Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 17
DV Sport
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ2004 17
Reyes og Mis-
ta í kuldanum
Spænski landsliðsþjálf-
arinn Inaki Saez valdi
hvorki Jose Antonio Reyes
né Miguel Mista í spænska
landsliðshópinn fyrir EM.
„Reyes er maður framtíðar-
innar og ég tel hann ekki
vera tilbúinn," sagði Saez
en meiri athygli vakti að
hann skyldi ekki velja Mista
sem hefirr farið hamförum
með Valencia í vetur. „Það
liggur aUtaf mest á mið-
vörðunum í svona keppni
og ég valdi frekar að taka
enn einn varnarmann en
Mista.“ Annars lítur
spænski hópurinn svona út.
Markverðir: Iker Cas-
illas, Santiago Canizares,
Daniel Aranzubia. Varnar-
menn: Carlos Puyol, Ivan
Helguera, Carlos Marche-
na, Michel Salgado, Gabri,
Raul Bravo, Cesar, Juanito.
Miðjumenn: Juan Valeron,
Xabi Alonso, Ruben Baraja,
Vicente, David Albelda,
Joaquin, Xavi. Framherjar:
Raul, Albert Luque,
Fernan-do Torres,
Fernando Morientes,
Joseba Etxeberria.
Musselman
rekinn frá
Warriors
•Erik Musselman var í
gær rekinn frá Golden
State Warriors í NBA-
deildinni í körfuknatt-
leik. Musselman stýrði
Golden State I tvö ár og
náði ekki að koma liðinu
í úrslitakeppnina. Hann
vann 75 leiki og tapaði
89 á þessum tveimur
árum. Mike Montgo-
mery, þjálfari háskóla-
liðs Stanford, tekur við.
ÍBV-BREIÐABLIK 8-1
1. umf. - Hásteinsvöllur -18. mal
Mörkin:
1 -0 Margrét Lára Viðarsdóttir 27.
Skot utan teigs vann boltann
2- 0 Margrét Lára Viðarsdóttir 30.
Skot úr vítateig Elín Anna (frákast)
3- 0 Margrét Lára Viðarsdóttir 40.
Skot úr markteig Gilmour (frákast)
4-0 Sjálfsmark 54.
Sjálfsmark úr markteig Elín Anna
5-0 Olga Færseth 66.
Skot úr teig Mary McVeight
6-0 Karen Burke 68.
Skot úr teig Elín Anna
6- 1 Erna Björk Sigurðardóttir 77.
Skot utan teigs Greta Mjöll
7- 1 MihairiGilmour 82.
Skot úr markteig Olga Færseth
8-1 Margrét Lára Viðarsdóttir 88.
Skot úr markteig Mary McVeight
Boltar ÍBV:
Margrét Lára Viðarsdóttir @®@
Elín Anna Steinarsdóttir
Karen Burke ©@
Iris Sæmundsdóttir @
Olga Færseth ©
Boltar Breiðabliks:
Björg Ásta Þórðardóttir @
Erna Björg Sigurðardóttir @
Greta Mjöll Samúelsdóttir @
Tölfræðin:
Skot (á mark): 16-19 (12-9)
Varin skot: Claire 6 - Birna 5.
Horn: 3-6 Rangstöður: 7-0.
Aukaspyrnur fengnar: 3-8.
BEST Á VELLINUM:
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV
íslandsmeistarar KR lögðu nýliða Fjölnis í fyrstu umferð Landsbankadeildar
kvenna á meðan Stjarnan gerði jafntefli gegn Þór/KA/KS. Halldóra Sigurðardóttir,
þjálfari KR, var þó ekki að öllu leyti sátt við spilamennsku sinna stúlkna.
Gerðum okkur petta
erfitt fyrir
Tveir leikir fóru fram í
Landsbankadeild kvenna í
gær. íslandsmeistarar KR hófu
titilvörn sína með því að leggja
Fjölnisstúlkur að velli, 3-1, í
Frostaskjóli og Stjörnustúlkur
urðu að sætta sig við skiptan
hlut gegn Þór/KA/KS.
Nýliðar Fjölnis stóðu sig vel gegn
íslandsmeisturum KR á KR-velli 11.
umferð Landsbankadeildar kvenna.
Staðanvarjöfníleikhléi, 1-1, enKR-
ingar skoruðu tvisvar seint í leiknum
og tryggðu sér stigin þrjú.
Hólmfríður Magnúsdóttir skor-
aði fýrsta mark leiksins með skoti úr
miðjum vítateig eftir sendingu frá
önnu Berglindi Jónsdótmr. Elísa
Pálsdóttir jafnaði fimm mínútum
fyrir leikhlé. Edda María Birgisdóttir
sendi boltann innfyrir KR-vörnina,
Elísa vann kapphlaupið við varnar-
mennina og lyfti boltanum yfir
markvörð KR.
Sólveig Þórarinsdóttir kom KR
yfir að nýju korteri fyrir leikslok með
skoti af um 30 metra færi. Fjórum
mínútum síðar braut varnarmaður
Fjölnis á Hólmfríði Magnúsdóttur
innan teigs. Edda Garðarsdóttir
skoraði úr vítaspyrnunni og torsótt-
ur sigur meistaranna var í höfn. „Já,
þetta var mjög erfiður leikur," sagði
Halldóra Sigurðardóttir, þjálfari KR.
„Það er mikil barátta í þeim en
við gerðum okkur þetta líka erfitt.
Við vorum ekki að spila boltanum í
fætur eða gera þetta einfalt. Það var
svolítið mikið um kýlingar og ein-
staklingsframtak, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Við vorum ekki að nýta okk-
ur auðveld hlaup samherja.“
Liðið mætti ekki tilbúið
Stjarnan og Þór/KA/KS skildu
jöfn 1-1 í Garðabæ í gærdag í fyrstu
umferð Landsbankadeildar kvenna.
Framan af virtist allt stefna í ein-
stefhu heimastelpna sem sóttu af
krafti. Á 11. mínútu dró svo til tfð-
inda en þá fengu Stjörnustelpur
vítaspyrnu eftir að Margrét Vlgfús-
dóttir handlék knöttinn á marklínu.
Margrét fékk að h'ta rauða spjaldið
og Guðrún Halla Finnsdóttir skoraði
úr vítinu af miklu öryggi. Staðan var
því allt annað en vænleg fyrir gest-
ina. Eftir þetta gerðist fátt markvert
þangað til gestirnir jöfnuðu með
Íaglegu skoti Þóru Pétursdóttur á 72.
mínútu. Stjarnan sótti síðan meira í
restina en jafnteflið varð staðreynd.
Jónas Sigursteinsson er þjálfari
Þór/KA/KS og hann var sáttur: „Við
uppskárum eitt stig fyrst og ffernst á
baráttunni og eftir brottreksturinn í
byrjun var ekkert annað í stöðunni
en að berjast af fullum krafti og ég er
mjög ánægður með ffammistöðuna.
Liðið er mjög ungt en getur með
svona baráttu náð í slatta af stigum.
Deildin kemur líklega til með að
skiptast í tvennt og við reynum hvað
„Það er mikil barátta í
þeim en við gerðum
okkur þetta líka erfitt.
Við vorum ekki að spila
boltanum í fætur eða
gera þetta einfalt."
við getum til að vera í efri hlutunum
en við verðum bara að sjá til,“ sagði
Jónas.
Auður Skúladóttir er þjálfari og
leikmaður Stjörnunnar: „Þetta var
ekki nógu gott og ég er ósátt með
frammistöðu leikmanna, liðið mætti
ekki tilbúið. Við spiluðum vel fyrstu
tíu mínúturnar meðan það voru
jafnmargir leikmenn í liðunum en
síðan sáum við ekki til sólar fyrr en
þær jafna leikinn. Við verðum ein-
faldlega að spila meira eins og lið í
næsta leik og laga hugarfarið," sagði
Auður. obh@dv.is, sms@dv.is
KR-FJÖLNIR 3-1
1. umf. - KR-völlur -20. mal
Mörkin:
1-0 Hólmfrlður Magnúsdóttir 11.
skot úr teig Anna Berglind
1-1 Elísa Pálsdóttir 40.
skot utan teigs Edda María
2-1 Sólveig Þórarinsdóttir 76.
skot utan teigs vann boltann sjálf
3-1 Edda Garðarsdóttir 79.
víti Hólmfríður felld
Boltar KR:
Edda Garðardóttir ®@
Embla Grétarsdóttir ®
Guðrún Sóley Gunnarsd. ®
Sólveig Þórarinsdóttir ®
Boltar Fjölnis:
Vanja Stefanovic @@
Ellsa Pálsdóttir ®
Helga Franklínsdóttir ®
Ratka Zivkovic ®
Tölfræðin:
Skot (ámark): 24-7(19-5)
Varin skot: Petra 3 - Anna Rún 13.
Horn: 16-2 Rangstöður: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 11-15.
BEST Á VELLINUM:
Vanja Stefanovic, Fjölni
STJARN.-ÞOR/KA/KS 1-1
1. umf. - Hofstaöavöliur -20. ma(
Mörkin:
1-0GuðrúnHallaFinnsdóttir 11.
víti Anna M. Gunnarsdóttir
1-1 Þóra Pétursdóttir 72.
skot úr teig Áslaug
Boltar Stjarnan:
Auður Skúladóttir @
Sarah Lentz ©
Harpa Þorsteinsdóttir ®
Boltar Þór/KA/KS:
Sandra Sigurðardóttir @
Þóra Pétursdóttir @
Inga Bima Friðjónsdóttir @
Tölfræðin:
Skot (ámark): 18-5 (12-3)
Varin skot: Lára B. 2 - Sandra 9.
Horn: 5-2 Rangstöður: 3-0
Aukaspyrnur fengnar: 4-8.
BEST A VELLINUM:
Sandra Sigurðardóttir, Þór/KA/KS
Margrét Lára Viðarsdóttir og ÍBV i stuði í opnunarleik Landsbankadeildar kvenna
Dómarinn sakaður um óheiðarleika
Hin 18 ára Margrét Lára
Viðarsdóttir skoraði fernu
þegar ÍBV vann Breiðablik 8-1 í
opnunarleik Landsbanka-
deildar kvenna í knattspymu á
þriðjudaginn. Þetta er stærsta
deildartap Breiðabliks frá
upphafi og ekki draumabyrjun
fyrir þjálfarann Margréti
Sigurðardóttur sem sakaði
dómarann um óheiðarleika.
Margrét Lára átti frábæran dag,
skoraði fyrsta mark mótsins á
glæsilegan hátt og skoraði að lokum
fjögur, þriðja leikinn í röð gegn
Breiöabliki á rúmum hálfum mánuði.
„Við áttum fyrstu 20 mínútumar í
leiknum. Ég vil meina að við hefðum
átt að fá víti, ég held að allir viti það og
hafi séð það. Svo áttum við að fá mark
þar sem boltinn var fyrir innan en það
var ekki dæmt mark. Staðan hefði því
átt að vera 2-0 fyrir okkur og ég tel að
það hefði skipt sköpum ef svo hefði
verið. Með mjög óheiðarlegri dóm-
gæslu, að mínum dómi, þá snýst leik-
urinn. Við fáum á okkur mark og svo
annað mark og við það brotnmn við
niður," sagði Margrét Sigurðardóttir,
þjálfari Breiðabliks, sem stjórnaði liði
í fyrsta sinn á íslandsmóti.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV,
var öllu kátari í leikslok.
„Ég held bara að þær hafi ekki
komið tilbúnar í þennan leik. Við spil-
uðum hvorki með aðalmarkvörðinn
okkar né Michelle Barr í þessum
„Með mjög óheiðarlegri
dómgæslu, að mínum
dómi, þá snýst leikurinn."
tveimur síðustu leikjum gegn Breiða-
blik og fáum á okkur ódýr mörk í
þeim leikjum. Ég er sammála því að
þær hefðu alla vega átt að fá eina víta-
spyrnu og það hefði nú sennilega
breytt leiknum. Þær voru fljótar að
brotna og ég tel að þær hafi ekki kom-
ið með alveg rétt hugafar í þennan
leik. Alla vega var þetta ekki Breiða-
bliksliðið sem ég þekki," sagði
Heimir. JiA
Ferna hjá Margréti Láru MargrétLára
Viöarsdóttir skoraði fernuna gegn Breiöabliki.