Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21.MAI2004
Fréttir DV
Kynfræðifélag
endurreist
Endurreisn verður á
starfsemi Kynfræðifélags ís-
lands næstkomandi þriðju-
dag. Af því tilefni er boðað
til nýs aðalfundar
að kvöldi þriðju-
dags á veitinga-
staðnum Lækjar-
brekku. Til stendur
að breikka félaga-
aðild. Innan félags-
ins starfar fagfólk
úr heilbrigðisgeir-
anum sem hefur
áhuga á ffæðigreininni kyn-
fræði, sem á ensku útleggst
„sexology". Ætlunin er að
framvegis verði fagfólk með
menntun á sviði félags- og
hugvísinda og sálfr æði
einnig aðilar. í stuttu máli
fjallar kynfræði um grein-
ingu og meðferð á kynh'fs-
vandamálum.
Uppgræðsla
styrkt
Nýlega úthlutaði
Landgræðsla ríkisins
styrkjum úr Landbóta-
sjóði til 24 landbótaverk-
efna víða um land. Land-
bótasjóður er starfræktur
í samræmi við land-
græðsluáætlun 2003-
2014 og eru fjárveitingar
háðar fjáriögum hvers
árs. Á árinu 2004 eru til
ráðstöfunar 5 milljónir
króna. Meðal verkefha
sem fengu styrk eru:
Friðun og uppgræðsla á
örfoka landi Sveinungs-
víkur í N-Þingeyjarsýslu,
friðun og uppgræðsla á
uppblásturssvæði við
Leirhafnarfjöll, endur-
heimt Brimnesskóga í
Skagafirði og uppgræðsla
á Atíeyjarmelum í V-
Skaftafellssýslu. AOs bár-
ust 40umsóknir.
Hættir Seðla-
bankinn að
kaupa gjald-
eyri?
Nokkuð hefur verið velt
vöngum yfir því hvort
Seðlabankinn tilkynni um
það nú við útgáfu Peninga-
mála 1. júní næstkomandi
að hann ætíi að
dragi úr eða hætta
reglubundnum
gjaldeyriskaupum
sínum. Greiningar-
deild íslandsbanka
fjallar um málið og
telur að eftir kaup
síðustu missera sé
staða gjaldeyris-
forða bankans orðin sterk
og ekki knýjandi þörf á því
að styrkja hann frekar. Þá
eru kaupin síst til þess fall-
in að hjálpa bankanum við
að auka aðhald sitt í pen-
ingamálum um þessar
mundir og vinna því a.m.k.
ekki með þeirri megin-
stefnu peningamáia að
halda verðbólgu lágri um
þessar mundir.
Hæstiréttur hefur sýknaö Raufarhafnarhrepp af kröfu fyrrverandi sveitarstjóra til
biðlauna. Héraösdómur haföi dæmt honum tæplega 2,8 milljónir króna í biðlaun.
Sveitastjórinn setti hreppinn á hausinn með vafasömum hlutabréfakaupum víða
um heim. Núverandi sveitastjóri er í skýjunum yfir dóminum.
Bjargaði Rautarhöfn
Irá öðru gjaldproti
Hæstiréttur hefur sýknað Raufarhafnarhrepp af kröfu fýrrver- „Haim Settl jÚ SVeítarsjÓÖ á haUSÍtm á SÍtíUm
andi sveitarstjóra en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt .._.» ,..r _ . . . ...
honum rúmlega 2,7 milljónirkr. í bætur vegna launa á uppsagn- timQ OQ Vlð ho.Úm vetlÖ úð Vltma Okklls Ut Ut
arfresti.
Guðný Hrund Karlsdóttir núver-
andi sveitarstjóri á Raufarhöfn er
mjög ánægð með dóminn enda seg-
ir hún að hreppurinn hefði ekki haft
efni á að greiða þessi biðlaun.
„Hann setti jú sveitarsjóð á hausinn
á sínum tíma og við höfum verið að
vinna okkur út úr þeim vanda síð-
an," segir Guðný Hrund. „Það er
búið að spara hér og skera niður eins
og mögulega er hægt svo við hefðum
alls ekki haft efni að borga þetta."
Notaði sjóði hreppsins í
hlutabréf
Sveitarstjórinn fyrrverandi,
Reynir Þorsteinsson, notaði sjóði
hreppsins óspart til að spila á hluta-
bréfamarkaðinum fyrir um fjórum
árum síðan og er tap sjóðsins vegna
þessa brasks hátt í 80 milljónir kr.
Áður en Reynir fór að versla með
hlutabréf í nafni sveitarsjóðs var til-
tölulega góð staða á sjóðnum í kjöl-
far sölunnar á sjávarútvegsfyrirtæk-
inu Jökli sem gaf um 300 milljónir í
aðra hönd. Guðný Hrund segir að
það fé sé allt horfið eftir óábyrga
stjórn á fjármálum hreppsins.
Sveitarstjórinn krafðist launa í
uppsagnarfresti eftir að ráðningar-
tíma hans lauk árið 2002. Deilt var
um hvernig skilja bæri ákvæði ráðn-
ingarsamnings aðila um þetta at-
þeim vanda síðan/
riði. í ráðningarsamningnum segir
m.a. að hann gildi frá 1999 og út
kjörtímabilið en heimilt sé að segja
honum upp með gagnkvæmum sex
mánaða uppsagnarfresti. Héraðs-
dómur tók tillit til þessa upp-
sagnarákvæðis í niðurstöðu
sinni.
Dæmdurtil að
greiða 300 þúsund
Hæstiréttur taldi
hinsvegar ekki rök til
annars en að skýra
bæri hið umþrætta
ákvæði samnings-
ins eftir orðanna
hljóðan. Uppsagn-
arákvæði samn-
ingsins hafi aldrei
verið beitt heldur
hafi hann runnið út
samkvæmt efni sínu. Því
beri að sýkna hreppinn af
kröfu sveitarstjórans iyrr-
verandi.
Auk þess að sýkna Raufar-
hafnarhrepp af kröfunni um bið-
laun var sveitarstjórinn fyrrver-
andi einnig dæmdur til að
borga hreppnum 300.000
krónur í málskostnað
í héraði og fyrir
Hæstarétti.
fri@dv.is
Guðný Hrund Karlsdóttir „Það er
búið að spara hér og skera niður eins og
mögulega er hægt svo við hefðum alls
ekki haft efni á að borga þetta".
Framkvæmdastjóri hjá SPRON segir hugmyndina um sakaskrá úr sögunni
Vildum verjast svikurum
„Hugmyndin var fyrst og fremst
sú að draga úr hættu á því að tapa á
mönnum sem eru að svíkja út pen-
inga," segir Ólafur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri hjá SPRON.
Persónuvernd hefur hafnað því að
SPRON geti komið sér upp skrá um
menn sem hlotið hafa dóma fyrir
brot á ýmsum lagabálkum, þar með
talin hegningarlagabrot, fflcniefna-
brot og ýmis brot tengd peningum.
„Við töldum tilefni til að kanna
hvaða möguleika við hefðum - hvort
hægt væri að halda utan um slík mál
með þessum hætti. Þess vegna báð-
um við Persónuvernd um álit. Nú
liggur það fyrir og við munum una
Hvað liggur á?
þeirri niðurstöðu," segir Ólafúr. Að
því er Ólafur segir hefur slík sakaskrá
lengi verið til umræðu innan banka-
kerfisins:
„Menn sáu fyrir sér að það yrði
erfitt að fá það í gegn en vildu þó láta
reyna á það. Fyrirffam taldi ég
ákveðnar líkur á að þessu yrði synjað
og nú er málið einfaldlega búið."
Ólafur vill ekki fullyrða að svik séu
vaxandi vandamál í bankaviðskipt-
um. „En það eru alltaf einhverjir sem
eru ekki heiðarlegir. Þeir koma ekki
endilega fram á vanskilaskrám sem
margir hafa aðgang að. Þessir menn
fara oft hringinn á bankana og reyna
að svíkja út. Það er oft erfitt að varast
þá því menn bera það ekki utan á sér
Pað liggurýmislegt á enda alltafnóg að gerast I knattspyrnunni. Alþjóðaknattspyrnusam-
bandið fagnar aldarafmæli þessa dagana og árlegt þing sambandsins er framundan," sagði
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ,ísímtali frá Paris. „Verkefnin heima eru líka næg því
við erum að ýta úr vör áætlun sem gerir ráð fyrir að 60 sparkvellir verði reistir fyrir krakka víða
um land og svo má ekki gleyma íslandsmótinu sem er hafið og verður án vafa spennandi og
skemmtilegt."
hvort þeir eru heiðariegir eða ekki,"
segir hann.
Til að girða fyrir misskilning tekur
Ólafur það fram að SPRON hafi alls
ekki gert eða haldið slíka sakaskrá tfi
þessa - og muni ekki gera. „Við sáum
skrána sem leið tíl að draga úr svika-
málum. Ef við hefðum fengið jákvæð
viðbrögð Persónuverndar hefðum
við unnið málið áfram í góðri sam-
vinnu við stofnunina en nú feUur
þettar um sjálft sig," ítrekar Ólafur.
Persónuvernd bendir meðal ann-
ars á að telji SPRON tUefni tU geti
sjóðurinn beðið væntanlega við-
skiptavini um sakavottorð frá ríkis-
saksóknara. Ólafur telur þá leið
óraunhæfa. „Það væri nú ekki mikU
gleði yfir því hjá viðskiptavinum ef
við værum að biðja þá um sakavott-
orð," segir hann.
Varðandi ffamtíðina segir Ólafur
að SPRON muni halda áfram að fara
gætilega í útíánum: „Það verður
aldrei hægt að forðast aUt en við
munum reyna það."
gar@dv.is
Ólafur Haraldsson „Efvið hefðum fengið
jákvæð viðbrögð Persónuverndar hefðum
við unnið málið áfram ígóðri samvinnu við
stofnunina en nú fellur þettar um sjálft sig,"
segir framkvæmdastjóri hjá SPRON.