Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 9
Verðbólga
lægstá Islandi
Samræmd vísitala
neysluverðs í EES-ríkjum
var 115,0 stig (1996=100) í
apríl sl., hækkaði um 0,3%
frá mars. Á sama tíma var
vísitalan fyrir ísland 127,2
stig, hækkaði um 0,5% frá
fyrra mánuði. Frá apríl 2003
til jafnlengdar árið 2004 var
verðbólgan, mæld með
samræmdri vísitölu neyslu-
verðs, 1,8% að meðaltali í
ríkjum EES, 2,0% á evru-
svæðinu og 1,5% á íslandi.
Hagnaður
SÍF minnkar
SÍF hf. skilaði ríflega 700
þúsund evra hagnaði eftir
skatta eða 61 milljón kr. á
fyrstu þremur mánuðum
ársins, en hagnaður á sama
tímabili í fyrra var rúmlega
helmingi meiri eða 1.562
þúsund evrur. Hagnaður SÍF
hf. fyrir afskrifdr og fjár-
magnsliði nam 6.4 millj-
ónum evra eða 554 milljón-
um kr. á fyrstu þremur mán-
uðum ársins en var 5.974
þúsund evrur á sama tíma-
bili árið 2003. Þá skilaði
rekstur samstæðunnar
veltufé frá rekstri að fjárhæð
3.749 þús. evrur (326 millj.
kr.) á fyrstu þremur mánuð-
um ársins en var 3.615 þús.
evrur á sama tímabili árið
2003.
Gottláns-
hæfi íslands
Alþjóðlega matsfyrir-
tækið Fitch Ratings stað-
festí í dag lánshæfisein-
kunnir íslands, AA- fyrir
langtímaskuldbindingar í
erlendri mynt, AAA fyrir
langtímaskuldbindingar í
íslenskum krónum og Fl+
fyrir skammtímaskuld-
bindingar í erlendri mynt.
Horfur um breytingar á
matinu eru stöðugar. í
frétt sinni segir Fitch það
renna stoðum undir mat-
ið og stöðugar horfur að
vel hefur gengið að takast
á við ágjafir, að stofiianir
eru faglega vel búnar, að
stefnan í ríkisfjármálum
hefur verið gætin og mjög
góður horfur em á góðum
hagvextí og vextí útflutn-
ings í kjölfar mikillar fjár-
festingar í álframleiðslu.
LSHyfir
rammann
Bráðabirgðauppgjör
Landspítalans eftir fyrsta
ársþriðjung sýnir 76,6 millj-
ónir umfram fjárheimildir
tímabilsins eða 0,8%.
Launagjöld em
nánast á áætlun en
rekstrargjöld 2,4%
umfram áætíun.
Lækninga- og
hjúkiunarvörur
hældca um 9,2% og
sérfræðiþjónusta
um 7,0%. Kostnað-
ur vegna S-merktra lyija
eykst um 10% en lyfjakostn-
aður í heildina eykst um
6,0%. Umfangsmiklar
spamaðarráðstafanir standa
yfir sem fela í sér fækkun
starfsmanna ásamt ýmsum
öðrum aðgerðum til lækk-
unar gjalda.
Frjálsa flugmannafélagið krefst þess að flugfélagið Atlanta fari að lögum. Haraldur
Óskarsson, formaður Frjálsa flugmannafélagsins, segir forsvarsmenn Atlanta
banna starfsmönnum sínum að ganga í stéttarfélög. Deilu við Frjálsa flugmannafé-
lagið um mönnun á Spánarþotur lyktaði með því að leiguliðar voru ráðnir.
„Starfsmönnum sem ráðnir eru í gegnum áhafnaleigur hefur ver-
ið neitað um aðgang að okkar kjörum. Þeir fela sig á bak við að
þetta eru starfsmenn áhafnaleiga. En skattstjóri hefur bent á að
samband þessara starfsmanna og Atlanta er eins og hefðbundið
samband latmþega og fyrirtækis. Við ætíum að ganga í Norræna
flutningaverkamannasambandið, NTF, og Alþjóðasamtök stétt-
arfélaga flugmanna, IFALPA, til að styrkja stöðu okkar,“ segir
Haraldur Óskarsson, formaður Frjálsa flugmannafélagsins, um
framgöngu flugfélagsins Atíanta gagnvart þeim starfsmönnum
sem ráðnir eru til félagsins í gegnum áhafnaleigur.
Frjálsa flugmannafélagið hefur
innan sinna vébanda um 60 flug-
menn og flugvélstjóra sem em lang-
flestír í starfi hjá Atíanta. Þessir starfs-
menn starfa undir kjarasamningum
sem félagið hefúr gert við flugfélagið
en þess utan er aðeins einn sem er í
Félagi íslenskra atvinnuflugmanna.
Alls starfa hjá Atlanta 400 flugmenn
þegar best lætur og em þá flestir
þeirra ráðnir í gegnum starfsmanna-
leigur; þeirra á meðal em starfs-
mannaleigumar Ace ogAirbome sem
staðsettar em í skattaparadísum, sfn
hvorum megin á hnettinum. „Menn
grunar að Atlanta eigi áhafnaleigum-
ar. Þær em reknar í skattaparadísum
og okkur grunar að ekki séu greiddir
skattar af starfsmönnum í öllum til-
vikum. f forsvari fyrir þessar áhafna-
leigur emleppar sem fara stöku sinn-
um á kreik og funda með flug-
mönnunum,“ segir Haraldur.
Hann segir að írskur
maður, Jerry O’Sullivan,
dúkki annað veifið upp
sem talsmaður starfs-
mannaleigu þeirrar sem
leiguliðar Atl-
anta
vinna hjá.
„Hann er stuðpúðinn á milli
Atlanta og flugmannanna. Síðustu
þrjú ár hafa hátt í 40 leiguliðar viljað
koma í félagið til okkar en stjómend-
ur Atlanta harðneita þessu einfald-
lega og hafa þau úrræði að rifta verk-
takasamningum og starfsmennimir
missa vinnuna. Gífurlegur óttí er
meðal starfsmanna því þeir missa
vinnuna. Það em þekktar hefrtdarað-
gerðir að þeir sem ekki em þægir em
sendir heim í nokkra mánuði," segir
Haraldur.
Spánardeila
Nýjasta deila Atlanta við starfs-
menn snýst um mönnun á tveimur
þotum Atlanta á Spáni. Undanfamar
vikur hefur Frjálsa flugmannafélagið
staðið í samningaviðræðum
■,#. qfoÆ., við Atlanta, vegna þjón-
ustuleigu Atlanta á
tveimur Boeing 747
400-
farþegavélum til spænska flugfélags-
ins Iberia. Áður en Atlanta gekk frá
samningnum við Iberia höfðu for-
svarsmenn fyrirtækisins lofað að fé-
lagsmenn Frjálsa flugmannafélagsins
fengju forgang í þjálfun og flug á vél-
unum. Haraldur segir að nú sé ekki
útíit fyrir að það standi til að halda
loforðið.
Hann segir að flugfélagið hafi
krafist þess af flugmönnum, sem vilja
starfa á 747-400-vélunum að þeir
flytjist búferlum til Madridar á Spáni.
Þá hafi Atlanta neitað að fara eftir
starfsaldurshsta, þrátt fyrir að skýrt sé
kveðið á um að svo skufi vera í kjara-
samningum. Atlanta hættí við að
setja flugmenn frá Ftjálsa flugmanna-
félaginu á vélamar og hefur þegar
hafið þjálfun annarra flugmanna á
vélamar. Á því námskeiði sem nú
standi yfir sé ekki einn flugmaður á
kjörum sambærilegum þeim sem
bjóðast flugmönnum með íslenskan
kjarasamning. Þetta réttíætí Atíanta
með þeim rökum að umræddir menn
séu ekki starfsmenn Atíanta, heldur
erlendrar áhafnaleigu. Eins og DV
hefur áður greint frá segir fyrrverandi
flugmaður Atlanta að leiguliðum Atí-
anta sé gert að
greiða sjálfir sl£k
námskeið. Ekki
hefur tekist að
fá viðbrögð
stjómenda
Atlanta vegna
þessara mála
að öðm leytí
en því að fé-
lagið sendi út
fréttatiikynn-
ingu á mið-
vikdudag um
SpánardeU-
una. Þar segir
að engin lof- Asgelr Friögeirsson Atl-
* , anta veitirenn ekki upp-
orð hafi venð Iýsingarum áhafnaleigur.
gefin um sldl-
yrðislausan forgang félagsmanna í
Frjálsa flugmannafélaginu í þjálfún
og flug á nýju Boeing 747-400-vélun-
um. Hið rétta sé að Air Atíanta hafi í
fyrsta sinn viljað gefa íslenskum flug-
mönnum kost á þjálfun á nýja tegund
flugvéla og þar með veita þehn tæki-
færi á að fljúga þeim strax við upphaf
nýs þjónustusamnings en meirihlutí
félagsmanna hafi hafriað tilboði frá
félaginu. Ásgeir Friðgeirsson, tals-
maðm félagsins, hefur lofað DV upp-
iýsingum um áhafnaleigur félagsins
og tengsl félagsins við þær en þær
upplýsingar hafa ekki enn borist DV.
rt@dv.is
Formaður Frjálsa flugmannafélagsins
Haraldur Óskarsson segir aðAtlama banni
starfsfólki að ganga I félag sitt. Frjálsa flug-
mannafélagið leitar nú eftir aðild að alþjóða
samtökum til að ná fram rétti starfsfólks
Sonur Jóns Steinars tekur undir meö föður sínum
Skólastjórinn lagði mig í einelti
„Aðfarir skólastjórans höfðu yfir-
bragð eineltis," segir Gunnlaugur
Jónsson, sonur Jóns Steinars Gunn-
laugssonar og fyrmm nemandi í
Verslunarskólanum. Heiftúðlegt
bréf sem Jón Steinar skrifaði Þor-
varði EUassyni skólastjóra var í gær
hengt upp á göngum Verzlunarskól-
ans. í bréfinu efast Jón Steinar um
geðheUsu skólastjórans.
„Það er eins og þú skiljir ekki að
þú ert einhver ömurlegasta persóna
sem ég og fjölskylda mi'n hefur
kynnst fyrr og síðar. Þú situr sem
skólastjóri í ffamhaldsskóla og beitir
þar geðþóttavaldi og veitist að ung-
mennum við skólann og velferð
þeirra með ofríki og fautagangi.
Framkoma þín bendir til þess að þú
sért ekki heiU heilsu ...,“ segir Jón
Steinar í bréfinu.
Gunnlaugur, sem var 17 ára gam-
aU þegar máhð kom upp, segir að
skólastjórinn hafi beitt hann mis-
réttí. Hann hafi fengið lágar kenn-
araeinkunnir vegna lélegrar mæt-
ingar. „Skólastjórinn átti þó engan
þátt í því að ég sótti Ula tíma," tekur
Gunnlaugur fram en í DV í gær sagði
Jón Steinar að léleg mæting Gunn-
laugs hefði verið að „undirlagi"
skólastjórans. „Nei," leiðréttir
Gunnlaugur. „Það var mín ákvörð-
un.“
Jafnframt segir Gunnlaugur að
hegðun skólastjórans hafi borið ein-
kenni ofsókna. „Þetta var óréttíát
aðför að skólagöngu minni. Það
voru settar reglur beinlínis mér til
höfuðs og ég naut ekki sama réttar
og aðrir nemendur; aðrir nemendur
fengu aðra meðferð en ég.“
Gunnlaugur nefnir sem dæmi að
á lokaári hans, þegar hann var utan-
skóla, var hann efstur í ákveðnu fagi.
Þá setti skólastjórinn þær reglur að
nemendur utan skóla ættu ekki rétt
á viðurkenningum. Þá mátti Gunn-
laugur ekki vera í ræðu- eða spurn-
ingaliði skólans vegna nýrrar reglu
um að utanskólanemendur mættu
ekki vera í liðunum.
Aðspurður hvort hann taki undir
ummæli föður síns - að skólastjór-
inn sé ekki heill á geði - segist Gunn-
laugur ekki vilja svara því opinber-
lega. „Ég get hins vegar kannski sent
svarið til Þorvarðar í pósti og hann
getur svo hengt það upp þar sem
hann kýs." simon@dv.is