Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. MAl2004 Fréttir DV Hundrað milljónir í vonla málverkafölsunarmál Málverkafölsunarmálið, eitt dýrasta mál íslenskrar réttarfars- sögu, var byggt á sandi. Dómur Hæstaréttar áfall og áfellis- dómur fyrir Jón H. Snorrason saksóknara, Arnar Jensson lögreglumann og kærandann, Ólaf Inga Jónsson í Morkin- skinnu. Verjendurnir Sigríður Rut og Karl Georg hrósa sigri og segja tómt mál að tala um að tæknileg mistök hafi ráðið úrslitum - allur málatilbúnaðurinn hafi verið í molum. verjandinn til þess að Listasafn fs- lands er einn kærenda en Ólafur Ingi Jónsson forvörður kærði verk þaðan í umboði safnsins. Kjarvalsstaðir, eða Listasafn Reykjavíkur, á einnig verk í málinu en sérfræðiálitið var meðal annars í höndum fræðinga á borð við Viktor Smára Sæmunds- son, Kristínu Guðnadóttur, Hrafn- hildi Schram og Júlíönu Gottskálks- dóttur. „Þetta er aðalatriði málsins og á þessu byggja þeir sýknu.“ Verjandi Jónasar bætir því við að þau sönn- unargögn sem eftir stóðu haíi ekki dugað til að ákæruvaldið gæti sýnt ffarn á sekt ákærðu. En vörnin keyrði einkum á því að sérfræðingar ákæruvaldsins væru vanhæfir vegna hagsmunatengsla. Karl Georg segir þetta eitt stærsta sakamál íslandssögunnar. Hafskips- málið, Guðmundar- og Geirfinns- málið og svo þetta sem er líklega þeirra dýrast. „Margra ára þrautar- göngu skjólstæðings míns lokið. En hafa má í huga að hann hrökklaðist frá Danmörku vegna þessa máls.“ Niðurstöðu Hæstaréttar verður að túlka sem áfellisdóm yfir rann- sókn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra en þar bera ábyrgð þeir Arnar Jensson og Jón H. Snorrason saksóknari. „Þetta mál snerist um grundvall- arprinsipp í meðferð opinberra mála,“ segir Karl Georg. Dýrt mál Fram hefur komið að rannsókn málsins kostaði Ríkislögreglustjóra um 50 milljónir, sú kosmaðar- samasta sem embætti ríkislögreglu- stjóra hefur lagst í. Við þá tölu á eftir að bætast kostnaður við réttarhöld- in sem mun reynast hár. Með fyrir- vara má slá á að kostnaðurinn muni í heild fara upp í 100 milljónir. Haft er eftir Ragnari Aðalsteinssyni að ótrúlegt sé að leggja í svo viðamikla rannsókn án þess að gæta sín betur á grundvallaratriðum. Jón H. Snorrason er hins vegar þeirrar skoðunar að dómur meiri- hluta Hæstaréttar sé mjög knappur og veikur. „Það vekur athygli að um- fjöllun þeirra, sem er andstæð sam- hljóða niðurstöðu þriggja dómara héraðsdóms, er stutt og þar eru varla færð rök fyrir hinni kúventu niður- stöðu. Það má draga þá ályktun af niðurstöðu þeirra að af því að vís- inda- og fræðimenn vinna hjá hinu opinbera, í þessu tilviki Listasafni ís- lands sem á að gæta almannahags- muna, að af því þeir vinna þar þá megi efast um trúverðugleika vís- inda- og fræðistarfa þeirra. Þetta er meira en lítið skrítin niðurstaða," segir Jón H. og vekur á því athygli að niðurstaða minnihlutans sé alger- lega öndverð við niðurstöðu meiri- hlutans svo eftir er tekið. „Þarna er ekki meiningarmunur „Ég er ekki búinn að ná þessu ennþá. Þetta tók sjö ár. Nú er það búið. Váááá, þetta er rosalegt," segir Pétur Þór Gunnarsson sem var sýkn- aður í Hæstarétti í því sem kallað hefur verið Stóra máíverkafölsunar- málið. Pétur Þór og Jónas Freydal voru fundnir sekir í héraðsdómi um fimm ákæruliði í máli sem upphaflega taldi 103 ákæruliði. Mörgum þótti þetta ákaflega vægur dómur og kom því flatt upp á ýmsa þegar sakborn- ingar áfrýjuðu málinu báðir til Hæstaréttar. Þeir voru ákærðir fýrir að hafa látið falsa eða falsað mál- verk, skjalafals og fjársvik. Það má heyra á Pétri að þungu fargi er af honum létt og varla að hann trúi þessu. „Ég hélt að það kæmi eitt- hvað loðið, að málið færi fýrir mannréttindadómstól og þetta tæki einhver ár í kerfinu í viðbót. Ég get ekki hugsað neitt núna. Ég er tóm- ur,“ segir Pétur en DV náði tali af honum strax eftir að honum var sögð niðurstaðan. Pétur hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Mað- ur er sýknaður af öllu og sakarkostn- aður á ríkið. Þetta er meira en fulln- aðarsigur." Ippon varnarinnar Karl Georg Sigurbjörnsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jónasar Freydal var í sjöunda himni þegar DV náði tali af honum. „Mað- ur er náttúrlega bara í sjöunda himni. Þetta er bara ippon. Maður náttúrifga vonaði þetta en bjó sig jafnframt undir það versta." Tveir af fimm dómurum Hæsta- réttar, Hrafn Bragason og Garðar Gíslason, vildu sakfella og þyngja dóm sem féll í héraði en ekki Guðrún Erlendsdóttir, Markús Sigurbjöms- son og Pétur Kr. Hafstein, sem tóku mið af röksemdafærslu varnarinnar að málatilbúnaður væri gallaður. Karl Georg telur ómögulegt annað en túlka dóminn sem svo að lögregl- an sé þama að fá alvarlegar snuprur. iEin af grundvallarforsendum var sú að sérfræðingar þeir sem lögreglan byggði mál sitt á, hæstiréttur telur að þar sem þeir störfuðu hjá einum kærenda í málinu gætu þeir ekki byggt sönnur á því í sakamáli. Þessu héldum við fram. Rannsóknin hjá I lögreglu er því1 gölluð að því leyti." Þarna vísar hdl Karl Georg Sigurbjörnsson I Verjandi Jónasar segir þetta ippon varnarinnar sem keyrði einkum á þvíað sérfræðingar ákæruvaldsins væru vanhæfir með öllu. Verjendurnir Ragnar og Sigriður Rut Júlfusóttir Þó svo aö niðurstaða dóms byggi á tæknigalla segja verjendur tómt mál um að tala að þar með sé sagt að sakborn- ingarnir séu sekir. Þau hafa sagt að svo virð- ist sem niöurstöða sérfræðinga hafi verið sér- pöntuð. heldur alger andstaða. Það er líka at- hyglisvert varðandi sérfræðingana að í héraðsdómi og Hæstarétti 1999, í fyrra málinu, var aldrei efast um stöðu þeirra og aðkomu, og ekki heldur í héraðsdómi núna. Það er því afar erfitt að taka mark á þessari niðurstöðu með fordæmisgildi í huga, ef það þá verður nokkuð tíma hægt. Ég hygg satt að segja að það sé ekki mark takandi á þessari kúvend- ingu. Aðspurður hvort niðurstaða Hæstaréttar byggi þá á tæknigalla, sé ekki efnisdómur, segir Jón H. Snorrason að það liggi fyrir f málinu, „[...] að býsna góð, en þó ekki alveg nægileg, sönnunarfærsla sé til stað- ar. Það getur hver og einn sagt sér að svona rýr umfjöllun felur ekki í sér mikla meðferð á efninu. Það er al- gerlega skautað framhjá þeim stólp- um sem héraðsdómur byggir á og sem minnihlutinn tekur mark á“. Einföldun að tala um tæknigalla „Þetta er glæsilegur sigur. Ég trúði á málið og Hæstarétt. Þessi niðurstaða, með nákvæmlega þessari rök- semdafærslu, fannst mér mjög líkleg lending hjá Hæstarétti," segir Sigríður Rut Júlí- usdóttir sem var verjandi Péturs Þórs í héraði en við málinu tók svo fé- lagi hennar Ragnar Aðalsteinsson þegar það fór fyrir Hæstarétt. Rut segir ekkert endilega hægt að fullyrða að málið hafi farið svo vegna tæknigalla. Svo einfalt sé mál- ið ekki. Hún gefur þannig lítið fyrir skýringar Jóns H. Snorrasonar. „Þessar sérfæðiskýrslur sem liggja fyrir í málinu eru frá starfsmönnum Listasafns íslands. Þær eru þess eðl- Dýrasta myndin f málinu Mynd eignuð Nínu Tryggvadóttur en þessa mynd keypti Kristinn Björnsson fyrirSkeljung á tæpa millj- ón. Hvað um þetta verk verður er ekki vitað. is að þær eru ónothæfar sem sak- fellisgögn. Það er einfaldlega litið fram hjá þeim. Og gögn frá öðrum sérfræðingum eru síður en svo nægjanleg heldur," segir Rut sem reyndi, frá því hún fékk þetta mál á borð til sín um áramót 2002-2003, að fá tekið tillit til þess í málinu. Hún vísar til þess að sérfræð- ingar ákæruvalds- ins séu hags- munatengdir og þar með ómark- tækir. Aðspurð hvort niðurstaða Hæstaréttar hefði ekki augljóslega orðið önnur ef önnur nöfn hefðu verið á skýrslum sérfræðinga ákæru- valdsins en hún segir það af og frá. „Ef þetta hefði verið hlutlaus rannsókn, þar sem sakbomingum hefði verið gefinn kostur á að gæta réttar síns, þá væri þetta mál allt öðru vísi. Það horfði öðruvísi við og alls óvíst að niðurstaða úr rannsóknum væri þá hin sama. Við erum að tala um reglurnar sem á að fara eftir þeg- ar verið er að rannsaka opinber mál. Hvernig eiga sakbomingar að geta viðurkennt rannsóknir sem ffamkvæmdar em af þeim sem em að kæra í ákveðnum atriðum málsins? Ekki er kærenda að ákveða hvort eitthvað er falsað eða ekki.“ Hún bendir á að sem verjandi hafi hún aldrei fengið að vera við stödd rannsókn- ina sem hafi verið langt í frá hlutlaus, jafn- vel svo að nið- jon n. 5norrd>uii saivav^m.. Hann kýs fremur að llta til þess sem minnihluti dómsins hefur fram að færa og segir ekki mark takandi á • i '__> frA /JAm/ ! hórníSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.