Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ2004 Fréttir DV Ólgavegna fjölmiðla- frumvarps Þriðju umræðu um fjölmiðlaírum- varpið verður haldið áfram á morgun. Ein 27 mál liggja fyrir þinginu á morgun og er fjölmiðlaírum- varpið það elfefta á dagskrá. Stjómarlið- ar telja að frumvarpið verði afgreitt á næstu dögum - jafnvel um helgina. Karfinn qef- ursig ekki Sjómenn í Rósagarð- inum em argir um þessar mundir vegna þess að þeir fiima ekki stóran karfa til að flytja út í gám- um. „Hér er nánast engin veiði, þetta er rosalega lé- legt," sagði Guðmundur Guðmundsson skipsfjóri á Harðbaki, sem er í eigu Brims fyrrverandi Út- gerðarfélags Akureyringa. Vegna þess að karfinn gefur sig ekki ætla skip- verjar á Harðbaki að sækja á þorskinn. Slagsmál Maður féli niður stiga á Amsterdam síðustu helgi og þurfti að flytja hann á spít- ala. Ari Schröder, fram- kvæmdastjóri staðarins, segir að farið hafi verið yfir máfið með þeim sem vom á vakt; þetta hafi verið hörmulegt slys. í frétt DV á miðvikudaginn var sagt frá fjöldaslagsmálum í tengsl- um við hljómsveit sem spil- aði á Amsterdam. Ari vill koma því á ffamfæri að slagsmálin áttu sér stað rétt fyrir utan staðinn og sfysið í stiganum sé algjörlega ótengt þeim. Niðurskurðurinn í spítala- rekstrinum Ólafur Ólafsson fv. landlæknir. „Niðurskuröur I heilbrigðis- þjónustu er ekki nýyrði, en nið- urskurður í bráðaþjónustu er það. Þetta er alvarlegt og við hljótum öll að mótmæla þessu harðlega." Hann segir / Hún segir “Það er ótímabært að fara út í frekari niðurskurð fyrr en Ijóst er hver áhrifþær aðgerðir, sem þegar er búið að grípa til, verða á þjónustu, öryggi sjúk- linga og biðlista. “ Elsa B. Friðfinnsdóttir form. Félags Isl. hjúkrunarfræöinga. Háess sem átti og rak fjölda tískuverslana hefur verið lýst gjaldþrota. Feðgarnir sem byggðu upp Háess með kvótagróða seldu áður verslanirnar til nýs félags í sinni eigu. Verslanirnar eru reknar áfram á sömu stöðum með sama starfsfólki. Gjaldþrotaskipti Háess eru á frumstigi og kröfur enn ekki komnar fram. Sægreilar í tískufötum skipta um kennitulur Háess ehf. sem átt hefur og rekið fjöida tískufataverslana var tek- ið til gjaldþrotaskipta fyrir fjórum vikum. Háess er fyrirtæki sem var í eigu feðganna Hákons Hákonarsonar og Hákons Magnús- sonar. Nýtt fyrirtæki á vegum feðganna, Hafrós ehf., hefur leyst til sfn verslanir og viðskiptasambönd. Þar til fyrir nokkrum misserum var Sigurjón örn Þórsson meðeig- andi þeirra feðga. Sigurjón er í dag aðstoðarmaður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Háess hefur rekið margar þekktar fataverslanir á síðustu árum. Undir það síðasta voru eftirtaldar verslanir í eigu félagsins, sumar þeirra reknar á fleiri en einum stað: Herragarður- inn, Sand, Boss- Hákon Magnússon Seidi Húnaröstina með aflaheim- ildum og gekk út með 900 milljónir I sinn hlut. Tisku- bransinn í Reykjavík varð fyrir valinu þegar ávaxta dtti féð. „Nokkru síðar var einnig opnuð Mangó- verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn. Hún fór á hausinn. Það sama gildir reyndar einnig um Mangó í Smáralind.J Herrar, Steinar Waage, Toppskór- inn, Herralagerinn og Hanz. Allar þessar verslanir, að Hanz frátalinni, seldu féðgarnir í fyrra til Hafrósar ehf. sem stofnað var í fyrrahaust. Kvótagullið lagði grunninn Verslanimar eru allar áfram í rekstri á sömu stöðum með sama starfsfólki, fyrir utan Hanz sem lögð var niður. Eftir sitja þær skuldir sem ekki voru yfirteknar við söl- una til Hafrósar. Margir birgja og þjónustuað- ila munu tapa talsverðum fjár- munum. Vinna við gjald- þrotaskiptin er á frum- stigi. Frestur til að lýsa kröf- um í Útsala Herragarðurinn við Laugaveg er sagður vera að flytja. Eigendurnir eru stórskuldugir og eru á kennitöluflótta. búið er fram í júlí. Það er því enn al- gerlega óljóst hversu stórt gjaldþrot- ið verður. Hákon Magnússon mun hafa fengið um 900 milljónir króna þegar togarinn Húnaröst á Höfn í Horna- firði var seldur með aflaheimildum. Hákon yngri rak um þær mundir verslunina Herramir á Laugavegin- um. Úr varð að hagnaðurinn af kvótasölunni var að hluta settur í tískufataveldi í nafni hlutafélagsins Háess ehf. Ógnuðu veldi Bolla í Sautján Eftir þetta keypti Háess fjölda verslana og stofnsetti aðrar. Til varð fataverslanakeðja sem gekk næst veldi Bolla Kristinssonar og Svövu Johannsen í Sautján og veldi Baugs. Fyrst keypti Háess verslanir Herragarðsins í Aðalstræti og Kringl- unni. Búðinni í Aðalstræti var fljót- lega lokað og önnur opnuð í staðinn á Laugavegi. Næst vom keyptar verslanirnar Hanz og Joe’s í Kringlunni. Síðar- nefnda verslunin var lögð niður. Þá keypti Háess skóverslanir Steinars Waage í Domus Medica og Kringl- unni. Opnaðar vom Boss-verslanir fyrir konur og karla í Kringlunni. Versluninn Sand var keypt. Um skeið rak Háess búð sem hét Blues. Skulduðu yfir milljarð um áramót Háess lét rækilega til sín taka í Smáralind með stórverslunum Hanz, Steinari Waage, Herragarðin- um og Mangó. Nokkru síðar var einnig opnuð Mangó-verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn. Hún fór á hausinn. Það sama gildir reyndar einnig um Mangó í Smáralind. í Faxafeni hefur Háess rekið Herralagerinn sem sagður er lokað- ur til 19. ágúst. í Herragarðinum á Laugavegi er nú útsala sem sögð er vera vegna fyrirhugaðs flutnings verslunarinnar. Eins og áður segir er ekkert hægt að segja til um það á þessu stigi hver verður útkoman úr gjaldþroti Háess þegar upp verður staðið. Samkvæmt óstaðfestum heimildum DV námu skuldir félagsins yfir einum mifijarði króna um síðustu áramót. Rósa Sig- urðardóttir, eiginkona Hákons Magnússonar, vill ekki gefa mikið út á skuldirnar. „Ég held þetta sé bara í besta lagi og gangi ágætlega,” segir hún og viU ekki ræða kennitölu- skiptin. gar@dv.is Börn látin skrifa undir vafasamt plagg Ástþór notar börn til að ná völdum „Það er verið að plata fólk,“ segir Guðríður Oddsdóttir, móðir eins drengsins sem skrifaði undir fund- argerð Ástþórs Magnússonar. Hún segir son sinn hafa mætt upp í Voga- sel vegna atvinnuauglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu og DV. í aug- lýsingunni er óskað eftir ábyggilegu og frambærilegu fólki í stutt verkefni á góðu kaupi. Símanúmer Ástþórs fylgir auglýsingimni. Sonur Guðríðar segist hafa hringt í númerið og stuttu seinna fengið boð um að mæta heim til Ástþórs á miðvikudagsmorgun klukkan tíu. Það er á sama tími og Ástþór hafði nokkrum dögum áður boðað félags- fund í Lýðræðishreyfingunni semér félagið sem stendur að baki fram- boðs Ástþórs. Miklur deilur hafa staðið í félaginu og var fundur Ást- þórs haldinn til að bola Sigurði Þórðarsyni út úr stjórn. Tuttugu manns skrifa undir fundargerðina og segir sonur Guð- Sigurður Þórðarson fyrrverandi formaður lýðræðishreyfingarinnar. ríðar að flestir sem skrifuðu undir hafi verið ungt fólk sem Ástþór hafði boðað í atvinnuviðtal. „Hann vissi ekki hvað hann væri að skrifa undir," segir Guðríður. „Ungt fólk gerir allt til að fá sér vinnu." Guðríður segirþetta lflca sér- staklega slæmt vegna þess að Sig- urður Þórðarson, fráfarandi formað- ur Lýðræðishreyfingarinnar, sé kunningi þeirra hjóna. Nú sé sonur þeirra búinn að skrifa upp á að hann sé glæpamaður skemmdarvargur. Sigurður Þórðarson er allt annað ur með ga Hann segir ásakanir Ástþórs ærumeiðandi og að hann íhugi að leggja ffam kæru. Jafn- framt segir Sigurður að Ástþór megi skammast sín fyrir að nota böm í svona gjörning; það sé sorglegt að sjá hvað Ástþór hafi gert Lýðræðishreyfingunni. Hann hafi í raun framið valdarán. Ástþór Magnússon vildi ekki tjá sig um málið við DV heldur vísaði á lögmanninn sinn. simon@dv.is Astþór Magnússon forseta- frambjóðandi Boðaði ungt fólk I atvinnuviötal og fékk það til að skrifa undir fundargerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.