Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 12
72 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ2004 Fréttir DV sakfelldur Bandaríski herlögreglu- maðurinn Jeremy Sivits hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi og verið rekinn úr hernum fyrir að pynta írakska fanga í Abu Ghraib- fangelsinu í Bagdad. Hann er fyrsti hermaðurinn sem hlýtur dóm fyrir pynting- arnar í írak. Sivits var með kökk í hálsinum við réttar- höldin og bar því við að fé- lagar sínir hefðu sagt að leyniþjónusta hersins hvetti til pyntinganna í þeim tilgangi að fá fangana til að tala. Spáir 3,4% verðbólgu Greiningardeild KB banka spáir því að verð- bólgan muni áfram mæl- ast há næstu mánuði og árshækkunin verði um 3,4%. Þessi spá er studd með því að miklar hækk- anir á bensínverði eigi eftir að koma fram í verðlagi með bæði bein- um og óbeinum hætti. Ekki bindast múslimum Kaþólikkar eru hvattir til að ganga ekki í hjónaband með fólki sem er íslamstrúar sam- kvæmt nýrri orð- sendingu frá Vatikaninu. Þegar kaþólsk kona og múslimi vilja gift- ast segir Vatikanið að upp komi ýmis vandamál og slíkt hjónaband þurfl sérstakan undirbúning enda sé djúp gjá á milli trúarbragðanna og einnig í menningarleg- um skilningi. Þá segir Vatikanið réttindi kvenna oft fyrir borð borin í slíkum hjónaböndum. með ýmsum skemmtilegum uppákomum. Vorið hefur veriö Ijúft effrá eru taldar fáeinar uppákomur eins og rán á Laugarvatni og ofsaaksturá stolnum bfl. Gróðurinn hefur tekið vel við sérog mannlífið er nokkuð gott. í dag fagnar fjölskyldan því að næstelsta dóttirin útskrifast úr Fjöl- brauta- ...-....—........ Landsíminn Suður- .... lands. Þá fagna ég því sérstak- lega að Rolling Stones er á leið í hljóðver, þótt ekki sé í Árborg, og ný plata er á leiðinni. Vænt- anlega leggja þeir upp í hljómleikaferð að ári og ég mun þá fara afstað um svip- að leyti. Stærsta tónlistarsum- ar fslandssögunnar er að hefj- ast. Ég mun ísumar halda á heiðina til að hlýða Deep Purple, Metallica og Placebo." Skepnur eru sagðar vera eftirlitslitlar á eyðibýlinu Sturluhóli í Austur-Húnavatns- sýslu. Bóndinn flutti þaðan fyrir tveimur árum en heldur enn skepnur. Nágranna- kona segir dýrin illa varin fyrir veðri og ganga laus um allar trissur. Bóndinn seg- ir konuna vera leiðinda kjaftakerlingu. Nágrannabóndi sinni fyrir hann skepnun- um. Ráðunautur segir ástandið viðunandi. Deilur um skepnunald á eyðijörð í Refasveit Bóndi á Sturluhóli, rétt norðan við Blönduós, er sakaður um það ^^^^^^^^■■■■■■■■■■^■■^^^■■■■■■■■■■^™ af nágranna sínum að vanrækja skepnur sem bóndinn heldur á jörð sinni er hann flutti af fyrir tveimur árum. I , . Útihúsin á Sturluhóli Eftir að Guðmundur Eyþórsson flutti afjörð sinni á Sturluhóli eru uthúsin i niðurniðslu. Hann segir skepnur semhann heldur á jörðinni þóhafa þak yfir höfuðið og vera fóðraðar afnágrannabónda. Ásakanir um vanrækslu séuaðeins„leið- indajag" í Höllu nágrannakonu. Halla Jökulsdóttir. to/ mérhver sem vill, að ég sé löngu orðin þreytt á ágang- inum afskepnunum og undrandi á að enginn sjái ástæðu til að taka þarna i tauma. Það er ekki vegna þess að ekki hafi verið kvart- að,“ segir Halla Jökulsdóttir á Efri-Mýrum um ástandið á nágrannajörðinni Sturluhóli. Tíkin á Sturluhóli Ofvöxtureri júgrum tikurinnar sem gengur laus og gætir eyðijarðarinnar Sturlu- hóls. Guðmundur Eyþórsson hóf bú- skap á Sturluhóli árið 1984. Fyrir tveimur árum flutti hann til Blöndu- óss þar sem hann hefur gegnt ýms- um störfum. Sturluhóll er í mikilli niðumíðslu. Guðmundur segir að þrátt fyrir það sé skepnunum sinnt sómasamlega. Einar Guðmundsson, nágranna- bóndi hans á Neðri-Mýrum, sjái um það fyrir sig. Halda hvorki vatni né vind- um Halla Jökulsdóttir á Efri-Mýrum, næsta bæ við Sturluhól, segir að sumarið 2002, þegar Guðmundur hafi flutt af jörðinni, hafl hann skilið eftir einn lítinn hvolp, eitthvað af köttum, kálfa og nokkrar hænur: „Svo bættist við féð þegar það kom af fjalli. Síðan Guðmundur flutti hefur þessi bústofn hans geng- ið laus um allar trissur og hann sinnt því misjafnlega. Féð liefur til dæmis ekki komið í hús í allan vetur - enda halda útihús hvorki vatni né vindi því þar er engin hurð og varla nokk- ur rúða," segir Halla. Að sögn Höllu hefur bóndinn á Neðri-Mýmm gefið skepnunum á Sturluhóil hey annan hvern dag frá því í mars. „Að öðu leyti sést ekki að fénu sé sinnt, eins og núna um sauðburð, sem hófst þó fyrr en víða, sökum þess að hrútarnir gengu með fénu. Mér finnst samt skelfilegast að sjá núna tíkargreyið sem dregur nánast á eftir sér júgrið, vegna æxlis eða einhvers ofvaxtar í því," lýsir Halla ástandinu. Þreytt á lausaqönqu illra kálfa Fyrir utan hversu meðferðin á skepnunum er vond að mati Höllu er umhirðunni á sjálfri jörðinni og „Þó að húsin séu ekki fullkomin hafa skepn- urnar þak yfir höfuð- ið. Efþetta vill húsa- skjól þá fer það bara inn." mannvirkjum einnig verulega ábótavant. „Úti á túni má sjá þakplötur sem farið hafa af þökum húsa og hlöðu. Girðingar eru allar í lamasessi. Þó reyndi Guðmundur að hengja eitt- hvað af þeim upp í fyrrasumar eftir að ítrekað hafði verið kvartað yfir lausagöngu kálfa sem voru orðnir ill- ir. Það var þó ekki betur gert en svo að nú er þetta meir og minna flatt aft- ur og skepnur ganga því þar sem þeim sýnist," segir Halla, sem er orð- in langþreytt á nábýlinu við Sturlu- hól: „Þetta er það sem blasir við mér hvern einasta dag og lái mér hver sem vill, að ég sé löngu orðin þreytt á áganginum af skepnunum og undr- andi á að enginn sjái ástæðu til að taka þama í tauma. Það er ekki vegna þess að ekki hafi verið kvartað," segir Halla, sem einmitt hefur leitað til fjöl- margra opinberra aðila til að freista þess að fá viðunandi lausn á málinu. „Ég hef kvartað við dýralækni, fóðureftirlit, Dýraverndunarfélagið og lögregluna vegna lausagöngu á gripum en árangurinn hefur verið enginn," segir Haila. Leiðinda kelling sem ágirnist Sturluhól Sjálfur segir Guðmundur að gagn- rýni Höllu á Efri-Mýrum sé byggð á misskilningi þó að hún sé ekki ný af nálinni. Hann sé með hundana sína og kindur, hross og sjö kálfa á Sturlu- hóli: „Ef maður er ekki þarna sjálfur á hverjum degi er það blásið út. Ná- granni minn á næsta bæ sér um þetta fyrir mig. Þó að húsin séu ekki full- komin hafa skepnurnar þak yfir höf- uðið. Ef þetta viil húsaskjól þá fer það bara inn," segir Guðmundur. Aðspurður um lausagöngu skepna sinna út úr girðingum segir Guðmundur það vera margt sem trufli heimilsfólkið á Effi-Mýrum. „Þannig hefur það alla tíð verið síðan ég fór að búa þama og meira segja áður en ég kom. Þessi leiðindakerling á Efri-Mýrum hefur alla tíð verið jag- andi út í mann," segir hann. Ráðunautur segir ástandið viðunandi Guðmundur telur meintan illvilja heimilsfólks á Efri-Mýrum stafa af því að það hafi sjálft viljað leggja undir sig Sturluhól á sínum tíma. „Ég flutti þangað 1984. Þá fór kell- ingin á næsta bæ vælandi um allar sveitir að tala um að þetta yrði algjört vesen. Hún neitaði tfl dæmis að deila mér sameiginlegum dilki sem bæirn- ir áttu í Tungurétt. Svona var tekið á móti mér enda vildi hún leggja þetta allt undir sig sjálfa," segir Guðmund- ur Eyþórsson. Að sögn Guðbjarts Guðmunds- sonar, ráðunauts og forðagæslu- manns, hefur einu sinni verið farið til eftirlits á Sturluhóli. „Ég fór þama í mars. „Ég sá ekki aðrar skepnur en hross og fé. Það var í viðunandi ástandi. Ég segi ekki að þetta hafi ekki mátt vera betra en það var ekki hægt að gera athugasemdir," segir Guð- mundur og ítrekar að alls ekki hafa verið um vanfóðrun að ræða: „Það er nú bóndinn á Neðri-Mýr- um sem sér um það og hann er nú þannig maður að hann lætur skepn- umar ekki svelta." gar@dv.is Árni Mathiesen í vandræðum með sóknardagafrumvarpið Stærri trillukarlarnir vilia kvótaqróða Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra Brotsjór á sóknardagafrumvarpið. stöðu og virðist enga möguleika á að verða óbreytt að lögum. Málið nýtur ekki stuðnings meirihluta nefndarmanna í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna andstöðu BCristins H. Gunnarssonar og kröfu Einar K. Guðfinnssonar um breytingar. Ekki virðist vera meirihluti fyrir málinu á þingi þegar við bætist að Einar Odd- ur Kristjánsson er andsnúinn óbreyttu frumvarpi. Ofan á þetta eru ! hagsmunaðilar andsnúnir frum- varpinu, en á ólíkum for- sendum þó. Fulltrúar Landssam- Frumvarp Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra um 18 sóknardaga eða kvótakerfi fyrir smábáta mætir harðri and- bands smábátaeigenda, Arthur Bogason og Örn Pálsson, mættu á fund sjávarútvegsnefndar á mið- vikudag, lögðust gegn fmmvarpinu og kvörtuðu yfir því að ekki hefði verið efnt loforð um samráð. Eins lagðist fulltrúi LÍÚ gegn frumvarp- inu þar eð sambandið telur að enn sé verið að færa kvóta frá aflamarks- skipum yfir til smábátanna. í sjávarútvegsnefnd hafa gestir verið þráfaldlega spurðir um tilurð undirskriftarlista meðal smábátaút- gerðarmanna, þar sem óskað er eft- ir kvótakerfi í stað sóknardaga. Frá þessum lista var sagt í Morgunblað- inu og fullyrt að á annað hundrað af 292 smábátaaðilum vildi komast í kvóta. Virðist enginn hafa getað upplýst sjávarútvegsnefndarmenn um þennan lista og hefur hann enda fengið viðurnefnið leynilist- inn. LÍÚ leggst eindregið gegn frum- varpinu, „enda myndi það leiða til þess að miklar aflaheimildir yrðu teknar frá aflamarksskipunum og fluttar til sóknardagabátanna," seg- ir í ályktun LÍÚ. „Að mati LÍÚ er augljóst að sú aflahlutdeild sem dagabátarnir fengju samkvæmt frumvarpinu yrði tekin af afla- marksskipunum, en á umliðnum árum hafa smábátar náð til sín um 30% þorskkvótans." Stórkvótaeig- endur eru eðlilega súrir ef það á að taka af þeim kvóta - og selja þeim hann aftur. fridrik@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.