Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR21. MAÍ2004 15 Brúðkaup í skugga hryðju- verka Spánverjar munu halda brúðkaup ald- arinnar í skugga hryðjuverkaárásarinnar í Ma- drid og verður öryggisgæslan á laug- ardaginn því gríðarleg. Orð hins nýja forsætisráðherra landsins hafa vakið upp reiði konungs- fjölskyldunnar en hugmyndir hans um að leyfa brúðkaup sam- kynhneigðra og breyta þeim lögum sem segja að aðeins kariar geti erft krúnuna eru túlkaðar sem árás á krúnuna vegna tímasetningarinnar. Juan Carlos Spánarkonungur hefur einnig af því áhyggjur að fjölmiðlar fari að grafa í fortíð Letiziu en tilvonandi prinsessan hef- ur lifað litskrúðugu lífi. Innilokunín veldur geðveíkl Krónprinsessa Japans, Masako Owada, er að ná sér eftir taugaáfall. Masako giftist Naruhito krónprins fyrir tíu árum en áður en hún varð prinsessa var hún mikils metin embættismaður í japanska ráðuneyt- inu. Vegna lélegrar geðheilsu prinsessunnar mætti prinsinn einn í brúðkaup Friðriks og Mary Donaldson. Áður en Naruhito fór frá konu sinni var- aði hann ónefnda menn innan kastalans að ef þeir kæmu ekki vel fram við konu sina þá ættu þeir von á slæmu. Prinsessan hefur veríð nánast innilokuð í kastalanum í áratug og hefur einveran og innilokunin nú gengið nærri geðheilsu hennar. Grét af hamingju Friðrik krónpríns Danmerkur grét við eigið brúð- kaup þegar hann sá Mary Donaldson ganga inn kirkjugólfið. María tók hug- hreystandi í hönd brúðguma síns er þau fengu sér sæti en þegar brúðhjónin voru komin út úr kirkjunni virtist brúðurín sjálf eiga erfitt með að stjórna tilfinningum sínum og augu hennar voru fuil af tár- um. Hjónin kysstust innilegum kossi við mikla ánægju þúsunda áhorfenda sem saman voru komnir til að heiðra þau. Indíana Ása Hreinsdóttir fylgist með kóngafólkinu á föstudögum og lætur blátt blóðið streyma með stíl. indiana@dv.is Konunglegu brúðkaupin halda áfram. Um síðustu helgi gekk krónprins Danmerkur að eiga Mary Don ■ aldson en nú er það Filip, krónprins Spánar, sem f mun ganga að eiga heitkonu sína, Letiziu Ortiz á laugardaginn. Litirnir réðu ríkjum í brúðkaupi Friðriks krónprins og Maríu prinsessu. Litskrúðug blómin sem skreyttu kirkjuna pössuðu vel við kjóla prinsessa og drottninga sem mættar voru til að samfagna t> , - brúðhjónunum. ilip, krónprins Spánar, mun á laugardaginn ganga að eiga heitkonu sína, Letiziu Ortiz. Prinsinn, sem um árabil hefur I veriö einn álitlegasti piparsveinn I heims, bað um hönd fréttakon- ■ unnar Ortiz í nóvember á síðasta W ári. Letizia er þekkt í heimalandi W sínu og mjög vinsæl sjónvarps- W kona. Hún flutti þjóð sinni meðal V annars fréttirnar af hryðjuverkun- W um 11. september og af stríðinu í V írak og þótti takast afar vel. Spánverj- ^m ar eru flestir ánægðir með nýju W prinsessuna sína en töluverð pressa W hefur verið á prinsinn að giftast konu af ■ konunglegum ættum. Filip hefur aftur á w móti verið duglegur að benda á fátæklegt ' úrval þeirra kvenna sem hafa blátt blóð í æðum og hefur ætíð gefið til kynna að þeg- ar hann muni ganga í það heilaga muni það vera vegna ástar en ekki annarra ástæðna. Mörgum þykir prinsinn þó óþarflega alvar- legur í bragði. „Ég er ekkert öðruvísi en annað fólk og á mína kosti og gaila," segir hann. Filip er nýlega fluttur úr foreldrahúsum en árið 2002 flutti hann í ellefu herbergja villu í Madrid. Hann hefur stundað nám í Bandaríkjunum, Brussel og Kanada og er auk þess lærður flugmaður hjá spænska hernum. Prinsinn hefur verið orðaður við nokkrar glæsimeyjar í gegnum árin en engri hefur hingað til tekist að leiða hann upp að altar- inu. Prinsinn og heitkona hans voru viðstödd brúðkaup Friðriks krónprins Danmerkur og prinsessunnar Maríu sem fram fór síðustu helgi. Kunnugir sögðu Ortiz hafa borið af kvenfólki sem viðstatt var athöfnina en verðandi prinsessan geislaði þegar hún gekk við hlið heitmanns síns í glæsilegum rauðum kjól. Þrátt fyTÍr að Ortiz hafi ákveðið að fylgja ekki þeirri fornu hefð að færa nunnum fulla körfu af eggjum til að tryggjá gott veður á brúð- kaupsdaginn lofa nunnurnar að biðja fyrir veðrinu. Brúðarkjóllinn hefúr þegar verið valinn en brúðurin mun klæðast beinhvítum kjól eftir hönnuðinn Manuel Pertegaz. Filip mun hins vegar klæðast hinum hefð- bundna sparibúningi hersins. Letizia er fráskilin en hún átti í stuttu hjónabandi með bókmenntaffæðikennara árið 1999. Mary Donaldson vakti mikla aðdáun þegar hún giftist inn í elsta konungsveldi Evrópu um síðustu helgi Eins og allir vita gekk Friðrik krónprins Dan- merkur að eiga hina áströlsku Mary Donaldson um síðustu helgL Brúðarkjóllinn hafði vakið mikla eft- irvæntingu og ekki oÚi María aðdáendum sfnum vonbrigðum því hún var í einu orði sagt stórglæsi- leg. Mary klæddist fáguðum beinhvítum Igól í gamaldags stll með ermum í sniðinu eins og liljur og hálsmál sem náði nær því flram af öxlum. Hin mörgu lög kjólsins opnuðust frá mitti og sýndu þar yfir 100 ára gamalt blúnduefiii. Slörið sem María bar var fyrst var notað í brúðkaupi Margrétar krón- prinsessu Svlþjóðar árið 1905. Slörið var gjöf Mar- grétar til Ingiríðar dóttur sinnar sem var amma Friðriks. Kórónan var hins vegar gjöf firá Margréti drottningu og Friðriki krónprins. Eymalokkarnir sem Marfa bar voru sérstaklega hannaðir fyrir dag- inn og búnir til úr demöntum og perlum. Slóðinn, sem var sex metra langur, fúllkomnaði einfalt en fágað útlitið. Gestir brúðkaupsins voru ekki af verri endanum enda helstu þjóðhöfðingjar Evrópu mættir til að samgleðjast brúðhjónunum. Meðal gesta voru Filip, krónprins Spánar, ásamt heitkonu sinni, Letiziu Otiz, en þau munu einmitt ganga upp að altarinu um helgina. Krónprinsessan Aliir voru á einu máii um að María væri stórglæsileg og verð- ugurerfingi krónunnar. Litskrúðug samkoma Gestir veisl- unnar sam- fógriuðu með brúðkaups- hjónunum. Fallegar systur Viktoria krón- prinsessa Sviþjóðar klæddist fallegum gulum kjól en Madeleine systir hennar varglæsileg í lillabláum blúndukjól. Brúðhjónin Friðrik krón- prins og Maria stigu oð sjálfsogóu brúðarvals í tilefnidags w Sæt í bleiku Margrét ife ' Æ‘‘ drottníng Danmörku og móöir brúð- 1 i ■ jjf' g urn an $ var ktædd 'tM fallegum blóma | munstruðum kjól jwm Vð* meö veiki í <>t(l og bleika skikkju. 1 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.