Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21.MAI2004 Sport DV Barátta Sölva og Jóhanns Það verður fróðlegt að fylgjast með baráttu Sölva Geirs Ottesen, varnar- mannsins efnilega hjá Vfk- ingi, og Jóhanni Þórhalls- syni, sóknarmanni KA, í leik liðanna á VíkingsveUi í dag. Síðast þegar þessir tveir leikmenn áttust við á Vík- ingsvellinum í fyrra þá veitti Jóhann, sem lék þá með Þór, Sölva olnbogaskot í andlitið með afleiðingum að Jóhann fékk að líta rauð- a spjaldið en Sölvi Geir skaddaðist illa í andliti sem gerði það að verkum að hann missti af þremur síð- ustu leikjum Víkings. Jó- hann missti einnig af þrem- ur síðustu leikjunum þar sem hann fékk þriggja leikja bann. Hverjir eru meiddir? Nokkrir leikmanna Víkings og KA eru að glímaMð meiðsli þessa dagana og því geta þjálfararnir ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Bjarni Hall, Haraldur Ómarsson og Jón Guðbrandsson eru meiddir hjá Víkingum en hjá KA er Jóhann Helgason ristarbrotinn og Þorvaldur Sveinn Guðbjömsson er meiddur á hné og spilar væntanlega ekki. GengurGaupi í Berserki? Stuðningsmannafélag Víkings, Berserkir, hittist í kjallaranum í Víkinni fyrir leikinn. Guðjón Guðmund- sson íþróttafréttamaður mun heiðra Berserki með nærveru sinni og kveikja í stemningunni. Hver veit nema hann skrái sig síðan í félagið? Berserkjabúningar verða einnig afhentir og varningur verður seldur. Húsið opnar kl. 19.00 og Gaupi mun ávarpa sam- komuna kl. 19.30. Víkin orðin klár Það hefúr mikið gengið á í Víkinni síð- ustu vikur svo allt verði klárt fyrir leikinn í kvöld. Búið er að reisa þak yfir stúkuna, koma sætum íyrir að ógleymdri nýrri og glæsilegri vallar- klukku svo Berserkirnir geti talið mörk sinna manna eða mörkin sem þeir em að fá á sig. Skagamenn eru án sigurs í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Grindvíkingum í annarri umferð deildarinnar á Akranesi í gær. Liðið hefur nú spilað tvo heimaleiki og gert jafntefli í þeim báðum. Sama vandamál og Skagamenn virðast eiga við sama vandamál að glíma í fyrstu tveimur umferðunum nú og þeir áttu í fyrri umferðinni í fyrra, það er hve illa gengur hjá þeim að skapa sér færi og nýta þau fáu sem þeir fá. Skagamenn hafa nú gert tvö jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni, báðum á heimavelli og það er varla ásættanlegt fyrir lið sem ætlar sér að berjast um titilinn. Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, stillti upp nákvæm- lega sama liði gegn Grindavík í gær og því sem gerði jafntefli gegn Fylldsmönnum á sunnudaginn. Zeljko Sankovic, þjálfari Grinda- vfkur, þurfti hins vegar að gera tvær breytingar á liði sínu frá jafnteflis- leiknum gegn ÍBV. Slavisa Kaplano- vic og Eyþór Atli Einarsson voru meiddir og í stað þeirra komu Guðmundur Andri Bjarnason og Ray Anthony Jónsson. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og það er óhætt að segja að hálfleikurinn hafi verið eign þeirra. Miðja Skagamanna með Grétar Rafn Steinsson, Julian Johns- son og Pálma Haraldsson réð lögum og lofum á vellinum, pressaði Grindvíkinga stíft og Skagamenn unnu boltann oft á hættulegum stöðum. Þeir fengu fjölmarga mögu- leika til að koma sér í færi en fyrir- gjafir leikmanna liðsins, sérstaklega þeirra Haraldcir Ingólfssonar og Kára Steins Reynissonar, voru yfirleitt mjög slakar og enduðu oftar en ekki á fyrsta manni. Eina færi Skagamanna í fyrri hálfleik kom á 17. mínútu en þá komst Haraldur einn í gegnum vörn Grindavíkur eftir fallega sendingu frá Stefáni Þórðarsyni en Albert Sævarsson sá við honum. Grindvíkingar voru ekki ógnandi ffarn á við í fyrri hálfleik en það brá einstaka sinnum fyrir fallegum sam- leik, sérstaklega þegar þeim tókst að finna lappirnar á Grétari Hjartarsyni. Þá áttu þeir möguleika að toga og teygja á vörn Skagamanna en boltinn gekk of hægt kanta á milli og Skagamenn áttu yfirleitt ekki í erfiðleikum með að loka svæðum. í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum. Grindvíkingar byrjuðu með látum og Grétar fékk dauðafæri strax á fyrstu mínútu hálfleiksins. Grindvíkingar voru mun meira ógnandi fram á við í síðari hálfleik á meðan Skagamönnum gekk illa að finna taktinn. Varnarmennirnir Guðmundur Andri Bjarnason og Óðinn Árnason fengu báðir ákjósanleg færi til að koma Grindvíkingum yfir en fóru illa með þau. Það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem Skaga- menn vöknuðu til h'fsins á ný. Þá fékk Garðar Gunnlaugsson tvö dauðfæri en var ekki á skotskónum frekar en aðrir leikmenn vallarins. Það hringir ákveðnum aðvörun- arbjöllum hjá Skagamönnum eftir tvo fýrstu leikina. Liðið er líkt og fyrri hluta móts að spila ágætíega úti á velhnum en þegar kemur að vítateignum þá virðist sem sjálfstraust leikmanna hðsins sé ekkert. Þetta var vandamálið í fyrra og ástæða þess að liðið var í níunda sæti deildarinnar eftir tíundu umferð í fyrra. Ólafur þjálfari kýs að spila ekki með eiginlegan hægri kantmann en það er spurning hvort hann þurfi ekki að draga Ehert Jón Bjömsson á flot tU að fá meiri ógnun þeim megin. Kári Steinn er í það minnsta ekki mjög ógnandi fram á við þótt hann skUi varnar- hlutverkinu ágætíega. Liðið er líkt og fyrri hluta móts að spila ágætlega úti á vellinum en þegar kemur að vítateign- um þá virðist sem sjálfstraust leik- manna liðsins sé ekkert. Grindvíkingar spUuðu mun betur í þessum leik heldur en gegn Eyjamönnum um síðustu helgi. Boltinn gekk betur manna á milli en það er þó vandamál hversu lengi sumir miðjumanna liðsins em að losa sig við boltann. Þegar boltinn fær að fljóta betur innan hðsins þá verður það hættulegra og hraði Grétars Hjartarsonar nýtist betur. Vörnin var öflug með þá Sinisa Kekic og Óðin Ámason sem bestu menn en það var þó áfaU fyrir Grindavik að Kekic þurfti að fara af veUi eftir rúmlega klukkutíma leik, meiddur á ökkla. Það er óskandi fyrir Grindavik að hann sé ekki alvarlega meiddur því hann er algjör lykUmaður í liðinu. oskar@dv.is ÍA-GRINDAVÍK 0-0 2. umf. - Akranesvöllur -20. mal Dómari: Ólafur Ragnarsson (5). Ahorfendur: 1012. G»ði leiks: 3. Gul spjöld: lA: Enginn - Grindavík: Guðmundur Bjarni (37.), Ray Anthony (50.), Petkovic (68.). Rauð spjöld: Enginn. Leikmenn |A: Þórður Þórðarson 3 Kári Steinn Reynisson 3 Reynir Leósson 4 Gunnlaugur Jónsson 2 Guðjón Sveinsson 3 Julian Johnsson 3 (83., Hjörtur Hjartarson -) Grétar Rafn Steinsson 3 Pálmi Haraldsson 4 Haraldur Ingólfsson 1 (61., Unnar Valgeirsson 2) Stefán Þór Þórðarson 4 Alen Marcina 3 (61., Garðar B. Gunnlaugsson j) Leikmenn Grindavíkur: Albert Sævarsson 3. Guðmundur Andri Bjarnason 3 Sinisa Kekic 4 (64., Heiðar Ingi Aðalgeirsson 2) Óðinn Árnason 4 Gestur Gylfason 3 Ray Anthony Jónsson 3 Eysteinn Hauksson 2 Paul McShane 3 (75., Jóhann Helgi Aðalgelrsson -) Orri Freyr Óskarsson 2 Grétar Hjartarson 3 Óli Stefán Flóventsson 1 (65., Aleksander Petkovic 2) Tölfræðin: Skot (á mark): 16-11 (3-3) Varin skot: Þórður 3 - Albert 3. Horn: 11-2 Rangstöður: 9-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-16. BESTUR Á VELLINUM: Stefán Þór Þórðarson, ÍA Miðjumenn berjast Bysteirm Húni Hauksson, miðjumaður Grindvikinga, reynir hér að ná boltanum af Skagamanninum Grétari Rafni Steinssyni. DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.