Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 Sport DV Brjálað að gera hjá Chelsea Það er nóg að gera hjá Peter Kenyon og Roman Abramovich þessa dagana. Þeir eru að reyna að landa Fernando Morientes og svo hafa þeir boðið í perúska framherjann Jefferson Far- fan sem er 19 ára. Svo eru þeir einnig að íhuga að lána Joe Cole til Everton en slæmu fréttirnar eru þær að Jonathan Zebina, varnar- maður Roma, hafnaði fél- aginu og félagi hans hjá Roma, Walter Samuel, er væntanlega ekki heldur á leið til Chelsea þar sem Real Madrid er búið að jafna tilboð liðsins í kappann. Barthes brjálaður Fabien Barthez, markvörður Marseille, var foxillur út í Collina dómara af því hann rak hann af velli í úrslita- leik UEFA-bikarsins. „Maður getur tekið tapi en svona tapi er erfitt að taka," sagði Barthez. „Dómarinn eyðilagði leikinn. Hann dæmdi líka víti einu sinni á mig gegn Spánverjum og það var aldrei víti. Ætíi hann sé öfunds- sjúkur út í mig?" Eyða, eyða... Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vill að félagið eyði grimmt í sumar og kaupi þrjá háklassaleik- menn. Ef ekki þá gætí hann farið frá félaginu. „Ef það verða bara 1-2 leikmenn mættir eftir EM þá verð ég ekki sáttur. Næstu 2-3 mán- uðir verða mjög áhuga- verðir," sagði Gerrard sem er orðaður grimmt við Chelsea og Manchester United þessa dagana. Samningur til 2007? Steve Bruce, fram- kvæmdastjóri Birming- ham, vonast til þess að Robbie Savage standi við heiðursmannasam- komulag þeirra á milli og geri nýjan samning við félagið til ársins 2007. „Við töluðum saman og hann tók í hendina á mér sem skiptir miklu í mínum augum. Ég vona að hann standi við orð sín," sagði Steve Bruce. íslandsmeistarar KR eru stigalausir í Landsbankadeildinni í knattspyrnu eftir tap gegn nýliðum Keflavíkur, 3-1, í gær. Keflavík trónir hins vegar á toppnum með fullt hús stiga. Tveir leikir, ekkert stig. Það er árangur fslandsmeistara KR það sem af er Landsbankadeildinni í knattspyrnu þetta tímabilið. KR-ingar voru kafsigldir af skemmtilegum Keflvíkingum, sáu hreinlega aldrei til sólar og það er engum hulið að það er krísa í Vesturbænum. Nýliðar Keflavíkur, sem unnu KA-menn á Akureyri í fyrstu umferð- inni á sunnudaginn, tóku á móti fs- landsmeisturum KR á Keflavíkur- velli í gær. KR-ingar töpuðu opnun- arleik deildarinnar fyrir FH á laugar- daginn og áttu á hættu að vera stiga- lausir eftir tvær umferðir. Það varð staðreynd. KR-ingar fengu óskabyrjun því Arnar Gunnlaugsson, sem missti af leiknum gegn FH vegna meiðsla, skoraði strax á þriðju mínútu leiks- ins. Hann fékk boltann eftir send- ingu frá Kjartani Henry Finnboga- syni og afgreiddi hann af sinni alkunnu nákvæmni í netíð, óverj- andi fyrir Ólaf Gottskálksson, mark- vörð Keflvíkinga. Keflvíkingar létu þó ekki martraðarbyrjun á sig fá og tóku völdin fljótlega eftir markið. Þeir uppskáru mark á 24. mínútu en þá jafnaði Stefán Gíslason metin eftir hornspyrnu. Keflvíkingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálf- leik en það verður þó að segjast KR- ingum til hróss að þeir börðust mun betur en í fyrsta leiknum gegn FH. Keflvíkingar komust síðan yflr á 60. mínútu þegar Scott Ramsey skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Markið var fullkomlega samkvæmt gangi leiksins enda voru Keflvíkingar mun sterkari allan leikinn. Ramsey fékk síðan gullið tækifæri til að bæta við þriðja markinu þegar tuttugu mín- útur voru eftir en þá komst hann einn í gegnum vörn KR. Hann skaut hins vegar framhjá og KR-ingar gátu prísað sig sæla. Þegar U'u mínútur voru til leiksloka komst Hólmar örn Rúnarsson einn inn fyrir vöm KR- inga en Kristján Finnbogason, markvörður KR-inga, varði glæsi- lega. Það má þó segja að réttíætinu hafi verið fullnægt á síðustu mínútu leiksins. Þá skoraði Hörður Sveins- son þriðja mark Keflvíkinga eftir undirbúning Magnúsar Þorsteins- sonar sem hafði komið inn á sem varamaður nokkmm mínútum fyrr. Keflvíkingar spiluðu þennan leik frábærlega og vom mörgum gæðaflokkum fyrir ofan íslands- meistarana. Þeir héldu boltanum frábærlega innan liðsins, vörnin var sterk og gaf fá færi á sér og það má í raun segja að nýliðar Keflavíkur hafi í öðrum gæðaflokki Stefán Gíslason var langbesti maður vallarins gegn KR. litið út eins og íslcmdsmeistarar en meistararnir sjálfir eins og hræddir og taugaspenntir nýliðar. Stefán Gíslason var yfirburðamaður á vellinum en annars var Kelfvíkur- liðið sterkt sem heild. Kristján örn Sigurðsson var sá eini sem var með lífsmarki í KR- liðinu og kom í raun í veg fyrir að verr færi en raun bar vitni. KR-ingar em í vandræðum þessa dagana, það er engum blöðum um það að fletta en nú hafa þeir viku til að ráða ráðum sínum og koma sér aftur á flot - það er varla tími fyrir fleiri mistök. henry@dv.is það má í raun segja að nýliðar Keflavíkur hafi litið út eins og íslandsmeistarar en meistararnir sjálfir eins og hræddir og taugaspenntir nýliðar. KEFLAVÍK-KR 3-1 2. umf. - Keflavfkurvöllur -20. maí Dómari: Erlendur Eiríksson (2). Áhorfendur: 1421. Gæði leiks: 3. Gul spjöld: Keflavík: Stefán (63.) - KR: Kjartan Henry (33.), Gunnar (40.), Kristján S. (40.). Rauð spjöld: Engin. Mörkin: 0-1 Arnar Gunnlaugsson 3. skot úr teig Kjartan Henry 1- 1 Stefán Gíslason 24. skot úr teig frákast 2- 1 Scott Ramsey 60. skot utan teigs aukaspyrna 3- 1 Hörður Sveinsson 90. skot úr teig Magnús Sverrir Leikmenn Keflavfkur: Ólafur Gottskálksson 2 Guðjón Antoníusson 3 Sreten Djurovic 4 HaraldurGuðmundsson 4 Ólafur fvar Jónsson 4 Stefán Gíslason 6 Zoran Daníel Ljubicic 4 Jónas Guðni Sævarsson 2 Hólmar Örn Rúnarsson 4 (90., Þórarinn Kristjánsson -) Hörður Sveinsson 2 Scott Ramsey 4 (87., Magnús Sverrir Þorsteinsson -) Leikmenn KR: Kristján Finnbogason 3 Kristinn Magnússon 1 (85., Henning Jónasson -) Gunnar Einarsson 1 Kristján Örn Sigurðsson 5 Bjarni Þorsteinsson 4 Sölvi Davíðsson 2 Kristinn Halfiðason 2 Ágúst Gylfason 2 ArnarGunnlaugsson 2 (86., Jökull Elísabetarson -) Guðmundur Benediktsson 2 (66., Arnar Jón Sigurgeirsson 3) Kjartan Henry Finnbogason 3 Tölfræðin: Skot (á mark): 9-5 (5-2) Varin skot: Ólafur 1 - Kristján 2. Horn: 5-3 Rangstöður: 6-0 Aukaspyrnurfengnar: 20-10. BESTUR Á VELLINUM: Stefán Gíslason, Keflavík K A II L A R LANDSBANKADEILD^ Úrslit: (A-Grindavlk 0-0 (BV-Fram 1-1 Keflavík-KR 3-1 Staðan: Keflavík 2 2 0 0 5-2 6 Fram 2 1 1 0 4-1 4 FH 1 1 0 0 1-0 3 (BV 2 0 2 0 2-2 2 Fylkir 1 0 1 0 1-1 1 Grindavík 2 0 2 0 1-1 2 (A 2 0 2 0 1-1 2 KA 1 0 0 1 1-2 0 KR 2 0 0 2 1-4 0 Víkingur 1 0 0 1 0-3 0 Lokahóf Re/MAX-deildar karla í handbolta fór fram á Hótel íslandi í fyrrakvöld Fjórði KA-maðurinn á fimm árum Arnór Atlason fékk fern verðlaun á lokahófí hand- knattleikssambandsins og varð fjórði KA-maðurinn á fimm árum til að vera kosinn leikmaður ársins. Arnór var einnig valinn efnilegastur, besti sóknarmaðurinn og varð markahæstur. Þrír leikmenn voru tilnefndir sem bestu leikmenn vetrarins með Arnóri en það voru Andreus Stelmokas, félagi hans í KA, sem var valinn bestur í fyrra og Markús Máni Michaelsson úr Val. Með Arnóri sem efnilegustu leikmenn voru tilnefndir Andri Stefan úr Haukum og Björgvin Páll Gústavsson, markvörður úr HK. Annar norðanmaður, dómarinn Stefán Arnaldsson, var valinn dómari ársins 11. árið í röð og í 17. sinn á ferlinum en hann og Gunnar Viðarsson voru valdir besta dómaraparið sjötta árið í röð. Júlíus Jónasson, spilandi þjálfari ÍR, var valinn varnarmaður ársins annað árið í röð og Ólafur Helgi Gíslason, lærisveinn hans hjá ÍR, var valinn besti markvörðurinn. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var vahnn besti þjálfarinn. Það vekur athygli að íslands- og bikarmeistarar Ilcuka eiga ekki verðlaunahafa á hófinu þrátt fyrir að bæði Ásgeir örn Hallgrímsson og Birkir ívar Guðmundsson hafi leikið frábærlega með liðinu í vetur. Bestur og efnilegastur Arnór Atlason, KA, hlóð á sig verðlaunum á lokahófínu. BESTUR OG EFNILEGASTUR KA-maðurinn Arnór Atlason varð sá fyrsti til að vera bæði valinn bestur og efnilegastur á sama tímabili en aðeins tveir aðrir leikmenn hafa hlotið báðar þessar útnefningar á ferlinum. Leikmenn sem hafa bæði verið kosnir bestir og efnilegastir: Dagur Sigurðsson Efnilegastur 1992 Bestur Ólafur Stefánsson 1996 Efnilegastur 1993 Bestur Arnór Atlason 1994 Éfnilegastur 2004 Bestur 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.