Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 21.MAÍ2004 13 Sparkvellir fyriraustan Knattspyrnusamband fslands hefttr úthlutað sjö sparkvöllum á Austurlandi segir í frétt á heimasíðu Hornafjarðar. Settir verða upp vellir á Djúpavogi, Eg- ilsstöðum, Eskiflrði, Fá- skrúðsfirði, Neskaupstað, Seyðisfirði ogVopnafirði. Ails hefur KSÍ úthlutað sex- tíu sparkvöllum víða um land en hundrað og fimm umsóknir bárust frá fimm- tíu og níu sveitarfélögum. Fátækt viðurkennd Stjóm stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa hefur sent frá sér ályktun vegna skýrslu forsætis- ráðherra um fátækt hér á landi. Þar kemur meðal annars fram að með skýrslunni hafi ríkis- stjórnin loksins viður- kennt að til sé fólk í landinu sem lifi við fá- tækt. Hinsvegar er það harmað að ekki hafi ver- ið leitað til þeirra sem þekkja best aðstæður einstaldinganna sem fjaliað er um. Safnar fóbíum Brasilíski rithöfundur- inn Igor Rafailov hefur sett saman skrá yfir allar heims- ins fóbíur. Fóbía er eins og flestir vita sjúklegur ótti eða hræðsla við eitthvert ákveðið fyrirbæri. Rafailov tókst að safna saman 1.029 fóbíum í bókina sem hann segir þá fyrstu sinnar tegundar í sögunni. „Markmiðið er að hjálpa fólki að skilja og takast á við eigin hræðslu," segir Rafailov. Meðal fóbía sem nefndar eru í bókinni er „felinephobia" en það er ótti við ketti og „puppet- phobia" sem er ótti við dúkkur. Lengsta orðið í bókinni er „hipomonster- esquipedalophobia" - sem er óttinn við lesa eða segja mjög löng orð, nema hvað! Geðfatlaður tekinn af lífi Fimmtugur geðfatlaður maður fékk eitursprautuna í Texas fyrr í vikunni. Kels- ey Patterson hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð á oh'uforstjóra og rit- ara árið 1992. Óskað hafði verið eftir náðun á grund- velli þess að Patterson er geðsjúkur, er með of- sóknaræði og geðklofa, en þeirri beiðni var hafnað. Hann er fyrsti geðfatlaði maðurinn sem tekinn er af lífi í Texas síðan George Bush yfirgaf ríkisstjórastól- inn og tók við forsetaemb- ætti. Hæstiréttur Bandaríkj- anna hefur bannað dauða- refsingar yfir þroskaheftum en ekki geðfötluðum. Patt- erson var 322. maðurinn sem tekinn er af h'fi í ríkinu síðan dauðarefsingar voru teknar upp árið 1982. Þingkonurnar meö vændisfrumvarpið milda ásjónu þess. Sektir í forgrunni í stað fangelsunar. Sjálfstæðismenn vildu flýta sér hægt og nota sumarið. Kolbrún Hall- dórsdóttir segir að búið sé að ræða málið nógu lengi og nú sé ráð að það komi í atkvæðagreiðslu. Konurnar milda vændisfrumvarpið Kolbrún Halldórsdóttir „Málid nægitega reifað og viljum aðþadkomiiilat- kvæðagreiðslu íþinginu." Sigurður Kári Krist- jánsson „Við teljum að betra hefði verið að biða og sjá." Þingkonurnar sem standa að vændisfrumvarpinu svokallaða, konur úr öllum stjórnmálaflokkunum á þingi nema Sjálfstæðis- flokknum hafa heldur dregið úr hörku frumvarpsins, sem nú hefur verið afgreitt út úr allsherjarnefnd og er á leiðinni yfir í aðra umræðu á þingi. Breytingarnar duga þó ekki til þess að fá hðstyrk . úr Sjálfstæðis- flokknum. Frumvarpið var með breytingum afgreitt frá allsherj- ’ . ar- nefnd á þriðjudag með fimm at- kvæðum stjórnarandstæðinga og Jónínu Bjartmarz, gegn fjórum at- kvæðum sjálfstæðismanna. Fyrsti flutningsmaður ffum- varpsins, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, segir að máhð hafi fengið ítarlega umfjöllun og íjöl- margar umsagnir. „Eftir þessa vinnu þótti okkur eðlilegt að gera breytingar á frumvarp- inu. Annars i y vegar j þótti of opið að tala kyn um hfs Drífa Hjartardóttir „Við höfum mikla samúð meðþessu máli." „Annars vegar þótti of opið að tala um kyn- lífsþjónustu afnokkru tagi og nú er talað um samræði og önnur kynmök, í sama anda og fram kemur í hegn- ingarlögum þjónustu af nokkru tagi og nú er tal- að um samræði og önnur kynmök, í sama anda og fram kemur í hegn- ingarlögum. Hins vegar er ekki leng- ur talað um allt að tveggja ára fang- elsi, heldur sektir og allt að eins árs fangelsi," segir Kolbrún. Sektir í Svíþjóð Kolbrún segir að ákveðið hafi ver- ið að taka inn sektirnar með reynsl- una í Svíþjóð í huga. „Þar er fyrst og fremst sektunum beitt. Það er al- gengasta úrlausnin og rétt að hafa það inni hér. Að öðru leyti eru breytingarnar fyrst og fremst lagatæknilegar. Við flutnings- menn höfum aht frá fýrsta degi lýst okkur reiðubúnar að ræða refsirammann. Okkur þykir verra að ekki hafi tekist að ná strax fram þverpóliú'skri sam- stöðu um málið. En úr því sem komið er þá teljum við málið nægi- lega reifað og viljum að það komi til atkvæðagreiðslu í þinginu." Sigurður Kári Kristjánsson, einn fuhtrúa Sjálfstæðisflokksins í alls- herjarnefnd, segir að ekki hafi átt að afgreiða málið úr nefndinni þar sem breytingatillögumar hafi ekki legið skriflega fyrir. „Við höfum mikla fýrirvara við frumvarpið, eins og við höldum að það eigi að líta út.“ Betra að bíða og sjá Sigurður Kári segir að frumvarpið sé lagt ffarn með hhðsjón af reynslu Svía, sem breyttu lögum sínum á þessu sviði fyrir 5 árum. „Við teljum að betra hefði verið að bíða og sjá hvemig þróunin hefur verið þar, en þar er seinna í maí von á mikilli skýrslu um einmitt þessi mál. Við vhjum í ljósi þessa bíða með að gera svo afdrifaríkar breytingar á hegning- arlöggjöfinni hér," segir Sigurður Kári. Þingkonur Sjálfstæðisflokksins var á sínum tíma boðið að vera með, en fannst thboðið koma of seint. í fyrstu umræðu um málið í október sagði Drífa Hjartardóttir að ef sjálf- stæðiskonur eigi að vera með í máli vhji þær „fá að koma að því frá frum- gerðinni og hafa það í því formi sem við mundum vhja sjá það. Við höfum ekki fengið tækifæri til þess. En við höfum mjkla samúð með þessu máli." fridrik@dv.is Skeljungsræninginn dæmdur Framganga ákærða vakti ekki traust Maðurinn sem rændi bensínstöð á Laugarvatni með rörtöng að vopni Stal bíl um leið og yfirheyrslu lauk Maður sá sem lögreglan á Sel- fossi handtók á mánudag vegna ráns í bensínstöðinni Hásel á Laugar- vatni slapp úr haldi lögreglunnar eftir yfirheyrslur í gærdag. Hann rændi bíl um leið og hann slapp út og ók honum á ofsahraða eftir Suð- urlandsvegi í vesturátt og síðar Vest- urlandsvegi í átt til Mosfehsbæjar. Lögreglunni tókst að stöðva mann- inn við Skarhólabraut í Mosfehsbæ en mhdi þykir að engin slys urðu á fólki. Maður notaði rörtöng tU að ógna starfsfólki Hásels á Laugarvatni á mánudag. Hann gisti fangageymslu lögreglunnar á Selfossi þá um nótt- ina því ekki var hægt að yfirheyra hann um kvöldið sökum vímuefna- neyslu. Úr ráninu hafði hann á brott með sér vörur, símakort og lítUræði af peningum. Eigandi bensínstöðv- arinnar og dóttir hans óku á eftir manninum yfir Lyngdalsheiðina og tókst að yfirbuga hann á Þingvöhum með aðstoð ökumanns sem kom að. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar og handtók manninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stefán Aðalstein Sigmunds- sön í tveggja ára fangelsi fýrir Skelj- ungsránið sem var framið í Lækjar- götu í febrúar 1995. Ránið þótti gríðarlega vel skipulagt og komst Stefán ásamt tveimur öðrum undan með ránsfenginn, sem var um þrjár mihjónir króna í peningum. Rann- sókn málsins strandaði og það var ekki fyrr en á síðasta ári að málið tók kipp þegar fyrrverandi sambýl- iskona Stefáns gaf sig fram við lög- reglu og skýrði frá málavöxtum. Stefán var einn ákærður í málinu en annar félaganna framdi sjálfsvíg eftir að upp komst um málið hjá lögreglu í fyrra. Ekki liggur fyrir hver þriðji maðurinn er. Stefán neitaði sök þegar málið kom fyrir dóm en hafði áður játað aðild sína fyrir lögreglu. Var játning hans afar nákvæm og kemur heim og saman við skýrslur vitna. Þótti dómnum óhætt að byggja á þeirri játningu. Þær viðbárur ákærða að hann hefði játað af ótta við að lenda í gæsluvarðhaldi þykja haldlausar og framganga hans vekur ekki traust að mati dómsins. Refsing er metin með hliðsjón að þvl að langt er um liðið síðan glæpurinn var framinn. Þá er Stefán dæmdur til að greiða tæpar sex milljónir th Sjóvár- Almennra en félagið greiddi Skelj- ungi bætur vegna ránsins á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.