Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Qupperneq 37

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Qupperneq 37
Resember 15. Andaííist síra Magnús Thorlacius, prestur ai5 Eeynissta-Sarklaustri. — 21. Andaðist Guðmundur bóndi Brynjúlfsson á Mýrum í Dyrafirði. — s. d. Fórst róðrarskip með 6 mönnum í Njarðvíkum. ~ 22. Brukknaði í Blönduósi Björn bóndi Jónsson á Efri- þverá í Vesturbópi. — 24. Brann til ösku bærinu á Stóra-Sandfelli í Skriðdal. ~ 28. Brýndi bæjarfógetinn á Akureyri fyrir verzlunarstjórum þar, að öll vínsala í verzlunarbúðum til nautnar á sjálfum staðnum sje óleyfileg. — 31. 2 kvennmenn úr Eyðaþingbá urðu úti. — s. d. Eptirstöðvar í jarSeldastyrktarsjóði 20100 kr. 28 a., i prestaekknasjóði 14,147 kr. 56 a., af tíuttormsgjöf 1 633 kr. 74 a., af sjóði af árgjöldum brauða 2 06!) kr. 24 a., af sjóði fátækra ekkna í Norðurlandi 1,606 kr. 74 a. GUÐRÚN OG BJARNI. („Den Bette“, eptir Carl Andersen). Himininn var beiður og sólin skein skært, þó um miðjan vetur væri, og það á íslandi, sem liggur svo norðarlega. Sólin skein á hvítu fjöllin, sem spegluðu sig í haflnu, heiðbláu og rennsléttu í logninu; hún skein á fjörðinn, á snjóþöktu hús- þökin í kaupstaðnum, og á hæðirnar fyrir sunnan hann og hólana öðrum megin við stöðuvatn eitt lítið. ísinu á vatninu var sléttur og flugháll, og þótti skautamönnum skemmtun hin bezta að renna þar á skautum í góðviðrinu. í snjónum brakaði og marraði undan sleðunum, sem runnu niður hólinn. Hávaðinn var svo mikill, að hann heyrðist mitt inn í kaupstaðinn, því þann daginu voru að minnsta kosti 20 sleðar á ferðinni. Magnús bafð hæst af öllum drengjunum, enda var sleðinn hans á undan öllum hinna, en Bjarni lagsbróðir hans fór seinastur eins og vant var; hann fór sér aldrei óðslega að neinu. þeir drengir voru annars ólíkir að öllu leyti. Magnús var það sem kallað er fríður piltur, en Bjarni öllu fremur hið gagnstæða; hann var stóreygður, en úr augum hans skein ein- hver ljómi, og þau voru eiginlega eina fegurðin hans. Magnús var kvikur og snar, en Bjarni liægfara. Magnús var málgeflnn og fjörugur í tali, en Bjarni var einn af þeim, sem „hugsa meir en þeir segja.“ (35)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.