Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Page 27

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Page 27
VIÐBÆTIR VIÐ ÁRBÓK ISLANDS 1877. Nóvember 13. Andaðist síra Björn Stefánsson, prestur að Sand- felli í Öræfum. — 26. Strandaði „Gefjon“, skip Gránufjelags, fyrir Olafsfjarð- armúla. Skipverjar fórust allir, þar á meðal einn íslendingur, Eggert Jónsson, prests að Mælifelli. — 28. Strandaði norskt kaup-skip á beimleið frá Borðeyri fram undan þaralátursnesi á Ströndum. Deoember 1. Drukknuðu 4 menn á bát nálægt Skriðnessenni í Strandasýslu. — 14. Skipaði landsböfðingi 5 manna nefnd samkvæmt kon- ungsúrskurði 5. nóv. til að semja lagafrumvörp um nýja brauðaskipun og kirknaskipun og gjöld til prests og kirkju. Skyldi áður fengið álit hjeraðsfunda, er haldast skyldu í júnímánuði komanda sumar. I nefndinni urðu stiptsyfirvöld- in, síra þórarinn prófastur Böðvarsson, dr. Grímur Tbomsen og Einar alþingismaður Ásmundsson í Nesi. •— 21. Andaðist Torfi Einarsson á Kleifum, alþingismaður Strandasýslu, um sjötugt. — 28. Andaðist Egill bókbindari Jónsson í Eeykjavík, um sextugt. — s. d. Staðfestur reikningur hins íslenzka biflíufjélags 1. júlí 1876—l.júlí 1877. Eptirstöðvar l.júlí 1877: 11,364 kr. 49 aurar. —- 31, Eptirstöðvar nokkurra opinberra sjóða um árslok 1877: Prestaskólasjóðurinn: 3,401 kr. 90 aurar. Gjöf Halldórs Andrjessonas; 2,401 kr. 82 a. Prestsekknasjóðurinn: 13,439 kr. 91 e. Guttormsgjöf: 1,572 kr. 29 a. Sjóður af árgjöld- um brauða: 2,069 kr. 24 a. Sjóður fátækra ekkna á Norður- landi, einkum í Hegranessþingi: 1,603 kr. 70 a. Jafnaðar- sjóður norður- og austuramtsins: 3,738 kr. 79 a. Jafnaðar- sjóður suðuramtsins: 4,130 kr. 75 a. Jafnaðarsjóður vestur- ámtsins: 5,663 kr. 97 a. Styrktarsjóður maklegra og þurf- andi konungslandseta í suðuramtinu: 3,899 kr. 36 a. Bún- aðarskólasjóður suðuramtsins: 4,723 kr. 91 e. Búnaðarskóla- sjóður vesturamtsins: 3,466 kr. 97 a. Búnaðarsjóður vestur- amtsins 10,100 kr. 43 a. Thorkillii barnaskólasjóður: 66,403 kr. 48 a. Alþýðuskólasjóðurinn á Hrútafirði 2,360 kr. 88 a. (Við árslok 1876: Búnaðarsjóður norður- og austuramtsins: 4,205 kr. 8 a. Jökulsárbrúarsjóður: 2,920 kr. 45 a. Sjóður Guttorms prófasts þorsteinssonar: 1,600 kr. Sjóður Pjeturs sýslumanns þorsteinssonar: 2,979 kr. 39 a. Styrktarsjóður handa fátækum ekkjum og munaðarlausum börnum í Eyja- fjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað: 2,150 kr. 85 a. Gjald til búnaðarskóla í norður- og austuramtinu: 4,941 kr. 53 a. í fardögum 1876: Jóns Sigurðssonar legat: 14,928 kr. 99 a. Gjöf Jóns Sigurðssonar til Vallahrepps: 2,310 kr.). (25) i

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.