Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 21.MAÍ2004 Fókus DV Það er sjaldnast lognmolla í kringum Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmann. Seinast þegar frétt- ist af honum var hann á leið til Kína í tungumálanám. Hann hefur þó sést á götum bæjarins að undan- förnu og DV fannst ástæða til að hafa samband við Hrafn og spyrja hverju það sætti. Drafn opinberar Flnna og nr kominn mnð háskólapróf irá Kúku Jæja Hrafn, hvað er títt? „Ja, ég er héma heima í vorverkun- um eins og sagt er. Bráðalungnabólg- an og fiiglaflensan í Kína setti strik í reikninginn svo að ég hef frestað Kínaförinni þar til í haust. Ég fór þess vegna í staðinn til Havana þar sem ég lagði stund á spænskunám. Það er ávallt gaman að vera- á Kúbu og ímynda sér að maður sé ungur. Ég stúderaði þarna við Háskólann í Havana og er núna með það sem kall- ast annars stigs próf í spænsku. Þegar ég hef náð þriðja stigi er ég víst orðinn að fullgildum kennara." Stefnirðu kannski að því að kenna? „Maður veit aldrei, það gæti bara vel gerst. í það minnsta tel ég líklegt að ég sé eini íslendingurinn með slíkt próf frá Háskólanum í Havana." Seinasta vetur gerðist sá atburður að sumarbústaður fjölskyldunnar brann tilkaldra kola. Erlögreglan ein- hverju nær? „Nei, ég fékk tilkynningu um dag- inn, þegar ég kom að utan, frá lögregl- unni þar sem mér var tjáð að rann- sókn væri lokið því að ekkert nýtt hefði komið fram. Ég er að undirbúa það að endurreisa húsið fyrir móður mína. Fyrir hana var þetta mikill miss- ir. Þetta hefur verið hennar athvarf ef svo má segja og hún hefur lagt í þetta hálfrar aldar vinnu og þess vegna hafði þetta mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana. Hins vegar er ég ekkert viss um að bruninn hafi verið íkveikja og eitthvert viljaverk. Það er mikill mannagangur þama og oftsinnis hafði verið farið í óleyfi inn í kirkjuna sem var notuð í myndinni í skugga hrafnsins sem er þama við hliðina á bústaðnum og kveikt á kertum og brennd göt á bekki. Það er allt eins lík- legt að óleyfisfólk hafi einfaldiega far- ið óboðið inn í sumarbústaðinn og farið óvarlega, skilið eftir logandi kerti eða annað slíkt. En þetta em bara get- gátur, ég var erlendis þegar þetta óhapp varð." Ekki náð að kynna sér fjöl- miðlafrumvarpið Opinberun Hannesar var umdeild þegar hún var sýnd hér á landi. Hefur þú eitthvað reynt að koma henni í umferð í útlöndum? „Ég hef aldrei reynt að dreifa mín- um eigin myndum. Ólafsfell á dreif- ingarréttinn í Þýskalandi svo að mað- ur veit aidrei hvað gerist þar. Annars verður hún frumsýnd í Finnlandi bráðlega. Ég hlakka mikið til að sjá hvemig Opinberunin fer í Finnana." Hvað fínnst þér svo um fjölmiðla- frumvarpið? „Ég hef bara ekki náð að kynna mér þetta mál. Ég er enn svo nýkom- inn heim að ég hef ekki einu sinni haft tíma til að opna allan póstinn minn. En ég er vanur svona hasar og hef kynnst honum af eigin raun og oftar en ekki var það stormur í vamsglasi. Það koma oft upp svona stórar geðs- hræringar í íslensku samfélagi. Um þrjátíuþúsund manns söfnuðust á undirskriftalista hér um árið gegn EES-frumvarpinu. Það hefði verið mikið glappaskot ef það frumvarp hefði ekki orðið að lögum svo að ég held að fólk ætti aðeins að staldra við og hugleiða málin þegar æsingurinn er orðinn sem mestur." Heppni að fá að uppgötva Bonnevie Hvað verður svo á seyði ísumar? „Ég verð héma heima í sumar, ja, kvikmyndaakademíunnar, og Ingrid Dahlberg, fyrrverandi þjóðleikhús- stjóra Svía á Dramaten og nú lands- höfðingja í Dölunum. Ég verð yfir hvítasunnuna hjá þeim í Stokkhólmi." Baltasar Kormákur hefur nú ráðið Maríu Bonnevie til að leika í nýjustu mynd sinni, hvemiglístþér á það? „Það gleður mig að María æth að leika með íslenskum leikstjóra aftur. Hún þreytti frumraun sína í leiklistinni í mynd minni Hvíta víkingnum, þá aðeins fimmtán að verða sextán ára gömul. Það er enn góð vinátta okkar í mill- um og við hittumst síðast fyrir ári í Stokkhólmi. Það var heppni að fá að „uppgötva" hana, þó að það hafi aðeins verið spuming um tíma, hvenær hún yrði uppgötvuð - án míns atbeina, því hún er fædd stjama," segir Hrafn að lokum, glöðum rómi. hoskuldur@dv.is „Ég er að undirbúa það að endurreisa húsiðfyri ill missir. Þetta hefur verið hennar ath ' hálfrar aldar vinnu og þess vegna hafði þetta mikið vegar er ég ekkert viss um að bruninn hafi verið etta mik- gt í þetta ana. Hins ertviljaverk.J að vísu fer ég út um hvítasunnuna. Ég ætla að hitta vini mína; Bo Jonson, fyrrverandi forstjóra sænsku kvik- myndastofnunarinnar og sænsku BÍÓMYNDIR í sjónvarpinu um helgina FÖSTUDAGUR Eftir Kastljósið í kvöld sýnir Sjón- varpið fyrst myndina Ást eftír dauð- ann sem er bandarísk sjónvarpsmynd frá 1998 um gamlan ekkil sem gengur í endumýjun lífdaga þegar hann kynnist kátri ekkju. Þetta þykir lauf- létt og hugguleg skemmtun og Walter Matthau eða „krumpufés" leikur á alls oddi í aðalhlutverkinu. Carol Bumett leikur ekkjuna en John Stamos leikur son ekkilsins sem h'st ekki á blikuna. Leikstjóri er Charles Matthau, sonur gamla mannsins. Síðan fylgir endursýning á einni af hinum vönduðu bresku sjónvarps- myndum um Kavanagh lögmann. Það tók nokkurn tíma fyrir aðdáend- ur John Thaw í hlutverki hins hryss- ingslega Morse lögregluforingja að sætta sig við hann í heldur meinlaus- ari rullu lögmannsins en þetta vand- ist vel. Hér er um að ræða síðustu myndina um Kavanagh en Thaw lést skömmu eftir að hún var gerð. Á Stöð 2 ræður American Idol ríkj- um lengi vel en rétt fyrir kl. 11 hefst mynd um Annan föstudag. Þetta er gamanmynd um Ice Cube og vini hans í svörtu gettói í Ameríku og til þess að hafa gaman af þessari mynd þarf maður að hafa gaman af svoleið- is myndum. Þá kemur japönsk teiknimynd, Final Fantasy: The Spirits Within, sem hjá Stöð 2 hefur hlotið nafríið Björgun alheimsins. Það nafrí - ásamt því að myndin er byggð á tölvuleik - segir allt sem segja þarf: geimverur gera árás á jörðina 2065 en hetjur snúast tfi vamar. Myndin þykir býsna vönduð og prýðileg skemmtun fyrir alla þá sem líklegir em tU að hafa smekk fyrir myndum af þessu tagi. Rétt fyrir tvö um nóttina kemur svo Kvöldskíma eða Afterglow eftir leUcstjórann Alan Rudolph sem einnig hefur gert Breakfast of Champions eftfr sögu Kurt Vonneguts o.fl. athyglisverðar mynd- ir. Þarna leika Nick Nolte, Julie Christíe, Lara Flynn Boyle og Johnny Lee Miller tvenn pör sem bæði eiga við sína erfiðleika að etja. Þetta er semsagt hjónabandsrannsókn og þykfr ekki algalin sem slík en skortir þó eitthvað tU að verða verulega eftir- minnUeg. Síðasta myndin á Stöð 2 hefst stundarfjórðungi fýrir fjögur; gamanmyndin Mónu drekkt með Danny deVito, Bette Midler og Jamie Lee Curtis. Ekki markaði þessi mynd djúp spor í kvikmyndasöguna en ýmsir munu þó hafa haldið sér vak- andi yfir henni. Á Skjá einum verður rétt fyrir tíu sýnd myndin Any Given Sunday eftir Oliver Stone sem fjallar um leikmenn í amerískum fótbolta og hlutverk þeirra sem gladíatora nútímans. Það er engin lognmoUa í myndum Stones en myndin þykir nú vart með hans bestu. A1 Pacino leikur þjálfara og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.