Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 32
T1 J* 0 t í í/j J ÍO £ Við tökum við1 fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fuilrar I nafnleyndar er gætt. ,-j ,-j * * f ) C ) f ) ■— zjzjU zjUí/U SKAFTAHLÍÐ24, 10SREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS05000 • Bókaforlög eru farin að huga að jólabókum næstu vertíðar enda ekki seinna vænna ef takast á að ljúka ritun þeirra og yfirlestri. Meðal þeirra sem talað er um að segi sögu sína á bók er athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem seldi allt sitt á íslandi og hefur rekið viðskipti sín í Lundúnum. Jón mun hafa gefið ádrátt um að segja sögu sína en nú er óvíst að það takist að skrá hana tímanlega. Víst er að marg- ir munu vera forvitnir um líf þessa athafnamanns sem sjálfur forsætisráðherra, Davíð Odds- son, hefur kallað ýmsum nöfn- um og bendlað við þjófnað... • Hún vakti athygli margra auglýsingin sem birtist í Frétta- blaðinu á miðvikudag: „Konan Hann fær þá ekki „góðan" bíl! sem dansaði við mig á Kringlu- kránni þann 15.5. og ég hitti í and dyrinu. Viltu koma að dansa við mig á sama stað þann 22.5.?“ Mað- urinn sem sendi konunni eftirfar- andi skilaboð er á fimmtugsaldri en segist kjósa nafnleynd - í bili að FRÉTTABLAÐIÐ minnsta kosti. Hann segir að um- rætt kvöld muni líða sér seint úr minni. „Þetta var síð- asti dansinn. Hún var með afar falleg augu og ég féll fyrir henni," segir hann og bætir við: „Þetta var ást við fyrstu sín." • Mikið var um dýrðir í Efstaleitinu þegar starfs- menn RÚV héldu Eurovision-partí á mið- vikudagskvöld. Logi Berg- mann var að sjálfsögðu kynnir og Birgitta Haukdal tók lagið sitt. Sverrir Stormsker sá um undir- spil á flygil. Yfirmenn jafht sem und- irmenn skutluðu sér á svið og sungu hástöfum klassíska Eurovision-slag- ara. Var mál manna að kannski ættu þeir bara að senda starfsmann næst, til að taka þátt í undankeppninni, og íslenska þjóðin myndi kannski spara sér einhvem aur... Hættir að styrkja Útvarp Sögu Leigubíl- stjórum ofbauð iorsetahatur Ingva Hrafns „Svona hegðun á ekki að líðast," segir Sæmundur Kr.. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils. Ingvi Hrafii Jónsson fór mikinn í þætti s£n- um Hrafnaþing á dögunum - hjólaði í Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands; kallaði hann forsetafífl, manngerpi og mannkerti sem ætti að halda kjafti. Vegna ummæla Ingva Hrafns hefur Hreyfill ákveðið að hætta að styrkja Útvarp Sögu. „Við emm flestir aldir upp við það að tala ekki illa um náungann," segir Sæmundur. „Þama fór Ingvi Hrafii hins vegar yfir strikið og okkur Hreyf- ilsmönnum er alvarlega misboðið." Hreyfill hefur lengi styrkt þátt Út- varp Sögu sem upphaflega var í eigu Norðurljósa. Á heimasíðu Útvarps Sögu er stöðinni lýst sem „þroskandi, fræðandi, upplýsandi og öðmvísi." Þá fái viðhorf dagskrárgerðarmanna að njóta sín; þeir séu ekki feimnir við skoðanir - hvorki sínar né annarra og umfjöllunin verði aldrei yfirborðsleg. í hinum umdeilda Hrafnaþings- þætti var Ingva Hrafni tíðrætt um for- setann. Hann sagði meðal annars að Ólafur Ragnar væri „mesti pólitíski óþverri sem ísland hefur alið". Kallaði hann „forsetafíflið" og hneykslaðist á að „þetta mannkerti, manngerpi" íhugaði að neita að staðfesta fjöl- miðlafrumvarpið. „Maður á ekki að gera þessum manni það til geðs að yfirleitt tala um hann," sagði Ingvi Hrafn reiður í þætti sínum. „Þetta á að vera prúður og kurteis maður sem á að halda kjafti." „Svona tal gekk bara fram af okk- ur,“ segir Sæmundur Sigurlaugsson sem hefur nú séð margt í starfi sínu sem leigubílstjóri. „Það að forseti lýð- veldisins sitji undir svona ósæmilegu orðbragði getum við ekki liðið og því ákváðum við að hætta að styrkja Út- varp Sögu." Ingvi Hrafii Jónsson brást hinn versti við þegar DV náði sambandi við hann. Hann formælti blaðinu og rit- stjóminni áður en hann sleit samtal- inu. * KLUBBURINN Við Gullinbrú Lang heitesti staðurinn Frítt inn fyrir matargesti - Borðapantanir í síma 567 3100 Rúmgóðir salir fyrir hópa - fyrir allt að 400 manns. Frábær hópmatseðill Alltaf leikir í beinni - nánar á síðu 668, textavarpinu eða á www.klubburinn.is Stórhöfði 17-110 Reykjavík - Sími 567 3100 - Fax 567 3150 - klubburinn@klubburinn.is -www.klubburinn.is T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.