Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar. ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Augl singar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setnlng og umbrot: Frétt ehf. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Wollganf PeM 1 Hverrar þjóðar er þessi leikstjóri bíómyndarinnar um Tróju? 2 Fyrir hvaða kvikmynd varð hann fyrst frægur? 3 Hvaða númer hafði farar- tækið í þeirri mynd? 4 Hver lék aðalhlutverkið í mynd hans In the Line of Fire? 5 Hvaða mynd með Harri- son Ford hefur Petersen gert? Svör neðst á síðunnj Erfitt í Argentínu „Þegar hinn frjálsi markað- ur talar, þá hlustar fólk hvarvetna, nema hjá argentínsku rfldsstjóm- inni,“ segir fleiðara Buenos Aires Herald. „Þannig var 11% lækkun á hlutabréfa- markaðnum í Bombay á mánudaginn var... nog til að vega upp á móti kosn- ingasigri Soniu Gandhi og fá hana til að afsala sér forsæt- isráðherrastólnum... Að- BuenosAiresflerald eins hin einhverfa rflds- stjóm Néstors Kirchner sér ekki raunveruleikann og reynir að stemma stigu við hækkandi olfuverði með því að beita sömu ráðum og Knútur kóngur sem skipaði sjónum að bleyta sig eldd í fæturna. Stjómin heimtar „ábyrgt" olíuverð og skipar bara olíufyrirtækjunum að græða minna. En svona valdfrekja hefur engin áhrif, verðið hækkar samt og í Argentínu hefur hrun á sojabaunamarkaðnum þau áhrif að ástandið versnar enn. Verð á sojabaunum lækkaði um 14% f sfðustu viku þegar Kfna tók að láta sér kveða á markaðnum." Kúlusukk Áriö 1982 gáfu Mörður Árnason, Örnólfur Thorsson og Svavar Sigmundsson út „Oröabók um slangur, slett- ur, bannorö og annað ut- angarðsmál" og fengu nokkra gagnrýni fyrir aö festa á bók svo„vafasamt" mál sem þar var aö finna. Sumtísvona bók úreldist vitaskuld fljótt. Eða kannast lesendur við „kvuntuþeysir" í merkingunni„karlmaður, athafnarmikill I ástamál- um"? Eða þá orðiö „kúlusukk" í merkingunni „neysla lyfja (læknadóps) í vímuskyni, pilluát (sbr. kúla, pilla, læknadóp)". Málið Svör við spurningum: 1.1> skur - 2. Das Boot - B. U-96 -4. Clint Eastwood - 5. Air Force One Neita að fullorðnast Kannanir leiða í ljós, að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fylgjast ekki með íþróttaefni og fjórir þriðju hlutar fylgj- ast ekki með fótbolta. Samt breiðir boltinn úr sér á síðum blaða. Beinar útsendingar em dýrasta e&ú ljósvakans og ryðja oft fréttum og öðm föstu dagskrárefni til hliðar. Boltinn, einkum fótboltinn, er orðinn svo íyrirferðarmikill í lífi sumra áhangenda, að þeir skilgreina tilvem sína beinlínis á grunni hans. Þeir em ekki fyrst og fremst Reykvík- ingar, framsóknarmenn, sölustjórar eða heimilisfeður, heldur takmarkalausir stuðn- ingsmenn Manchester United. Þetta verður á endanum eins og í Mikla- garði á miðöldum. f stað þess að verjast ágangi Feneyinga og Tyrkja vom borgarbúar uppteknir af ágreiningi milli stuðnings- manna græna og bláa liðsins í hestvagna- kappakstri og enduðu með því að berjast á götunum eins og fótboltabullur nútímans. Mikligarður hrundi, en paðreimurinn stendur enn til minnis um borgarlíf, sem beið lægri hlut í lífsbaráttunni, af því að borgarbú- ar vom að horfa á bamalegan leik, sem leystí alvöm hfsins af hólmi. Meðan Feneyingar eða Tyrkir khfu borgarmúrana veifaði skríll- inn bláu og grænu á paðreiminum. Þótt ofsatrúarmenn fótboltans séu tiltölu- lega fámennur minnihlutí íslendinga eins og annarra Evrópumanna, hefur þeim tekizt að vekja slíkan áhuga fjölmiðla á leiknum, að ætía mættí, að blóðug styrjöld eða kosninga- barátta geisi á leikvöllum fótboltafólks, að ímyndunin sé full alvara. Will Buckley, fótboltafréttaritari brezka blaðsins Observer, hefur skrifað bók og grein, þar sem hann biðst afsökunar á löngum ferli sínum. Hann segir, að fótboltí sé barnaleg íþrótt, sem hafi farið úr böndum. Sérstaklega sé afleit umfjöllun fjölmiðla, full af bamaleg- um ýkjum og bulli. Hann segist hafa tekið viðtöl við fótbolta- hetjur í fimmtán ár og enginn þeirra hafi haft neitt vitrænt að segja. Þessi viðtöl hafi verið tímasóun til að fylla fótboltasíður blaðsins. Hann hafi allan þennan tíma verið að þjón- usta lífsflótta, flótta lesenda, sem neita að fullorðnast. Hann furðar sig á, að ábyrgir fjölmiðlar gæli við þá heftingu þroskans, að fólk heldur áfram að haga sér eins og böm fram eftír aldri, neitar að breytast í fullgilda ríkisborg- ara og stundar í þess stað skjáinn í bland við tómlegt spjall um stór boltaböm á upp- sprengdu kaupi. Buckley telur, að fótboltínn yrði ekki eins leiðinlegur, ef málsaðilar hættu að taka sig alvarlega og gerðu sér grein fyrir, að hann er bara leikur, sem á að meðhöndla sem leik. Jónas Kristjánsson í UMRÆÐUM (RAKSSTRÍÐIÐ og stuðning íslendinga við það á Al- þingi á miðvikudaginn undraðist Halldór Ásgrímsson utanrfldsráð- herra framgöngu stjórnarandstöð- unnar. Stjórnarandstæðingar höfðu sagt að einungis tveir menn, þeir Halldór og Davíð Oddsson hefðu tekið ákvörðunina fyrir hönd íslensku þjóðarinnar án þess að spyrja hana. Halldór spurði þá stjórnarandstöðuna hvort hún hefði ekki tekið eftir því að skömmu eftir að ákvörðunin var tekin, hefðu farið fram kosningar þar sem stjórnarflokkarnir hefðu fengið áframhaldandi umboð. „HÁTTVIRTUR ÞINGMAÐUR össur Skarphéðinsson fékk ekki slíkt um- boð,“ sagði Halldór og virtist telja að kosningarnar hefðu eingöngu snúist um að halda stjórninni við völd og kannski verið einhverskon- ar atkvæðagreiðsla um Íraksstríðið. Það sjónarmið mætti e.t.v. verja en við minnum á að í téðum kosning- um töpuðu stjórnarflokkarnir miklu fylgi og líf stjórnarinnar hékk raunar á bláþræði. Umræddur Öss- ur og flokkur hans fengu umboð „Orð Halldórs eru því líklega fyrst og fremst til vitnis um það viðhorf íslenskra stjórnarherra að komist þeir til valda, þá hafi þeir leyfi til að gera hvað sem þeim sýnist." Fyrst og fremst næstum tvöfalt fleiri kjósenda en flokkur Halldórs á landsvísu. í kjör- dæmi þeirra Össurar, Halldórs og Davíðs, fékk Össur mest, Davíð að- eins minna, en flokkur Halldórs að- eins þriðjunginn af þeirra atkvæð- um. 0RÐ HALLDÓRS eru því lfldega fyrst og fremst til vitnis um það viðhorf íslenskra stjórnarherra að komist þeir til valda, þá hafi þeir leyfi til að gera hvað sem þeim sýnist. Drama um Flugleiði HÉR A ÞESSUM STAÐ í blaðinu, gerumst við DV-menn stundum sekir um að vera stríðnispúkar. Við hermum gömul ummæli upp á menn sem getur varpað skemmti- legu ljósi á nýliðna atburði. Núna er púki í okkur, eins og sumum öðrum í þjóðfélaginu. Við erum nefnilega búnir að segja af því fréttir að gífur- leg valdabarátta hafi verið í stjórn Flugleiða vegna sölu tveggja stórra eigenda á bréfum sínum í félaginu. BARATTAN STÓÐ, að því að okkur var sagt, ekki á milli andstæðra við- skiptablokka, eins og stundum ger- ist, heldur milli manna sem hafa staðið þétt saman út á við, þeirra Jóns Helga Guðmundssonar í Byko og Hannesar Smárasonar í íslenskri erfðagreiningu. Þessir menn hafa verið saman í viðskiptum vegna fjölskyldutengsla en annar var tengdafaðir hins. Mikið var úr þessu gert í viðtölum við hina nýju eigendur og sérstaklega í mogga- leiðaranum sem við birtum hér brot úr. NÚ, SKÖMMU EFTIR VIÐSKIPTIN, slitnaði hins vegar upp úr hjóna- bandi tengdasonarins og dóttur- innar. Sem gjörbreytir stöðunni. Tengdafeðgarnir fyrrverandi eru farnir að takast á. Púkinn í okkur ákvað að rifja upp leiðara vina okkar hjá Mogganum. Um leið tökum við náttúrlega fram að við deilum alveg aðdáun moggans á því hvernig Jón Helgi hefur byggt upp sinn rekstur. Þetta skrifaði Mogginn 28. janúar, fyrir minna en fjórum mán- uðum: „Það skiptir miklu máli fyrir íslenzku þjóðina hverjir eiga Flug- leiðir. Fyrirtækið hefur grundvallar- þýðingu fyrir samgöngur þjóðar- innar við önnurlönd. því að taka að sér eignarhald á svo stórum hlut í Flugleiðum. Þeir Jón Helgi Guömundsson og Hannes Smárason og fjölskyldur þeirra hafa sýnt að þeir eru til þess fallnir að standa undir slíkri ábyrgð. “ NÚ VELTUM VIÐ NATTÚRLEGA fyrir okkur hvernig mogginn ætlar að bregðast við því þegar menn, sem eru svo ábyrgir að þeim er treyst til að stuðla að meira jafnvægi í við- skiptah'finu, byrja að takast heiftúð- lega á um hlutina í Flugleiðum. Við verðum lflca að segja að við erum ekki alveg sammála því mati Styrm- is að það skipti svo miklu máli fyrir íslensku þjóðina hverjir eiga Flug- leiði. Það sem okkur finnst mikil- vægast er að fslendingar geti ferð- ast mifli landa sæmilega ódýrt. Allt sem rýfur einangrunina og eykur víðsýnina er til bóta í þessu skrýtna, en yndislega landi. ÞEIRSEM HLUTEIGAAÐMÁUf þessum viðskiptum hafa gefíð til kynna, að þeir hyggist taka fleiri fjár- festa með sér inn í rekstur Flugleiða. Von- andi mun það stuðla að enn frekari breikk- un eignarhalds og meira jafnvægi í við- skiptalífímu. Það er mikil ábyrgð fólgin í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.