox stríðir árangurslaust við algerlega óskUjan- legan Agamemnon og er meira að segja drepinn í lokinn. Hector Erics Bana er furðulegur aumingi, virðist ahtaf með grátstafinn í kverkunum. París Orlandos Bloom er bara rugl; fyrst kvennabósi, svo hugleysingi, svo aht í einu voða hraustur og hug- rakkur. Príam Trójukóngur er ein c' grenjuskjóðan enn í meðförum Pet- ers O’Toole. Helena fagra Díönu Kruger er bara dúkka. Bríeses Rose Byrne á að vera rósin í hnappagat persónusköpunar í myndinni... því miður, þetta er bara yfirboðskennt nýaldarkjaftæði. Ódysseifur Seans Bean er sá eini sem nálgast það að vera persóna. AkkiUes Brad Pitt? Ja, það er nú það. Pitt reynfi að klóra sig fram úr hlutverkinu með því að leika ýmis Mel Gibson eða Robert Redford - hann er a.m.k. ekki AkkiUes. Ámóta dýpt og í Santa Bar- bara En látum þetta aUt saman vera. Þetta er náttúrlega bara skylminga- * mynd. Og kannski hefur einhver gaman af skylmingaatriðunum. Per- sónulega leiddust mér þau, þau voru bæði aUtof löng og undarlega blóð- laus. En látum það vera. Það sem ég get hins vegar ekki orða bundist er svokaUaður díalógur einhvers David Benioff. Almáttugur minn! Ég ráðlegg sérstaklega hverj- um þeim sem vfllist inn á þessa mynd að halda fast fyrir eyrun í hin- um „hugljúfu" atriðum þegar AkkU- les og Bríeses eru ein saman. Þar er staflað upp þvflíkum klisjubunka að manni verður beinlínis Ult, enda átti *• ég nú á dauða mínum von en því að hinir fagurbrynhosuðu Akkear töl- uðu af ámóta dýpt og mannskilningi og fólkið í sápuóperunni Santa Bar- bara. Og aUt í einu er AkkiUes óðum að verða „mjúki maöurinn" sem þrá- fi ást og ffið og eftir svolitla stund kæmi manni ekkert á óvart þótt þau skötuhjú leiddust saman yfir tU næsta heilara eða skeUtu sér á Indíánamót undir Jökli hjá Guðlaugi Bergmann. Hlugi Jökulsson Cameron Diaz er beibið í myndinni en þama bregður Iflca fyrfi James Woods, Dennis Quiad, Matthew Modine og m.a.s. Axm Margaret. Seinni mynd Skjásins er To Live and Die in LA eftfi Exorcist-leikstjórann William Friedkin. Þetta er mynd frá 1985 og ef maður ætlar að horfa á hana verður maður að þola CSI- gúrúinn William Petersen. Og það er náttúrlega ekki öUum gefið. Laugardagur Þegar GísU Marteinn verður bú- inn að gleðja þjóðina verður sýnd Hin systirin, amerísk gamanmynd af skárra taginu um vangeftia stúlku sem lærir að standa á eigin fótum. Þama em leikarar eins og Diane Keaton, JuUette Lewis, Giovanni Ribisi og Tom Skerritt. Það er kannski fullmikið af því góða, en strax á eftfi kemur mynd mjög í sama dúr: „Rómantíska gamanmyndin" Forseti Bandaríkjanna þar sem for- setinn Michael Douglas verður skot- inn í umhverfisvemdarsinnanum Annette Bening. Það er Rob Reiner sem leikstýrir, sem þýðir pottþétt, átakalaust, slétt og felit. Það verður hins vegar ekki sagt um næstu mynd; MilU fóta þér eða Entre las piemas frá Spáni sem fjaU- ar um vinsæla útvarpskonu sem íeit- ar sér hjálpar vegna kynlífsfíknar en fer þá úr öskunni í eldinn. Þetta er spennumynd af æsUegra taginu í ýmissi merkingu. Ekki fyrir aUa en gaman fyrfi suma. Það er engin önn- ur en vinkona vor, Victoria Abril, sem berar sig. Stöð 2 byrjar á Gúrúnum, mynd sem fjallar um indverskan dans- kennara sem ætlar að leggja undir sig New York en lendir í ýmsum raunum. Þetta er létt og skemmtUeg gamanmynd, ekki sérlega djúp, að sögn, en tfl marks um að Indverjar em í vaxandi mæU að láta að sér kveða í Ameríku. Jimi Mistry leUcur aðalhlutverkið en Heather Graham og Marisa Tomei keppa um ástfi hans. Svo kemur Simone, mynd sem hafði ýmsa burði tU að verða góð en þótti á endanum býsna mislukkuð. A1 Pacino leikur kvikmyndaframleið- anda sem missir aðalstjömuna og grípur þá tU þess að láta búa tU í tölvu þykjustu-persónu sem hann telur fóUd trú um að sé tU í raun og vem. Wynona Ryder leUcur í myndinni en titilpersónan er leikin af kanadíska nýstfininu Rachel Roberts. Hún er spúsa leikstjórans og handritshöf- undarins AndrewNiccol sem skrifaði handritið að hinni rómuðu Truman Show en leiðist hér út í hálfgerða vit- leysu í lokin. Rétt fyrir kl. 12 kemur körfubolta- myndin Hvítir menn geta ekki troðið fyrir þá sem hafa húmor fyrir körfu- bolta og um hálf tvö birtist sjálfur Hannibal á skjánum í fram- haldinu af Lömbin þagna. Þessi er leikstýrð af Ridley Scott og ekkert tU sparað að gera hanasembestúr garði, nema helst vitrænt handrit. Furðulegt að sá góði leUcritahöfund- ur David Mamet skyldi láta hafa sig út í þvflíkt mannætuklám. En mörg- um finnst þetta spennandi og Gary Oldman fær tækifæri tU að leika geð- sjúkling á öUu sínu blasti. AUtof seint - eða rétt fyrfi fjögur - er svo sýnd hin mjög svo athyglis- verða A Room for Romeo Brass, bresk gæðamynd um tvo alþýðu- stráka sem lenda í vanda þegar ein- kennflegur karakter fer að skipta sér af þeim. TjaUinn upp á sitt besta! ^ Á Skjá einum verður sýnd gaman- myndin um Denna dæmalausa þar sem Walter Matthau leikur herra WUson. Þetta mun vera mjög gleym- anleg mynd en eflaust fyndin fyrir einhvetja meðan á henni stendur. Sunnudagur Sunnudagsmynd Sjónvarpsins er að þessu sinni GuUið í Napólí eftir Vittorio de Sica, einn af meisturum ítalskrar kvikmyndagerðar. Myndin er frá 1954 og þetta er gamanmynd þar sem sagðar eru sex samhUða sög- ur um skemmtUegt fólk. Þarna leikur hin unga Sophia Loren meðal ann- arra. * j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.